Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 28
2 föstudagur 7. nóvember núna ✽ með á nótunum þetta HELST Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@fretta- bladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsing- ar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstu- dagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Þ etta verður stærsta kynning á íslenskri menningu í Bretlandi í langan tíma,“ segir Charlie Strand ljósmyndari og höfundur bókarinnar Project: Iceland. Bókin kom út í sumar og er ljósmyndabók um frum- kvöðla í íslensku tónlistar- og menn- ingarlífi. Hinn 11. nóvember næstkom- andi ætlar hann að halda stórt útgáfu- partý í London. „Partýið verður haldið á skemmtistaðnum Punk í Soho, sem er meðal annars uppáhalds- skemmtistaður Kate Moss. Gusgus- plötusnúðurinn President Bongo sér um tónlistina og Ultra mega teknóbandið Stefán kemur fram. Arna Sigrún sýnir hönnun sína og fyrirsætur frá Esk- imo fljúga út fyrir sýning- una,“ segir Charlie um partý- ið sem fyrst og fremst er ætlað fjölmiðlum, en nú þegar hefur blaðamönnum frá Sunday Times og tímaritunum Dazed, Confused og i-D magazine verið boðið. Charlie segist hafa fengið jákvæð viðbrögð fjölmiðla í Bretlandi þrátt fyrir milliríkjadeilur Íslands og Bretlands í kjölfar bankahrunsins. „Blaðamennirn- ir sem ég hef talað við eru áhugasamir um viðburðinn og eru ekki að spyrja mig út í bankahrunið, enda eru þeir að skrifa um menningu svo þeir láta þetta ekki hafa áhrif á sig,“ bætir hann við, en segist hafa átt erfitt með að fá vinnu hérlendis frá því hann flutti til landsins fyrir tveimur og hálfu ári. „Þrátt fyrir útgáfu bókarinnar á ég mjög erfitt með að fá vinnu við ljósmyndun. Ég lít á sjálfan mig sem best geymda leyndarmál Ís- lands og vonast til að fólk sjái hvað í mér býr einn daginn,“ segir Charlie að lokum. - ag Ljósmyndarinn Charlie Strand: KYNNIR ÍSLENSKA MENNINGU Í LONDON Ljósmyndari kynnir Ísland í London Charlie heldur partý á klúbbnum Punk í London en staðurinn er meðal annars í uppáhaldi hjá fyrirsætunni Kate Moss. Fyrirsætur frá Eskimo munu sýna nýja hönnun Örnu Sigrúnar sem er nýútskrifuð úr Listaháskólanum. „Það var algjör tilviljun að stof- an var laus þegar ég flutti heim,“ segir Thelma Björk Jónsdóttir hönnuður sem opnar nýja vinnu- stofu í Garðastræti 2 á morgun. „Ég var með vinnustofu þarna ásamt fjórum hönnuðum árið 2005, áður en ég flutti til Parísar. Hún var svo laus þegar ég flutti heim svo ég ákvað að fara aftur á gamla staðinn, ein með mín höfuðföt,“ útskýrir Thelma sem mun selja eigin hönnun ásamt vel völdum fylgihlutum. „Það verða aðallega höfuð- föt og spangir frá mér, en ég ætla líka að vera með fylgihluti eftir aðra hönnuði eins og kraga eftir Áróru Eir og töskur eftir Hrafnhildi Guðrúnardótir. Einn- ig verða flottir hlutir fyrir herra- menn svo sem slaufur eftir Guð- jón Tryggvason og ermahnappar og bindisnæl ur eftir Ingu gull- smið. Við erum ekki með fatnað heldur fylgihluti, sem eru svo- lítið punkturinn yfir i-ið,“ bætir hún við. „Á morgun verður opnunar- veisla í vinnustofunni í Garða- stræti klukkan tvö. Það eru allir velkomnir, en þetta verður svona heimboð. Þar ég ætla að bjóða upp á heimabakaðar muffins, kaffi og kertaljós,“ segir Thelma að lokum. - ag Thelma Björk Jónsdóttir hönnuður: Opnar vinnustofu og búð Komin heim Thelma selur fylgihluti fyrir karla og konur á nýrri vinnustofu sinni í Garðastræti 2. SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Í kvöld er frumsýning á Vestrinu eina í Borgarleikhúsinu þar sem ég er aðstoðar- maður leikstjórans, Jóns Páls. Fyrri part laugardags verður örugglega smá vinna og flutningar og svo er undirbúningur barnaafmælis sem tekur allan sunnudaginn, þar sem dóttir mín varð þriggja ára í vikunni. Sunnudagurinn verður allsherjar fjölskyldudagur. Kærastarnir mæta og spila Verslunin Gyllti kötturinn í Austur- stræti fagnar þriggja ára afmæli á morgun. Opið verður frá 11-17 og verður 10-30 prósenta afsláttur af öllum vörum. Rúsínan í pylsuend- anum verður svo þegar strákarnir í hljómsveitinni Jeff Who? mæta á svæðið klukkan 15 og spila nokkur lög. Svo skemmtilega vill til að tvær af aðalsprautunum á bak við Gyllta köttinn, þær Ása Ottesen og Vikt- oría Hermannsdóttir, eiga kærasta í Jeff Who? Það verður því væntan- lega kósí og góð stemning þegar Elli, Baddi og félagar mæta í Kött- inn á morgun. Stjörnur í auglýsingu Fjöldi íslenskra tónlistar- manna mætti í tökur á sjón- varpsauglýsingu fyrir Rás 2 á dögunum. Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem tóku þátt voru Lay Low, Stuðmenn, Ný dönsk, Mannakorn, Buff og Dr. Spock. Þóttu listamennirn- ir mislengi að klára tökurnar. Eini hópurinn sem kláraði í einni töku, eins og Sinatra forðum, var Björgvin Halldórsson ásamt börn- um sínum, Svölu og Krumma. Þá tók hljómsveitin Ljótu hálfvitarn- ir sinn hluta upp allsnaktir, með hljóðfærin ein til að skýla sér. Við sendum ykkur hlýjar kveðjur. Þar sem persónuleg þjónusta og fagmennska eru í fyrirrúmi. Laugavegi 76 Vinnufatabúðin helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.