Fréttablaðið - 07.11.2008, Síða 44
7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
Fyrir átta árum fóru fram
einar umdeildustu og mest
spennandi forsetakosn-
ingar seinni ára í Banda-
ríkjunum. George W. Bush
repúblikani atti þar kappi
við demókratann Al Gore.
Bush hlaut 271 kjörmenn
en Al Gore 266 kjörmenn.
Al Gore fékk fleiri atkvæði
á landsvísu en Bush, tæplega 51
milljón atkvæða en Bush rúmlega
500.000 atkvæðum minna.
Mesta spennan stóð um Flór-
ída sem 25 kjörmenn tilheyra. Dag-
inn eftir kosningarnar var úrskurðað
að Bush hefði sigrað í því ríki en þar
sem munurinn milli frambjóðenda
var svo lítill var skylt að láta fara fram
endurtalningu. Eftir hana
var munurinn kominn
niður í 537 atkvæði. Gore
krafðist þá að handtalning
atkvæða færi fram. Sam-
kvæmt reglum í Flórída
þurfti að skila inn atkvæð-
um til innanríkisráðherra
Flórída, Katherine Harris,
sjö dögum eftir kosningar.
Flest sveitarfélög töldu að það væri
of skammur tími. Harris, sem studdi
Bush í kosningabaráttunni, taldi að
ekki hefði verið sýnt fram á að lengja
þyrfti frestinn og úrskurðaði Bush
sigurvegara 26. nóvember. Hæstirétt-
ur Bandaríkjanna úrskurðaði síðan
í desember með fimm atkvæðum
gegn fjórum að sú ákvörðun stæði.
ÞETTA GERÐIST: 7. NÓVEMBER 2000
Bush sigrar í kosningum
MARIE CURIE EFNAFRÆÐINGUR
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1867.
„Lát hvorki fólk né atvik svipta
þig kjarki og lífskrafti.“
Marie Curie var pólskur efna-
fræðingur. Hún hlaut tvisvar
Nóbelsverðlaun, fyrir eðlisfræði
árið 1903 og fyrir efnafræði árið
1911. Hún var fyrsta konan til að
hljóta Nóbelsverðlaunin og er
eina manneskjan sem hefur hlot-
ið Nóbelsverðlaun í tveimur vís-
indagreinum.
Nú er liðin hálf öld síðan fimm ungir
menn komu saman og stofnuðu hljóm-
sveitina Plútó, sem síðar fékk nafn-
ið Lúdó sextett og Stefán. Þeir voru
Hans Kragh, Elfar Berg, Hans Jens-
son, Gunnar Kvaran og Berthram
Möller. Skömmu síðar bættist söngv-
arinn Stefán Jónsson í hópinn. Hljóm-
sveitin hefur skemmt landanum allar
götur síðan en lét þó mest að sér kveða
í kringum 1960.
„Í byrjun lékum við á ýmsum stöð-
um víðs vegar um landið en árið 1959
var hljómsveitin ráðin í Vetrargarðinn,
sem var tívolí í Vatnsmýrinni, nokkur
kvöld í viku. Við lékum svo aðallega
á sveitaböllum fyrir austan fjall og í
Borgarfirði á laugardagskvöldum,“
segir Stefán. Þegar fór að vetra færð-
ust böllin svo upp í Hlégarð í Mosfells-
sveit.
Hljómsveitin var ráðin á skemmti-
staðinn Storkklúbbinn árið 1960 sem
nokkrum árum síðar var breytt í
Glaumbæ. Þegar KK sextettinn hætti
á Þórscafé í Brautarholti tók Lúdó sex-
tettinn við og spilaði þar fimm kvöld
vikunnar í á sjöunda ár. „Þetta voru
gullárin,“ segir Stefán.
Silfurbræðslan Plútó fór í upphafi
sjöunda áratugarins í mál við hljóm-
sveitina og krafðist þess að hún skipti
um heiti. Málið vakti mikla athygli.
„Við þrjóskuðumst við og breytt-
um nafninu í Plúdó með d-i en töp-
uðum málinu. Í niðurstöðu Hæsta-
réttar sagði að þar sem Íslendingar
gerðu ekki greinarmun á t-i og d-i í
framburði þá yrðum við að skipta um
nafn. Við klipptum því p-ið framan af
og eftir varð Lúdó sem er í raun mun
skemmtilegra nafn því það þýðir bara
að leika sér eða spila,“ segir Stefán.
„Skömmu síðar komst Hæstiréttur svo
að þveröfugri niðurstöðu þegar kex-
verksmiðjan Esja fór í mál við Hótel
Esju. Þá sagði í niðurstöðunni að þar
sem starfsemin væri ólík mætti nafnið
standa.“
Lúdó sextett og Stefán starfaði aðal-
lega á Hótel Sögu í byrjun áttunda ára-
tugarins. Árið 1973 kom fyrsta stóra
plata hljómsveitarinnar, Ólsen Ólsen,
út. Hún seldist í hátt í 10.000 eintökum
og hefur að geyma perlur á borð við
Átján rauðar rósir og Út í garð.
Hljómsveitin tók aftur til starfa á
nýju Þórscafé um miðjan áttunda ára-
tuginn og spilaði þar um langt skeið.
