Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 8
8 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 40 26 1 1/ 0 8 Föstudagskvöldið 7. nóvember Kl. 21:00 Bjarni Harðarson alþingismaður segir frá draugum og yfirnáttúrulegum verum sem búa á Hellisheiði og Hengilssvæðinu eða hafa átt leið um svæðið. Laugardagur 8. nóvember Kynning á uppgræðsluverkefnum og útivistarmöguleikum á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu. Leiðsögn um virkjunina. Sunnudagur 9. nóvember Kynning á uppgræðsluverkefnum og útivistarmöguleikum á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu. Leiðsögn um virkjunina. Kl. 13:00 Rútuferð frá Hellisheiðarvirkjun um Hellisheiði með leiðsögumanni. Ekið verður frá virkjuninni og upp á heiði. Þá verður gengin forn þjóðleið frá þjóðveginum í átt að Hellisskarði og tekur sú ganga u.þ.b. 1 klst. Þaðan er ekið upp á Skarðsmýrarfjall og síðan í Hellisheiðarvirkjun. Kl. 15:00 Rútuferð og ganga endurtekin. Frír aðgangur og rútuferð. Bendum einnig á aðra skemmtilega viðburði í tengslum við Safnahelgina á Suðurlandi 7. – 9. nóvember. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni: http://sofnasudurlandi.is/ Safnahelgi á Suðurlandi Hvað er að gerast á heiðinni? Dagskrá í Hellisheiðarvirkjun á Safnahelginni: AFGANISTAN, AP Nú í vikunni hafa tugir almennra borgara tapað líf- inu í Afganistan af völdum loftár- ása, sem bandaríski herinn og bandamenn hans hafa gert. Í gær fórust 13 uppreisnarmenn og sjö óbreyttir borgarar, þar af tvær konur og tvö börn, í árásum í norðanverðu Afganistan. Á mánu- daginn gerðu bandarískir her- menn loftárás á brúðkaupsveislu í sunnanverðu landinu og fórust þar 40 manns, þar af 33 konur og börn. Á miðvikudag hvatti Hamid Karzai, forseti Afganistans, hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til að sjá til þess að hernaðaraðgerðir Bandaríkj- anna í Afganistan kosti ekki óbreytta borgara lífið framar. Bandaríkjaher segist gera sér grein fyrir að „hugsanlega hafi borgarar látið lífið þegar brugðist var við árás uppreisnarmanna,“ en verið sé að kanna atvikið. „Ef við komumst að því að sak- laust fólk hafi látist, þá biðjumst við afsökunar og samhryggjumst innilega ættingjum þeirra og íbúum Afganistans,“ sagði Greg Julian, aðaltalsmaður bandaríska hersins í Afganistan. Karzai hefur lengi gagnrýnt bæði Bandaríkin og NATO fyrir að gæta þess ekki nógu vel, að sak- laust fólk látist ekki af völdum hernaðaraðgerða í Afganistan. Hann segir dauðsföll af þessu tagi eyðileggja trú Afgana á erlenda herliðinu. - gb Karzai skorar á Obama að sjá til þess að Bandaríkjaher hlífi saklausum: Tugir farast í loftárásum SÆRÐ BÖRN Á SJÚKRAHÚSI Þrjú börn og sjö konur voru flutt á sjúkrahús eftir árásina í Shah Wali Kot á mánudag. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Bæjarráð Vestmanna- eyja kveðst hafa þungar áhyggjur af smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju. Tilboð þýsku skipasmíða- stöðvarinnar FASSMER rann út á þriðjudag án svara frá samgöngu- ráðherra. Tilboðið var þá fram- lengt í tíu daga. „Hafnarfram- kvæmdir í Landeyjahöfn hafa þegar hafist og engin ástæða til að áætla annað en að höfnin verði til- búin til notkunar miðsumars 2010. Mat bæjarráðs er að það að byggja höfn án þess að eiga bát til að sigla í hana sé eins og að byggja flug- völl en eiga ekki flugvél.“ - gar Áhyggjur í Vestmannaeyjum: Höfn dugar ekki án ferju HEIMAEY Tilboði í nýjan Herjólf var ekki svarað og var frestur þá lengdur í tíu daga. Tekinn við ofsaakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði öku- mann bifreiðar sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða á Eyrarbakkavegi á miðvikudaginn. Maðurinn, sem reyndist hafa verið í kappakstri við annan, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Hinn ökumaðurinn slapp hins vegar og lýsir lögreglan eftir honum. Brutust inn í gám í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn sem voru að brjótast inn í gám fyrir utan verslun 66°norður í Miðhrauni í Garðabæ í fyrrinótt. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri handtók í fyrrakvöld tvo karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þeir voru með smáræði af kannabis- efni í fórum sínum. Í kjölfarið var gerð húsleit í tveimur íbúðum og þriðji karlmaðurinn handtekinn. Hald var lagt á samtals átján grömm af kannabisefnum og þrettán grömm af amfetamíni. