Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 6
6 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Ertu ánægð/ánægður með nýj- an forseta Bandaríkjanna? Já 93,8% Nei 6,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Velur þú íslenskar vörur fram yfir erlendar? Segðu skoðun þína á visir.is Verðbólgan æðir áfram. Allt hækkar með ógnarhraða nema kaupið manns. Ótal dæmi um hækkanir snúa að leikfangaverslunum Toys ‘R‘ us. „Sex ára dóttir mín hefur lengi látið sig dreyma um Baby born rólu sem hún hefur oft séð í versluninni,“ skrifar Sigurlaug Ásta Grétarsdóttir. „Í vor kostaði rólan 2.700 kr. og í ágúst var hún komin upp í 3.200 kr. Þegar barninu áskotnaðist peningur í afmælisgjöf átti loks að kaupa róluna. Laugardaginn 25. okt. var rólan komin í 6.500 kr! Búin að hækka um rúmlega 100% á tveimur mánuðum! Og ekki nóg með það, þegar við vorum í sömu verslun á Akureyri viku síðar var rólan komin upp í 9.999 kr! Er þetta eðlileg verðhækkun?“ Sonja hefur svipaða sögu að segja: „Á fimmtudaginn sáum við dóttir mín jóla- dagatal frá Playmo á 2.490 kr. Við fórum heim og hugsuðum málið og ákváðum svo að skella okkur á tvö eintök. Þegar við komum á sunnudegi og ætlum að kaupa þau kostaði stykkið 3.790 kr! Ég spurði afgreiðslumann hverju þetta sætti og hann svaraði að það væri verið að hækka öll verð í búðinni.“ Ekki náðist í ábyrgðarmann Toys R us á Íslandi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þar sem allar vörur í búðinni eru innfluttar hefur lækkun íslensku krónunnar líklega mest áhrif á verðhækkanirnar. Evran er nú á ríflega 160 krónur en var í byrjun sumars á 120 kr. Neytendur: Kvartað yfir Toys ‘R‘ Us Hvað er eðlileg verðhækkun? ÖLL VERÐ AÐ HÆKKA Frá Toys ‘R‘ Us. Fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri lagði hald á 18 grömm af kannabisefnum og 13 grömm af amfetamíni á miðviku- dagskvöld. Efnin fundust við húsleit í tveimur íbúðum og voru þrír karl- menn á þrítugsaldri handteknir. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Ókeypis í sund í Árborg Börn og ungmenni að 18 ára aldri fá ókeypis í sund í Sundhöll Selfoss og sundlaugina á Stokkseyri frá og með 1. janúar. ÁRBORG Stal fartölvu og bókum Lögreglan handtók karlmann á sextugsaldri á þriðjudagsmorguninn þar sem hann hafði brotist inn í hús á Vesturgötunni. Maðurinn hafði meðal annars ætlað að stela fartölvu og bókum en húsráðandi vaknaði og gerði lögreglu viðvart. LÖGREGLUFRÉTTIR UNGVERJALAND Áþreifanlegustu afleiðingar þess að Ungverjar þiggi neyðarlán frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og ESB eru að fjárlög næsta árs hafa verið skorin niður. „Ríkisstjórnin lagði fjárlagafrumvarpið fyrst fram fyrir tveimur mánuðum og svo aftur með verulegum niðurskurði fyrir hálfum mánuði. Nú hefur það verið lagt fram í þriðja sinn með enn róttækari niðurskurði, og hann er greinilega að rekja til skilyrða IMF,“ segir Robert Hodgson, blaðamaður á Budapest Times. Hodgson segir annars lítið vitað um IMF-skilyrðin. - aa Ungverjaland og IMF-lán: Mikill niður- skurður fjárlaga Skýrsluflutningi frestað Skýrslu utanríkisráðherra um utanrík- ismál sem samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að vera í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Helgast það jafnt af önnum vegna annarra verkefna og heilsufari utanríkisráð- herra. ALÞINGI EFNAHAGSMÁL Eðlilegt hefði verið að nákvæm athugun og umfjöllun á Alþingi hefði farið fram áður en upphæð sem þessi var reidd fram af nýju ríkisbönkunum og notuð til að kaupa út skuldabréf fyrirtækja og fjármálastofnana sem voru í peningamarkaðssjóðnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Þetta segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, um ákvörð- un nýju ríkisbankanna um að verja 200 milljörðum í að geta greitt til baka úr peningamarkaðssjóðum. Til samanburðar má nefna að Norðmenn hafa fallist á að veita Íslendingum um það bil 80 millj- arða lán. Ekki náðist í Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra í gær, en aðstoðarmaður hans Jón Þór Sturluson sagðist ekki vita annað en eðlilega væri staðið að þessum greiðslum. Hann sagðist efins um heimildir Morgunblaðsins sem herma að verðbréfin sem sjóðirnir keyptu fyrir 200 milljarðana séu annað- hvort verðlaus eða verðlítil, en útgefendur fyrirtækjabréfana munu