Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 62
42 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. viðlag, 6. frá, 8. að, 9. slagbrandur, 11. þurrka út, 12. setis, 14. sýna elli- glöp, 16. verslun, 17. skjön, 18. eyrir, 20. grískur bókstafur, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. afturendi, 3. tveir eins, 4. skipafé- lag, 5. skáhalli, 7. viðriðinn, 10. svif, 13. angan, 15. heimsálfu, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. af, 8. til, 9. slá, 11. má, 12. sætis, 14. kalka, 16. bt, 17. mis, 18. aur, 20. pí, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. rass, 3. tt, 4. eimskip, 5. flá, 7. flæktur, 10. áta, 13. ilm, 15. asíu, 16. bak, 19. ra. „Ég mun lesa upp vinjettur fyrir utan veitinga- stað Frikka Weiss fyrir gesti og gangandi. Til þess að undirstrika þjóðernið verð ég klæddur í handprjónaða lopapeysu og það í fyrsta skipti í útlöndum,“ segir fagurkerinn og rithöfundurinn Ármann Reynisson. Hann mun dvelja í Kaup- mannahöfn frá 7. til 17. þessa mánaðar við kynningu á Vestnorrænu vinjettunum sínum. Ýmsar sögusagnir eru um að Íslendingar séu hreinlega atyrtir vegna þjóðernis síns í tengslum við bankahrunið. Ármann, reynslunn- ar smiður, ætlar hins vegar upp gegn ofeflinu. „Íslendingar eiga að vera stoltir að þjóðerni sínu þótt móti blási um hríð – ekki vera hræddir og villa á sér heimildir eins og mér skilst að margur landinn geri um þessar mundir. Betra er að fá kinnhest heldur en sigla undir fölsku flaggi. Hef þá trú að mér verði vel tekið.“ Ármann mun verða staddur á og við kaffihús Friðriks Weisshappel, Laundromat Café í Kaupmannahöfn, 11. þessa mánaðar og fá gestir notið nærveru hans á milli klukkan 12.00 og 12.45. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu sem Max Dager, stjórnanda Norræna hússins í Vatnsmýrinni, sem hefur nú verið send til allra helstu fjölmiðla á Norður- löndum. Fréttablaðið hefur þegar greint frá merkri útgáfu á verkum Ármanns Reynis- sonar þar sem hann varpar ljósi á vestnorræna menningu með útgáfu vinjetta sinna á fjórum tungumálum: dönsku, færeysku, grænlensku og íslensku. Nú er kominn tími til að fylgja verkinu eftir. Fréttatilkynning- in er forvitnileg en þar segir að Ármann, sem nam hagfræði við London School of Economics, hafi verið áberandi persóna í fjármála- lífi Íslands á 9. áratug síðustu aldar, en nánast á einni nóttu varð hann ofsóttur, dreginn fyrir rétt og fangelsaður. En hann sneri baki við lífi vellystinga, hóf að hugleiða, leita til náttúrunnar og fór að skrifa. Núna eru fyrrverandi félagar hans í fjármála- og viðskiptalífinu enn að hlaupa á veggi meðan Ármann gefur út sögur sínar − reynslunni ríkari. - jbg Ármann með pálmann í höndunum Leikstjórinn Grímur Hákonarson sem vann nýverið tvenn verðlaun á erlendum hátíðum fyrir stutt- myndina Bræðrabylta hefur enn ekki fengið greidd sigurlaunin. Nema þau tveimur þúsund evrum, eða rúmum 300 þúsund krónum, og kennir Grímur efnahags- ástandinu um. „Allar þessar greiðslur að utan hverfa. Þær berast ekkert á rétta staði,“ segir Grímur, sem býst þó við því að fá peninginn fljótlega, enda aðeins vika síðan hann vann síðustu verðlaunin. Um er að ræða kvikmyndahátíðir samkyn- hneigðra í Kaupmannahöfn og Barcelona. Einnig hefur Grímur átt í erfið- leikum með að fá borgað fyrir sölu sína á Bræðrabyltu víða erlendis. Myndin hefur farið á hátt í 140 kvikmyndahátíðir undanfarin misseri, auk þess sem fjölmargar sjónvarpsstöðvar hafa tekið hana til sýninga. Sjálfur segist Grímur hættur að ferðast út til að fylgja myndinni eftir og nú síðast hafnaði hann boði um að fara til Suður-Kóreu vegna efnahagskreppunnar. „Það átti að borga undir mig en ég treysti mér ekki alveg til að fara út af ástandinu.“ Grímur telur þó að kreppan geti leitt góða hluti af sér fyrir lista- menn. „Þá byrja menn að gera myndir út frá öðrum forsendum og öðrum viðmiðum. Á hverjum einasta degi eru viðfangsefni, sem eru frábær í bíómynd, að koma fram á sjónarsviðið í fjölmiðlum. Þetta er endalaust fyrir listamenn að vinna úr.“ Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Sumarlandið, er fyrirhuguð í framleiðslu á næsta ári. „Þetta er dæmisaga sem á dálítið við um þetta hugarfar sem var í gangi á Íslandi síðustu fimm árin, að taka skammtímagróðann fram yfir hin andlegu gildi,“ segir hann um söguþráðinn. - fb Fær sigurlaunin ekki greidd GRÍMUR HÁKONARSON Grímur hefur átt í erfiðleikum með að fá greitt fyrir stuttmynd sína, Bræðrabyltu. „Ég er rosalega hrifin af Ban- Thai. Þar er æðislega góður og frumlegur taílenskur matur. Ég fæ mér oft tígrisrækjur í hvítlauk og chili sem eru alveg geðveikar.