Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 18
18 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 24 646 -0,16% Velta: 23 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA +10,00% ÖSSUR +0,34% MESTA LÆKKUN CENTURY AL. -7,44% BAKKAVÖR -2,86% MAREL -1,44% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atorka 0,55 +10,00% ... Bakkavör 4,42 -2,86% ... Eimskipafélagið 1,33 -0,75% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,30 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,40 -1,44% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 89,80 +0,34% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 223,37 +1,62 Heildarskuldir við íslenska bankakerfið í september voru hátt á fimmta þúsund milljarða, sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Þær skiptast svo í grófum dráttum milli heimila, fyrirtækja og eignarhalds- félaga: Allur atvinnurekstur 1.984 Eignarhaldsfélög 1.609 Heimili 1.030 Tölur eru í milljónum kr. SKIPTING SKULDANNA Seðlabankar á evrusvæðinu og í Bretlandi gripu til aðgerða í gær til að sporna við erfiðleikum í efnahagslífinu af völdum alþjóð- legu fjármálakreppunnar. Englands- banki lækkaði stýrivexti um 1,5 prósentu- stig en Evr- ópski seðla- bankinn um 0,5. Ákvörðun Evrópubank- ans var í lægri mörkum vænt- inga en niður- staða Englandsbanka yfir vænt- ingum. Seðlabankar í Evrópu utan evrusvæðisins gripu til svipaðra aðgerði í kjölfarið. Lengi hefur hins vegar þrýst á Englandsbanka að koma til móts við þrengingar í efnahagslífi en Bretar standa frammi fyrir 13,7 prósenta verðfalli á fasteigna- verði samhliða samdrætti í einka- neyslu. Tiltölulega stutt er síðan vís- bendingar komu fram um sam- drátt í hagkerfi evrusvæðisins þótt verulega hafi hægt á í Þýska- landi, umsvifamesta evrulandinu, upp á síðkastið. Verðbólga á evrusvæðinu stend- ur í 3,2 prósentum og nokkuð yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Hagfræðingar búast þó við að hratt dragi úr henni á næstu mán- uðum auk þess sem frekari stýri- vaxtalækkun sé í spilunum. - jab Allir lækka vextina JEAN-CLAUDE TRICHET STÝRIVEXTIR Í EVRÓPU* Land Vaxtastig Evrusvæðið 3,25% England 3,00% Sviss 2,00% Tékkland 2,75% Danmörk 5,00% * LÖND SEM BREYTTU STÝRIVÖXTUM Í GÆR „Það yrði svo skelfileg tilhugsun að ég vildi helst ekki hugsa það dæmi til enda,“ segir Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalahagfræðings Seðlabankans, um efnahagshorfur, færi svo að ekki kæmi aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Neikvæðari fráviksspá í Peningamálum Seðlabankans er miðuð við að töf verði á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fráviksspánni verri er meðal annars gert ráð fyrir að evran gæti farið vel yfir 180 krónur og haldist á bilinu um 170 og upp undir 180 fram yfir mitt ár 2011. Þá fari verðbólga upp undir 30 prósent í byrjun næsta árs, en lækki svo skarpt. Enn fremur að hagvöxtur verði neikvæður um og yfir 12 prósent um mitt næsta ár og atvinnuleysi verði meira og vari lengur en í grunnspánni. Þórarinn G. Pétursson segir að ekki hafi verið spáð miðað við að aðstoð Alþjóða- gjaldeyrisjóðsins fáist ekki. Færi svo, sé ljóst að þróun efnahagsmála yrði enn verri en gert sé ráð fyrir í fráviksdæminu. Verðbólga gæti orðið mun meiri, gengið lægra og samdráttur meiri. - ikh Fráviksspáin miðast við töf Seðlabankinn ætlar að beita stýrivöxtum og grípa inn í gengismarkað til að styðja við gengi krónunnar. Endur- mat gengis- og peningamála er fram undan. Mikilli verð- bólgu er spáð, atvinnuleysi og raunlækkun launa. „Verðbólgumarkmið Seðlabank- ans hefur beðið hnekki,“ segir í inngangsorðum Peningamála sem Seðlabankinn gaf út í gær. Bankinn segir að gengi krón- unnar fái tímabundið aukið vægi við ákvörðun vaxta. Þrátt fyrir það sé einhliða fastgengisstefna ekki á döfinni. Seðlabankinn segist munu beita stýrivöxtum og „tilfallandi inn- gripum“ á gjaldeyrismarkaði til að gengi