Fréttablaðið - 07.11.2008, Síða 4
4 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Aðventu-
ferð til
Berlínar
Í
A
F
í
t
o
n
/
S
Í
28. nóv.–1. des.
Upplifðu stemninguna
á þýskum jólamörkuðum!
Verð á mann í tvíbýli:
49.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
gisting í 3 nætur á 3* hóteli með morgunverði og
íslensk fararstjórn.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
19°
13°
12°
14°
11°
14°
14°
8°
11°
13°
23°
13°
18°
27°
2°
12°
20°
6°
6
5
5
6
6
7
7
8
7
7
3
6
4
4
5
5
5
5
8
4
4 5
6 6
77
Á MORGUN
Breytileg átt 3-8 m/s
SUNNUDAGUR
3-13 m/s, hvassast
NV- og SA-til
7
4 4
4
6
6
HELGARHORFUR
Hún verður nokkuð
kafl askipt helgin. Á
morgun verður hæg
austlæg átt með vætu
mjög víða, einkum
þó sunnan til og
vestan en einhverjir
dropar kunna að falla
austan til. Norðaustan
til verður þurrt að
mestu. Á sunnudag
snýst hann í norðaust-
læga átt með skúrum
eða slydduéljum
nyrðra en syðra léttir
smám saman til.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
ALÞINGI Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins,
sagðist á Alþingi í gær reiðubúinn
að flytja þingmál þess efnis að
ríkið kaupi þá fjölmiðla sem nú
eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar og selji aftur.
Guðni lýsti skömm sinni á
nýlegum viðskiptum með
fjölmiðlana fyrir milligöngu
ríkisbankans Landsbankans og
sagði að ef bankaráðið, sem
starfar tímabundið, hefði komið
að gjörningnum væri hann á
ábyrgð ríkisstjórnarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra kvaðst vita það
eitt að bankinn hefði ekki lánað
peninga til viðskiptanna. - bþs
Guðni Ágústsson:
Ríkið kaupi og
selji fjölmiðla
Jóns Ásgeirs
UMHVERFISMÁL „Við ættum frekar
að laga okkur að 21. öldinni en
þeirri nítjándu. Ísland getur byggt
færri, smærri
og grænni
virkjanir. Við
ættum að nota
fjármálakrepp-
una til að verða
algjörlega
sjálfbær,“ sagði
Björk Guð-
mundsdóttir í
ræðu sinni á
blaðamanna-
fundi CoolPlan et 2009 í húsakynn-
um Sameinuðu þjóðanna í Brussel í
gær.
Blaðamannafundurinn var
haldinn í tilefni ráðstefnu
umhverfissamtakanna Road to
Copenhagen. Björk var kynnt á
sviðið sem fyrsti almenni borgar-
inn sem gengur til liðs við samtök-
in. - kg
Björk Guðmundsdóttir:
Vill nýta fjár-
málakreppuna
BJÖRK
GUÐMUNDSDÓTTIR
STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs
hefur lagt fram frumvarp sem
kveður á um afnám laga um eftir-
laun forseta, ráðherra, alþingis-
manna og hæstaréttardómara. Þá
er í frumvarpinu gert ráð fyrir að
laun þessara stétta verði tuttugu
prósentum lægri til ársloka 2009.
„Þolinmæðin er á þrotum,“ segir
VG en flokkurinn hefur lengi kall-
að eftir breytingum á eftirlauna-
lögunum. Er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að hér eftir greiði áður-
nefndir hópar iðgjöld í A deild Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins,
eftir þeim reglum sem um sjóðinn
gilda.
VG leggur til að laun forseta,
ráðherra, alþingismanna og hæsta-
réttardómara umfram 450 þúsund
krónur á mánuði lækki um tuttugu
prósent og að sú ákvörðun standi
til loka árs 2009. Segir í athuga-
semd að þetta sé lagt fram til að
tryggja að viðkomandi aðilar deili,
að minnsta kosti að þessu marki,
kjörum með þjóðinni á erfiðum
tímum. Verði frumvarpið að lögum
myndu laun forseta lækka um 275
þúsund krónur á mánuði og nema
rúmlega einni og hálfri milljón.
Laun forsætisráðherra myndu
lækka um 128 þúsund og verða
960 þúsund, laun annarra ráðherra
lækka um 108 þúsund og verða
880 þúsund og þingfararkaup
myndi lækka um 22 þúsund krón-
ur og verða 540 þúsund krónur á
mánuði. - bþs
VG leggur fram frumvarp um afnám eftirlaunalaganna og lækkun launa:
Laun forseta lækki um 275 þúsund
FORYSTA VG Steingrímur, Katrín og
Ögmundur.
SAMFÉLAGSMÁL Ráðstefna um
vinnu Reykjavíkurborgar og
fleiri aðila með kólumbískum
flóttafjölskyldum sem komu til
Íslands haustið 2007 verður
haldin í Öskju í dag. Askja er
nýleg bygging Háskóla Íslands
við hliðina á Norræna húsinu.
Starfsmenn á Þjónustumiðstöð
Miðborgar og Hlíða hafa haldið
utan um daglega vinnu með
flóttamönnunum. Þeir munu
kynna vinnu sína þar ásamt
öðrum aðilum.
Ráðstefnan stendur yfir frá 13
til 16.15, er öllum opin og ókeypis.
- hhs
Vinna með flóttamönnum:
Reynslan rædd á
ráðstefnu í dag
HEILBRIGÐISMÁL Forvarnadagurinn
var haldinn meðal 9. bekkinga í
þriðja sinn í gær.