“ Ásta Kristjánsdóttir í Eskimó. FRIÐRIK WEISSHAPPEL Ármann mun lesa upp úr nýrri vinjettubók sinni fyrir utan kaffihús Frið- riks 11. þessa mánaðar. ÁRMANN REYNISSON Mun fyrsta sinni klæðast íslenskri lopapeysu á erlendri grundu enda skammast hann sín ekki fyrir uppruna sinn. Tíminn líður og nú stendur fyrir dyrum afmælisfagnaður þeirrar sögufrægu búllu Kaffibarsins. Fimmtán ár eru frá því til barsins var stofnað og verður fagnaður- inn haldinn 4. desember og ætla plötusnúðarnir Gullfoss og Geysir, þeir Jóhann- es B. Bjarnason og Reynir Lyngdal, sem hafa verið virkir gestir staðarins frá upphafi, að leika tónlist fyrir þá sem mæta. Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Simma&Jóa-Jói, er einn þeirra sem sluppu við uppsögn í Landsbankanum. Hann hefur starfað um hríð í markaðs- deild bankans sem var skorin niður um helming í uppsögnum. Má reyndar velta fyrir sér hvort ríkisbanki þurfi á markaðsdeild að halda en á móti kemur að kannski þarf bankinn nú sem aldrei fyrr á jákvæðu umtali að halda. Og meira af Jóhannesi og félaga hans Sigmari Vilhjálmssyni. Þeir eru enn sem fyrr eftirsóttir veislustjórar auk þess að halda úti morgunþætti Bylgjunnar á laugardagsmorgnum við góðan orðstír. Þeir leggja, öfugt við ýmsa útvarpsmenn, mikla vinnu í þáttagerðina og eru nú búnir að grafa upp að Bjarni Ármannsson athafnamaður keppti nýverið í maraþonhlaupi í Amsterdam. Sem kannski er ekki í frásögur færandi því Bjarni er þekktur fyrir skokk- hneigð sína nema í hlaupinu var Bjarni skráður sem Norðmaður og ætla þeir félagar að freista þess að ná tali af Bjarna og spyrja hverju sæti. Á dv.is mátti reyndar sjá í gær að blaðamenn þar voru komnir á sömu slóð en þar kemur fram að Bjarni kláraði maraþonið á þremur klukkustundum og átján mínútum og varð númer 731 af um sex þúsund keppendum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Manúela Ósk Harðardóttir og eiginmaður hennar, knattspyrnu- kappinn Grétar Rafn Steinsson, hafa tekið höndum saman við Star- bucks-kaffihúsakeðjuna í Bolton. Þau ætla að leggja sitt á vogar- skálarnar til þess að börnin í borg- inni fái bækur til að lesa. Hefur Manúela verið útnefnd sérstakur sendiherra þessa verkefnis. Haft er eftir verslunarstjóra Starbucks, Jane Delvard, í The Bolton News að stuðningur íslensku hjónanna eigi eftir að gera mikið fyrir verk- efnið. Manúela sagðist í samtali við Fréttablaðið vera ákaflega spennt fyrir því að leggja þessu góða mál- efni lið. „Nýverið var dagur bók- arinnar hérna í Bolton. Og þá áttu börnin að koma með uppáhalds- bókina sína í skólann. Hins vegar var ástandið á sumum heimilum svo slæmt að mörg hver mættu bara með vörulista,“ segir Manú- ela sem fannst þetta heldur sorg- leg staðreynd. Hún var því meira en lítið fús til að leggja sitt af mörkum til að safna bókum handa börnununum og gera þær aðgengi- legar í skólabókasöfnum borgar- innar. Takmarkið er, samkvæmt The Bolton News, þúsund barna- bækur og lögðu Manúela og Grét- ar sitt af mörkum. Gáfu sjálf hundrað bækur til verkefnisins. Manúela segist reyndar hafa tekið þessu fegins hendi og var bara glöð yfir því að fá eitthvað að gera. Hún áréttar reyndar að þetta sé þó ekki fullt starf heldur sé sendiherratitillinn meira að nafn- inu til. „Við Grétar urðum bara ásátt um að taka þátt í svona hlut- um hérna úti í Bolton, alveg eins og við myndum gera heima,“ útskýrir Manúela en til að kynna verkefnið enn frekar munu þau hjónakornin kveikja á jólaljósum í aðalverslunarkjarna Bolton. Síðan munu bókakassar liggja fyrir í verslun Starbucks þar sem fólk getur komið með barnabækurnar sínar og gefið verkefninu. freyrgigja@frettabladid.is MANÚELA ÓSK: SENDIHERRA BÓKALESTURS Í BOLTON Manúela Ósk og Grétar Rafn gefa hundrað bækur GÁFU HUNDRAÐ BÆKUR Manúela og Grétar Rafn ásamt verslunarstjóra Starbucks, Jane Delvard, og þeim Callum Armstrong og Oliviu Ramsd. MYND/THEBOLTONNEWS.CO.UK w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Árni Þór Sigurðsson 2 Kjartan Ólafsson 3 Úlfar Þormóðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.