Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 12
12 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR BANDARÍKIN, AP Barack Obama þarf að hafa hraðar hendur við að skipa í stöður í nýrri stjórn sinni, sem tekur við völdum í Bandaríkj- unum þann 20. janúar næstkom- andi. Nýju stjórnarinnar bíða gríðar- lega erfið verkefni, bæði í efna- hagsmálum og utanríkismálum. Miklar væntingar eru gerðar til Obama, sem sjálfur hefur boðað víðtækar breytingar á stjórnar- háttum í Bandaríkjunum. Jafnt Bandaríkjamenn sem heims- byggðin öll munu því fylgjast grannt með því hvernig hann stendur sig allt frá fyrstu stundu. Strax á miðvikudag, daginn eftir stórsigur Obama í forseta- kosningum, fréttist af því að hann hafi valið Rahm Emanuel til að verða starfsmannastjóri í Hvíta húsinu. Emanuel sagðist reyndar þurfa nokkurn tíma til að velta því fyrir sér, hvort hann vilji leggja það á sig og fjölskyldu sína að taka við þessu embætti. Emanuel var náinn samstarfs- maður Bills Clinton, fyrrverandi forseta, og vildi ekki gera upp á milli Obama og Hillary Clinton í forvalskeppni Demókrataflokks- ins fyrr á árinu. Obama valdi einnig annan náinn samstarfsmann Clintons, John Podesta, til að hafa yfirumsjón með undirbúningi embættistöku sinnar. Með Podesta vinna fleiri liðsmenn Clintons ásamt mörgum úr nánasta hópi Obama. George W. Bush, sem lætur af embætti í janúar, sagðist í gær ætla að hitta Obama strax í næstu viku. Bush hefur sagst ætla að sjá til þess að forsetaskiptin gangi sem greiðast fyrir sig. Obama er sagður ætla að halda blaðamannafund á allra næstu dögum, þar sem búist er við að hann greini frá vali sínu í ein- hverjar af lykilstöðum stjórnar- innar. Margir búast við því að Obama ákveði að Robert Gates verði áfram varnarmálaráðherra eftir forsetaskiptin. Gates tók fyrir tæpum tveimur árum við af Don- ald Rumsfeld sem varnarmálaráð- herra í stjórn Bush. Ýmsir demókratar hafa auk þess fullyrt að öldungadeildar- þingmaðurinn John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í for- setakjöri fyrir fjórum árum, sæki það fast að verða utanríkisráð- herra í stjórn Obama. Talsmaður Kerry sagði þó ekkert hæft í þessu. gudsteinn@frettabladid.is Obama byrjaður að raða í ríkisstjórnina Tíu vikur eru þar til Barack Obama tekur við af George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Hann er strax byrjaður að velja sér samstarfsfólk og búa sig undir óvenju erfið verkefni nýju stjórnarinnar, sem miklar væntingar eru bundnar við. OFURMENNIÐ OBAMA Á vegg í Los Angeles mátti í gær sjá þessa mynd af Barack Obama í gervi ofurhetjunnar Supermans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KONUNGUR KRÝNDUR Í BÚTAN Jigme Khesar Namgyal Wangchuk var í gær krýndur fimmti konungur Bútans, og fékk hann titilinn Drekakonungur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Steinunn Valdís Óskars- dóttir, Samfylkingu, lagði til á Alþingi í gær að hópi kvenkynssér- fræðinga yrði falið að móta stefnu samfélagsins til framtíðar. „Það þarf að lofta út úr bakherbergjum karlanna,“ sagði Steinunn og kvað mikilvægt að þjóðin hefði kjark og þor til að horfast í augu við mistök og gjaldþrot „karlakapítalismans“. Steinunn sagði nóg til af klárum konum til verksins, til dæmis innan Auðar Capital, Félags kvenna í atvinnulífinu og í háskóla- samfélaginu. - bþs Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Konum falið að móta framtíðina STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skömmu skal sæta gæsluvarð- haldi áfram þar til Hæstiréttur hefur fellt dóm í máli hans. Maðurinn, sem var dæmdur í héraðsdómi fyrir hótanir og ofbeldisverk gegn lögreglumönn- um við störf, þjófnaði, tilraun til fjársvika og fleiri brot, áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. ágúst. Héraðsdómur úrskurðaði