Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hrafnhildur Tryggvadóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur hjá Landsvirkjun, segist ekkert sér- staklega dugleg að elda og ísskáp- urinn hjá henni og búrhillurnar séu stundum tómleg. Henni finnst þó gaman að bjóða upp á heimabakað kaffibrauð þegar hún fær gesti. „Ég baka öðru hverju og fannst voða gaman að baka þegar ég var krakki og unglingur,“ segir Hrafn- hildur en hún lærði handtökin við baksturinn í eldhúsinu hjá móður sinni. „Afköstin hjá mér við bakst- urinn hafa reyndar dvínað með árunum en það er alltaf heimilisleg stemning að standa í bakstri og geta boðið gestum upp á eitthvað sem maður hefur gert sjálfur. Þá er líka hentugt að baka vöfflur og pönnukökur fyrir gestina en ég á forláta vöfflujárn sem amma gaf mér og hef notað mikið.“ Uppskriftin sem Hrafnhildur deilir með lesendum Fréttablaðs- ins er að saðsömum brauðbollum sem hún segir bæði ódýrar og holl- ar. „Bollurnar eru mjög hollar og léttar en vinkona mín, Laufey Sigurðardóttir, sem er næringar- rekstrarfræðingur, bjó uppskrift- ina til. Í henni er bæði lítil fita og lítill sykur. Bollurnar eru bestar sem snarl einar og sér með góðu áleggi því þær eru svo matarmikl- ar; ég held að það geri kotasælan. Það er sérstaklega hentugt þegar maður kemur svangur heim úr vinnunni að grípa eina bollu úr frystinum. Hún er enga stund að þiðna á borðinu og svo má hlaða á hana hollu áleggi eins og gúrkum, papriku og osti.“ Uppskriftina er að finna á síðu 2. heida@frettabladid.is Bakar bollur fyrir gesti Hrafnhildur Tryggvadóttir bakar saðsamar brauðbollur í frystinn sem hún segir gott að grípa til þegar hún kemur svöng og þreytt heim úr vinnunni. Bollurnar hleður hún svo hollu áleggi. Saðsamar og hollar bollur með kotasælu eru gott snarl eftir vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GLJÚFRASTEINN er tilvalinn viðkomustaður um helgina. Húsið var heimili og vinnustaður Nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness og fjölskyldu hans í um hálfa öld en er nú safn. Opið er alla daga nema mánudaga frá klukkan10 til 17 á veturna. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Verð 7.750 kr. Villibráðar- hlaðborð 16. október - 19. nóvember Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.