Síðustu ár hefur hún aðallega leikið í
einkasamkvæmum en einnig á opin-
berum dansleikjum. Fyrir nokkru kom
síðasta plata hljómsveitarinnar, 45
Rokk ár, út. Í tilefni af 50 ára starfs-
afmælinu verða slegnir upp dansleik-
ir á Kringlukránni bæði í kvöld og á
morgun. vera@frettabladid.is
LÚDÓ SEXTETT: FAGNAR 50 ÁRA STARFSAFMÆLI MEÐ DANSLEIKJUM Á KRINGLUKRÁNNI
Gullárin á sjöunda áratugnum
Á GÓÐRI STUND Talsverðar mannabreytingar hafa orðið á sveitinni í gegnum árin. Þessi mynd
var tekin fyrir nokkrum árum. Frá vinstri: Arthur Moon (bassi), Stefán Jónsson (söngur),
Hallvarður Óskarsson (trommur), Berthram Möller (gítar, en hann er nú látinn), Elvar Berg
(hljómborð), Þorleifur Gíslason (saxófónn) og Hans Jensson (saxófónn). MYND/ÚR EINKASAFNI
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og sonur,
Gestur Sigurgeirsson
Ystaseli 29, Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Svala Ingimundardóttir
Sigrún Gestsdóttir Gunnar Jón Yngvason
Hlíf Gestsdóttir Reynir Valdimarsson
Ingimundur Gestsson Elín Björk Björnsdóttir
Elísabet Gestsdóttir Hilmar Jacobsen
barnabörn og Hlíf Gestsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
vinur og afi,
Marteinn Guðlaugsson
húsgagnasmíðameistari,
Asparfelli 6,
lést þriðjudaginn 4. nóvember á Landspítalanum
við Hringbraut.
Júlíus Guðjón Marteinsson Thelma Hólm Másdóttir
Arnar Rúnar Marteinsson
Soffía Dröfn Marteinsdóttir Haukur Magnússon
Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir Karl Ásgrímsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ólafía Sigríður
Sigurðardóttir
Eirarholti, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 5. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhann Jónsson Sigurveig Víðisdóttir
Margrét Jónsdóttir Elías Halldór Leifsson
Sigurður Stefán Jónsson Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Hildur Ýrr Jóhannsdóttir
Sigríður Vala Jóhannsdóttir
Jón Víðir Jóhannsson
Daði Ólafur Elíasson Arney Hrund Viðarsdóttir
Leifur Jón Elíasson
Stefán Þór Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
Björg Erlingsdóttir
Grýtubakka 22, Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá
Áskirkju mánudaginn 10. nóvember næstkomandi
kl. 15.00.
Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir Friðþjófur Bragason
Þorkell Ragnarsson
Kristín Þórdís Ragnarsdóttir Sigurjón Sigurjónsson
Ingunn Ragnarsdóttir Símon Wiium
Guðmundur Birgir Ragnarsson Bettý Stefánsdóttir
Soffía Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ásþór Ragnarsson Kolbrún Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
Ester Haraldsdóttir,
sjúkraliði, Flétturima 36, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn
3. nóvember. Hún verður jarðsungin miðvikudaginn
12. nóvember kl. 15.00 frá Grafarvogskirkju.
Vignir Þór Siggeirsson Katrín Jónsdóttir
Haraldur B. Siggeirsson Margrét Á. Jóhannsdóttir
Ólafur Karl Siggeirsson
Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Helgi Hafþórsson
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir,
móðursystir, mágkona og frænka,
Katla Sigurgeirsdóttir
Þórsgötu 22, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn
31. október. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 10. nóvember kl. 13.00.
Anna G. Kristgeirsdóttir
Elva Rakel Sævarsdóttir
Aron Kristinn Haraldsson
Stella Sigurgeirsdóttir Jóhann Bjarni Pálmason
Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir
Daði Sigurgeirsson
Kristgeir Sigurgeirsson
og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdafaðir og afi,
Haraldur Ragnarsson
atvinnurekandi, Auðbrekku 32, Kópavogi,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam-
legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að leyfa líknar- og vinafélaginu Bergmáli og
Krabbameinsfélaginu að njóta þess.
Perla María Hauksdóttir
Harpa Lind Haraldsdóttir
Berglind Haraldsdóttir
Ragnar Haraldsson
Halla Óska Haraldsdóttir Róbert Örn Albertsson
Sigrún Elín Haraldsdóttir
Sigrún Einarsdóttir Ragnar Haraldsson
og barnabörn.
Mín ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
Ester Óskarsdóttir
Kirkjuvegi 20 ( Gamló ), Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin laugardaginn 8. nóvember kl. 14 frá
Landakirkju Vestmannaeyjum.
Brynjar Karl Stefánsson
Óskar Freyr Brynjarsson Ólafía Birgisdóttir
Dóra Kristrún Brynjarsdóttir Magnús Matthíasson
barnabörn og systkini.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
EIÐUR GUÐNA-
SON, sendiherra og
aðalræðismaður í
Færeyjum, er 69 ára.
ÞORVALDUR
ÞORSTEINSSON,
myndlistarmaður og
rithöfundur, er 48 ára.
ÁGÚST GUÐMUNDS-
SON, forstjóri Bakka-
varar, er 44 ára.