Í tilkynningu frá aðstandendum
dagsins segir að rannsóknir hafi
sýnt að samvera, þátttaka í
íþrótta- og tómstundastarfi og
seinkun þess að hefja áfengis-
neyslu séu bestu forvarnirnar
gegn fíkniefnum. Á þessum
þremur heilræðum byggir
dagskrá forvarnadagsins. Að
deginum standa ÍSÍ, UMFÍ,
Skátahreyfingin og Samband
íslenskra sveitarfélaga en
lyfjafyrirtækið Actavis styrkir
verkefnið. - ovd
Forvarnadagurinn:
Forsetinn heim-
sótti Húsaskóla
FRÁ HÚSASKÓLA Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, heimsótti Húsaskóla
í Grafarvogi á forvarnadaginn í gær.
MYND/SIGRÍÐUR KRISTÍN HRAFNKELSDÓTTIR
LÖGREGLUMÁL Fjórum mönnum
sem úrskurðaðir höfðu verið í
gæsluvarðhald vegna nauðgunar-
máls fyrr í vikunni, hefur verið
sleppt. Ekki þótti ástæða til að
halda þeim lengur inni eftir
yfirheyrslur. Rannsókn málsins
verður haldið áfram.
Sautján ára stúlka hafði kært
nauðgun til lögreglu snemma
morguns fyrr í vikunni. Hún lýsti
atburðarás og gaf upp númer á
bíl. Skömmu síðar fann lögregla
bílinn. Þrír menn voru handteknir
og sá fjórði skömmu síðar. Þeir
hafa borið að samræði hafi átt sér
stað, en með vilja stúlkunnar.
- jss
Nauðgunarmálið:
Öllum mönn-
unum sleppt
EFNAHAGSMÁL Pattstaða virðist
komin upp við afgreiðslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF) á
umsókn Íslands um neyðaraðstoð.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir sjóðinn bíða eftir því að vil-
yrði fyrir láni frá Norðurlöndun-
um liggi fyrir. Fulltrúi sænska
seðlabankans segir bankann hins
vegar bíða afgreiðslu IMF, fyrr
verði ekkert ákveðið um lán til
Íslands. Afgreiðslu stjórnar IMF
hefur verið frestað í tvígang.
„Ástæða frestunar sjóðsins er
sú að það er ekki búið að ljúka
þeirri viðbótarfjármögnun sem
við þurfum að klára. Þá erum við
fyrst og fremst að tala um fjár-
mögnun frá Norðurlöndunum,
sem getur annaðhvort verið í
formi lána eða gjaldeyrisskipta-
samninga. Þetta er ástæðan fyrir
því að þetta hefur dregist hjá
IMF,“ segir Geir.
Mathias Persson, hjá sænska
seðlabankanum, sagði við frétta-
veituna Dow Jones, að þar á bæ
biðu menn afgreiðslu stjórnar
IMF. Samþykki stjórnin umsókn
Íslendinga muni sænski seðla-
bankinn „kynna sér smáatriðin“
áður en ákvörðun verður tekin
um framhaldið.
Spurður hvort forsendur máls-
ins hafi ekki breyst, þar eð að
upphaflega hafi lánafyrirgreiðsla
frá Norðurlöndunum verið háð
því að lán frá IMF væri í hendi
segir Geir að IMF og íslensk
stjórnvöld hafi verið sammála um
að meira fé þyrfti að koma til en
sjóðurinn væri tilbúinn að lána.
„Það eru þessir sex milljarðar
dollara en 2,1 milljarður kemur
frá IMF. Það þurfa að vera fyrir-
heit til staðar, peningarnir þurfa
ekki að vera komnir í veskið, um
að við náum langleiðina upp í
þessa upphæð áður en IMF
gengur frá sínu máli.“
Forsætisráðherra segist ekki
vita til þess að lánafyrirgreiðsla
og önnur efnahagsaðstoð frá IMF
hafi verið dregin til baka eftir að
samkomulag á milli samninga-
nefndar og lands hefur verið sent
til afgreiðslu hjá stjórn IMF.
Hann hefur ekki áhyggjur af því
að stjórn IMF hafni beiðni Íslands
um aðstoð. „Ég treysti því að lánið
fáist og framkvæmdastjóri sjóðs-
ins, Dominique Strauss-Kahn,
sagði mér það í símtali í vikunni
að hann sæi engan meinbug á
þessu máli. Þá trúir maður því
þangað til annað kemur í ljós.“
Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASÍ, segir lánið frá
IMF lykilinn að öllu öðru í við-
reisn efnahagslífsins. „Fáist það
ekki verður sú djúpa niðursveifla
sem við horfum fram á, enn dýpri.
Þá erum við ekki að tala um eitt
prósent til eða frá í hagvexti eða
kaupmætti heldur margfalt
stærri tölur.“
svavar@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
Beðið eftir vilyrði
frá Norðurlöndunum
Forsætisráðherra segir stjórn IMF bíða eftir vilyrði Norðurlandanna fyrir láni.
Fyrr verði neyðaraðstoð ekki samþykkt. Sænski seðlabankinn segir ákvörðun
um norrænt lán ekki verða tekna fyrr en niðurstaða stjórnar IMF liggur fyrir.
Á FUNDI FORSÆTISRÁÐHERRA Geir H. Haarde sagðist ekki trúa því fyrr en hann tæki
á því að Icesave-reikningar hefðu áhrif á afgreiðslu neyðarláns frá IMF.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
GENGIÐ 06.11.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,8941
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,41 129,03
204,65 205,65
165,54 166,46
22,237 22,367
18,947 19,059
16,462 16,558
1,3143 1,3219
191,62 192,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR