Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 57
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2008
Breski harðjaxlinn Jason Statham
hefur samþykkt að leika í næstu
mynd Sylvester Stallone, The
Expendables. Stallone mun leika
aðalhlutverkið í myndinni,
leikstýra henni og skrifa handrit-
ið. Líklega mun slagsmálahundur-
inn Jet Li einnig leika í myndinni.
Fjallar hún um þrjá málaliða
sem ferðast til Suður-Ameríku til
að frelsa þjóð frá miskunnarlaus-
um einræðisherra. Tökur fara
fram á Kosta Ríka og í Louisiana í
febrúar. The Expandables er hluti
af tveggja mynda samningi sem
Stallone gerði við fyrirtækið Nu
Image/Millenium. Talið er að
síðari myndin fjalli um enn eitt
ævintýri Johns Rambo.
Statham í lið
með Stallone
JASON STATHAM Statham fer með hlut-
verk í næstu mynd Sylvesters Stallone,
The Expendables. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Kim Cattrall úr Sex and the City-
þáttunum segir að til standi að
kvikmynda framhald samnefndr-
ar myndar á næsta ári. Bætti hún
því við að erfitt væri að ná öllum
leikurunum saman fyrir verkefn-
ið vegna þess að þeir væru svo
uppteknir. „Við ætlum að búa til
framhaldið næsta sumar,“ sagði
hún.
Kvikmyndin Sex and the City
með Söruh Jessicu Parker í
aðalhlutverki náði miklum
vinsældum víða um heim fyrr á
þessu ári. Fjallaði hún, rétt eins
og þættirnir, um blaðakonuna
Carrie Bradshaw og vinkonur
hennar, Samantha, Miranda og
Charlotte.
Framhald
næsta sumar
SEX AND THE CITY Vinkonurnar í Sex and
the City. Cattrall er önnur frá vinstri.
1000 KR Eittþúsund króna Gildir til 23. nóv 2008inneign á alla tungumáladiska Gefðu tungumál í jólagjöf!
Danska
Enska
Franska
Ítalska
Norska
Portúgalska
Rússneska
Spænska
Þýska
Afríkanska
Albanska
Arabíska
Búlgarska
Eistneska
Finnska
Gríska
Hebreska
Hindí
Hollenska
Írska
Íslenska
Japanska
Kínverska
Króatíska
Latína
Lettneska
Litháenska
Maltverska
Pólska
Rúmenska
Serbneska
Slóvenska
Tælenska
Tékkneska
Tyrkneska
Ungverska
Úkraínska
Zulu
Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170