meðal annars vera Stoðir og Exista. Í fréttinni segir ennfrem- ur að ógjörningur hafi verið að fá sambærilegt verð fyrir þessi bréf ef kaupandi væri annar en bankar í eigu ríkisins. Jón Þór benti á að óháðir aðilar, KPMG, auk bankanna sjálfra, hefðu metið bréfin þessu verði. Þá taldi hann að líkur væru á að aðrir sjóðir sem eru að reyna að ná sam- bærilegum viðskiptum og ríkis- bankarnir, væru að reyna að kasta rýrð á þessi viðskipti. Steingrímur J. segir að ef ríkið hafi viljað fara í aðgerðir sem þessar hefði þurft að gæta jafn- ræðis gagnvart þeim sem eiga fé í minni sjóðum. Jón Þór segir ekki útilokað að það verði gerðir svip- aðir samningar við þá sjóði. Í grunnspá Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í Peningamálum í gær sagði meðal annars: „Endur- fjármögnun fjármálakerfisins mun einnig kosta ríkissjóð umtals- vert fé, sem að lokum mun falla á heimili og fyrirtæki í landinu í fomi hærri skatta, hærri vaxta og aðhalds í útgjöldum.“ -kdk Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra um skuldabréfakaup ríkisbankanna fyrir um 200 milljarða: Telur kaup á peningabréfum ekki óeðlileg STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON JÓN ÞÓR STURLUSON. VIÐSKIPTI Starfsmenn Nýja Kaup- þings óskuðu eftir því við stjórn- arformann og varaformann bank- ans þann 22. október síðastliðinn að stjórn bankans drægi til baka ákvörðun sína frá 25. september síðastliðnum, en þá var persónu- leg ábyrgð starfsmanna á lánum þeirra til hlutafjárkaupa alfarið felld niður. Í þessari tillögu felst hins vegar að bankinn semji við starfsmenn Nýja og gamla Kaup- þings um greiðslur á lánum þeirra vegna slíkra kaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, sendi frá sér í gær. Þar segir enn fremur að starfs- menn hafi talið nauðsynlegt að leggja fram þessar tillögur vegna breytinga sem orðið höfðu á for- sendum ákvörðunar stjórnar gamla Kaupþings frá 25. septem- ber eftir að ríkisvaldið yfirtók starfsemi bankans. Fjármálaráðuneytinu hefur verið greint frá þessu og eins Fjár- málaeftirliti, en þó með óformleg- um hætti. Þó að horfið verði frá ákvörðun- inni um að fella niður persónulega ábyrgð starfsmanna segir Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings og hæstaréttarlögmaður, ekki þar með sagt að hún hafi verið óeðli- leg á þeim tíma sem hún var tekin. „Upphaf þessa máls má rekja til samþykktar aðalfundar árið 2004,“ segir hann. „Þá samþykkti aðal- fundur að veita starfsmönnum kaup- og sölurétt sem gæti numið allt að 9 prósent að heildarhlutafé félagsins. Tilgangurinn með útgáfu sölu- réttarins var sá að með því móti var starfsmaðurinn tryggður fyrir því að það myndi reyna á persónu- lega ábyrgð hans, vegna þess að hann hafði alltaf rétt til þess að selja bréfin á fyrirfram ákveðnu verði sem nam skuldafjárhæðinni. Síðan gerðist það árið 2005 að stjórn bankans óskaði eftir því við starfsmenn að þeir féllu frá þessum sölurétti af ákveðnum ástæðum er varða útreikninga á eiginfé bankans. Það var ekki ósk starfsmannanna heldur ósk bank- ans sjálfs. Starfsmennirnir ákváðu að falla frá þessum sölu- rétti gegn því að ábyrgð þeirra væri takmörkuð eins og mögu- legt væri. Ástæðan var sú að þeir höfðu á þessum tíma ekki mögu- leika á því að stofna félög utan um hlutafjáreignina. Það varð því að fara einhverjar aðrar leið- ir til að takmarka ábyrgðina. Í ljósi þessa voru ákvarðanirnar 2005 og í september 2008 í fullu samræmi við ákvörðun hluthafa- fundarins 2004 sem gerir ekki ráð fyrir persónulegri ábyrgð starfsmanna.“ jse@frettabladid.is Starfsmenn vilja semja um lánin Tillögur starfsmanna Kaupþings gera ráð fyrir því að þeir og starfsmenn gamla Kaupþings semji um greiðslur á lánum til hlutafjárkaupa. Lögmaður gamla Kaupþings segir þó ekkert óeðlilegt við ákvörðunina frá því 25. september. KAUPÞING Starfsmenn Kaupþings hafa óskað eftir því við stjórn bankans að þeir semji um lán til hlutafjárkaupa. HVER VAR STAÐAN Á EIGN ÞINNI ÞEGAR KAUPÞING FÓR Í ÞROT OG HVERNIG FJÁRMAGN- AÐIR ÞÚ KAUPIN? „Ég hef ekki hug á því að ræða per- sónuleg fjármál mín eða annarra í fjölmiðlum, en get þó skýrt frá því að ég tók ekki við yfirlýsingu um niður- fellingu skulda í september síðastliðn- um. - Helgi Sigurðsson, lögmaður gamla Kaupþings KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.