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Lögreglan á Akureyri: Tók þrjá menn með fíkniefni 1 Hvaða þingmaður líkti þeirri kröfu IMF, um að Íslendingar yrðu að ná sáttum við Breta og Hollendinga vegna Icesave til að fá lán, við fjárkúgun? 2 Hvaða þingmaður Sjálf- stæðis flokksins hefur ráðið Einar Bárðarson sem aðstoðar- mann sinn á Alþingi? 3 Hvaða dæmdi guðlastari hefur lokið við að rita bók um guðsmanninn Hallgrím Péturs- son? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 SAMFÉLAGSMÁL Þrír hælisleitendur hafa verið í hungurverkfalli frá því klukkan sex á þriðjudags- morgun. Þeir krefjast þess að þeir, og aðrir hælisleitendur, fái hraða úrlausn sinna mála og verði veitt dvalarleyfi. „Útlendingastofnun getur ekki skipt sér af því hvort menn borða eða ekki,“ segir Haukur Guð- mundsson, settur forstjóri Útlend- ingastofnunar. Mál allra hælisleit- enda séu í ákveðnu ferli sem verði ekki flýtt með þessu móti. Tveir mannanna, þeir Mehdi og Farzad, eru frá Íran. Majid er frá Alsír. Þeir hafa verið hér á landi í á bilinu tvö og hálft til fjögur og hálft ár. Allir hafa þeir dvalið að Fitjum í Reykjanesbæ en þar er dvalarstaður hælisleitenda hér á landi. Farzad segir þá félaga eingöngu hafa drukkið örlítið af vatni frá því á þriðjudagsmorgun. „Við þurfum að gera það, til að halda í okkur lífinu. Við vitum að Útlend- ingastofnun vinnur afar hægt. En við ætlum ekki að borða fyrr en við fáum réttu svörin.“ Þetta er í annað sinn sem Farzad fer í hungurverkfall. Það gerði hann einnig í september síðast- liðnum eftir að lögreglan lagði hald á fé úr herbergi hans í húsleit að Fitjum. - hhs Hælisleitendur gagnrýna Útlendingastofnun: Þrír í hungurverkfalli SVANGIR Majid, Mehdi og Farzad hafa ekki borðað frá því á þriðjudagsmorgun. Þeir vilja fá dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ / ELLERT SAMFÉLAGSMÁL Lögreglan í Reykja- vík fór samtímis, klukkan hálf átta í gærmorgun, inn á heimili nokk- urra fjölskyldna sem hafa skráðar hjá sér au-pair stúlkur frá tilteknu Afríkulandi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er rökstuddur grunur um að reglur um viðstráðningar- leyfi séu brotnar á þessum stöð- um. Til skoðunar mun meðal ann- ars hafa verið hvort stúlkurnar séu í reynd búsettar hjá við- komandi fjöl- skyldum og hvort reglum varðandi kjör sé framfylgt. Aðgerðir af þessu tagi munu vera hluti af venjubundnu eftirliti. Hins vegar er mjög óalgengt að þær séu samræmdar á þennan hátt. Haukur Guðmundsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, stað- festir að aðgerðirnar hafi farið fram. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um tilgang þeirra eða hvaða árangri þær hafi skilað. Hann segir að vaxandi þungi sé í eftirliti með dvöl útlendinga hér á landi. Sam- vinna Útlendingastofnunar og lög- reglunnar hafi jafnramt aukist verulega. Útlendingastofnun hefur í mjög vaxandi mæli kært til lögreglu ólög- lega dvöl og atvinnuþátttöku útlend- inga hér á landi að sögn Hauks. Kærunum er beint að útlendingun- um sjálfum og atvinnurekendum sem nýta sér ólöglegt vinnuafl. Þetta hafi sérstaklega átt sér stað á undanförnum vikum og mánuðum. „Nokkur mál hafa verið til lykta leidd á þessu tímabili, á Vestur- landi, í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Haukur. Lögreglan hafi geng- ið frá sekt eða birt viðkomandi ákæru. Útlendingastofnun sé þegar farin að vinna í dvalarleyfum eða brottvísunum þeirra sem þar áttu hlut að máli. Koma útlendinga hingað til lands án tilskilinna leyfa eykst í samræmi við stækkun útlendingasamfélags- ins hér. „Þessu fylgja einfaldlega tækifæri til brota og að hingað til lands komi fólk á hæpnum forsend- um. Langflestir þeirra útlendinga sem koma hingað í ólöglega dvöl hafa tengsl við einhvern sem fyrir er á landinu.“ holmfridur@frettabladid.is Heimili au- pair stúlkna rannsökuð Lögreglan í Reykjavík fór í gærmorgun samtímis inn á nokkur heimili sem hafa au-pair stúlkur. Stúlkurnar eru allar frá sama Afríkulandinu. Sam- ræmdar aðgerðir af þessu tagi eru óvenjulegar. HAUKUR GUÐMUNDSSON Þessu fylgja einfaldlega tækifæri til brota og að hingað til lands komi fólk á hæpnum forsendum. HAUKUR GUÐMUNDSSON SETTUR FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.