krónunnar víki ekki mikið frá grunnspá bankans. „Þótt lítill viðskiptahalli muni styðja við gengi krónunnar til lengri tíma litið er ekki loku fyrir það skotið að töluverður þrýsting- ur myndist á hana í upphafi ef til dæmis eigendur verðbréfa í íslenskum krónum, sem að tölu- verðu leyti eru erlendir, leitast við að selja þau þegar skipulegur gjaldeyrismarkaður opnast á ný,“ segir í Peningamálum. Að óbreyttu verði verðbólgu- markmið grundvöllur peninga- málastefnunnar, þegar stöðugleiki næst í gengismálum. „Hins vegar er æskilegt að skjóta styrkari stoðum undir verðbólgumarkmið- ið um leið og endurmetið er hvaða fyrirkomulag gengis- og peninga- mála hentar til lengri tíma,“ segir í Peningamálum. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga vaxi enn og að ársverð- bólgan verði komin yfir 20 pró- sent í byrjun næsta árs. Hún mælist nú tæp sextán prósent. Bankinn gerir ráð fyrir að verð- bólgan fari niður fyrir fimm pró- sent í lok næsta árs. Framhaldið sé hins vegar óvíst og ráðist af gengisþróun krónunnar. Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að evran kosti um 154 krónur á seinustu þremur mánuð- um ársins. Gengið verði svo um 134 krónur á sama tíma að ári. Mikill samdráttur verði í efna- hagslífinu, einkum í einkaneyslu. Einnig dragist fjármunamyndun mikið saman, þrátt fyrir stórfram- kvæmdir í Helguvík og víðar. Landsframleiðsla dragist saman um rúmlega átta prósent á næsta ári og um tæp tvö prósent til við- bóta árið 2010. Þriggja prósenta hagvexti er spáð árið 2011. Þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að einn af hverjum tíu verði atvinnulaus í lok næsta árs. Seðlabankinn gerir enn fremur ráð fyrir að raunlaun lækki um tólf prósent á þessu ári og hinu næsta. Peningamál greina frá því að afgangur verði verulegur í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd og viðskiptahallinn hverfi nánast á næsta ári. Það taki hins vegar langan tíma að koma efnahagslíf- inu í fyrra horf. Hversu langan tíma það taki velti helst á því hversu langan tíma taki að ná genginu stöðugu. Seðlabankinn telur jafnframt að mikil óvissa sé um framvindu efnahagsmála, vegna fjármála- kreppunnar. ingimar@markadurinn.is Verðbólgumarkmið Seðla- bankans hefur beðið hnekki AÐALHAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS Arnór Sighvatsson ritstýrir Peningamálum. Þar segir að verðbólgumarkmiðið hafi beðið hnekki og áherslan verði á gengið á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRARINN G. PÉTURSSON FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) samþykkti í gær að veita stjórn- völdum í Úkra- ínu 16,4 millj- arða dala, jafnvirði 2.100 milljarða íslenskra króna, til næstu tveggja ára. Upphæðin verður nýtt til að takast á við áhrif alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar á efnahagslíf landsins. Láninu fylgja nokkur skilyrði um efnahagslegar umbætur með það fyrir augum að slá á verðbólgu, blása í dvínandi hagvöxt og auka útflutningstekjur, sem hafa dregist verulega saman vegna verðlækk- unar á stáli upp á síðkastið. - jab Úkraína með græna ljósið STRAUSS-KAHN Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 300 16 Blocks 21 Grams 25th Hour 40 Year Old Virgin 50 First Dates History of Violence Abandon After the Sunset Agent Cody Banks Aladin Konungur Þjófana Alex & Emma Alexander Alfie (2005) Alien AVP: Alien vs. Predator Alien Autopsy All the Kings Men American Dreamz American Gigolo American Pie: The Naked Mile American Splendor Amityville Horror Inconvenient Truthn Ant Bully Anything Else Apocalypto Are We There Yet Around the World in 80 Days (2005) Art School Confidential Assassination of Richard Nixon Attack Force Aviator Álfur (Elf ) Ávaxtakarfan Babel Bad Education Bad News Og svo miklu fleiri titlar. á m e ð a n b ir g ð ir e n d a st GILDIR Í SMÁRALIND, KRINGLUNNI, SKEIFUNNI OG GLERÁRTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.