að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi áfram til 21. nóvember og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð. Maðurinn á langan sakaferil að baki. - jss Bíður dóms Hæstaréttar: Síbrotamaður áfram í gæslu NEYTENDUR „Við drógum þessa hækkun eins lengi og við mögu- lega gátum. Ástandið er bara þannig að þetta er óumflýjan- legt,“ segir Þórarinn H. Sævars- son, framkvæmdastjóri hús- gagnaverslunarinnar IKEA á Íslandi. Verð í IKEA hækkaði að meðaltali um 25 prósent í gær. Í september hækkuðu vörur versl- unarinnar um fimmtung að jafnaði í verði. Þórarinn segir þetta vera í fyrsta sinn í sögu IKEA á Íslandi sem fyrirtækið hefur horfið frá þeirri stefnu að tryggja óbreytt vöruverð frá 1. september til 15. ágúst ár hvert, eða út gildistíma IKEA-bæklingsins. „Við byrjuð- um árið mjög illa og krónan hefur í raun verið í frjálsu falli eftir hækkunina í september. Miðað við óbreytt ástand ætti þetta að duga,“ segir Þórarinn, og bætir við að verðhækkunin í gær dugi ekki fyrir því gengistapi sem fyrirtækið verður fyrir í þessum óvægnu efnahagsaðstæðum. Að sögn Þórarins verður vöru- verð lækkað um leið og gengis- þróun gefur tilefni til lækkunar. „Hinn valkosturinn var að grípa til uppsagna starfsfólks, sem við vildum ekki gera. Það er ljóst að þessi hækkun mun hafa neikvæð áhrif á viðskiptin, að minnsta kosti í fyrstu, en á móti kemur að við bjóðum enn upp á besta verð á Íslandi,“ segir Þórarinn. - kg Vöruverð í IKEA hækkaði um 25 prósent að meðaltali í gær: Hækkunin óumflýjanleg ÓVÆGIÐ ÁSTAND Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið alls ekki hafa viljað grípa til uppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL „Ég vona að þetta sé dýrara en það sem þeir láta menn borga fyrir nauðganirnar,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, um dóm Hæstaréttar í gær. Hann var ásamt fyrrum ritstjóra DV, Mikael Torfasyni, dæmdur til að greiða sekt upp á samtals 800 þúsund krónur. Skiptist upphæðin á þá til helminga. Sektarefnið er auglýsing á Amarula- áfengi sem birtist í DV árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt þá til að greiða samtals 400 þúsund. Þeir Jónas og Mikael vísuðu til þess að deilda- skipting væri á blaðinu og að auglýsingadeildin væri aðskilin frá ritstjórn. Hæstiréttur vísaði aftur til lagagreinar sem kveður á um að útgefandi rits eða ritstjóri beri refsi- og fébótaábyrgð á efni rits ef höfundur hefur ekki nafngreint sig. Í málinu lá fyrir að auglýsandinn hefði ekki verið nafngreindur í auglýsingunni og því hafi reynt á ábyrgð ritstjór- anna samkvæmt ofangreindu ákvæði. Þeim hafi borið að yfirfara það efni blaðsins sem þeir voru ábyrgir fyrir og borið að gæta þess að efni sem birt hefði verið í blaðinu væri ekki andstætt lögum. Einn þriggja hæstaréttardómara, sem dæmdu málið, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sér- atkvæði. Hann vildi sýkna ritstjórana og leggja sakarkostnaðinn á ríkissjóð. - jss Tveir fyrrum ritstjórar DV dæmdir í Hæstarétti fyrir að birta áfengisauglýsingu: Sektin hækkuð um helming FYRRUM RITSTJÓRAR DV Hæstiréttur hækkaði sektina um helming. ARGENTÍNA, AP Lögreglan í Argentínu handtók í byrjun vikunnar Jorge Antonio Olivera, fyrrverandi herforingja, sem sakaður er um mannrán og pyntingar í valdatíð herforingja- stjórnarinnar fyrir rúmum þremur áratugum. Olivera var handtekinn úti á götu í Vicente Lopez, sem er hverfi í norðanverðri höfuðborg- inni Búenos Aíres. Hann er talinn bera ábyrgð á hvarfi 22 ára gamallar fransk- argentínskrar konu, Marianne Erize, sem síðast sást til 15. október árið 1976. Olivera var þá liðsforingi í hernum. - gb Herforingi handtekinn: Sakaður um mannrán ÞAKKLÁTUR Barack Obama fagnar sigr- inum með konu sinni, Michelle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.