Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 50
30 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld verður leikritið Vestrið eina eftir írska leikskáldið Martin McDon- agh frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Er það fimmta verk leikskálds- ins sem sýnt er á íslensku leiksviði. Verk írska leikskáldsins Martins McDonagh hafa átt upp á pall- borðið hjá íslensku leikhúsfólki en fjögur leikverka hans hafa þegar verið sýnd í íslenskum atvinnuleikhúsum; Fegurðar- drottningin frá Línakri í Borgar- leikhúsinu, Halti Billi og Kodda- maðurinn sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu og Svartur köttur sem sýndur var hjá Leikfélagi Akureyrar. Hefur ekkert írskt leikskáld átt svo greiðan aðgang að hjörtum íslenskra leikhús- stjóra. í Vestrinu eina segir af bræðr- unum Coleman og Valene sem eru langt frá því að vera fyrirmyndar- borgarar. Þrátt fyrir að vera komn- ir vel á fullorðinsaldur slást þeir stöðugt, drekka ótæpilega og lát föður þeirra virðist ekki snerta þá hið minnsta. Þegar sóknarprestur- inn gerir örvæntingarfulla lokatil- raun til þess að koma þeim til manns lítur þó út fyrir að eitthvað rofi til. Bleksvartur húmor og drepfyndin samtöl einkenna þetta alvöru gamanverk. Þröstur Leó Gunnarsson og Björn Thors leika þá bræður sem í kjölfar mikilla sviptinga, ákveða að reyna að lifa í sátt, iðrast og fyrirgefa hvor öðrum áralangar illdeilur og hatur. En leiðin til aukins þroska er erfið. Það er Jón Páll Eyjólfsson sem leikstýrir, en hann er annar tveggja fastráðinna leikstjóra í Borgar- leikhúsinu. Á Nýja sviði Borgar- leikhússins er stefnan að sviðsetja afgerandi leikverk „sem eiga að snerta, ögra og hrífa“ eins og segir í tilkynningu frá Leikfélagi Reykja- víkur. Önnur hlutverk eru í hönd- um Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar. Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga, Hallur Ingólfsson semur tónlist og lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Vestrið eina er sýnt með tilstyrk Ölgerðarinnar. Sýningar munu standa fram í desember, enda hefur Borgarleikhúsið tekið upp nýtt snarpara sýningarfyrirkomu- lag sem er þannig að hvert verk er sýnt í skemmri tíma en áður en mun þéttar á tímabilinu. Þegar erum komnar í sölu fimmtán sýn- ingarkvöld og hafa kortagestir aðgang að fimm þeirra en LR legg- ur áherslu á að áhugasamir komi sér sem fyrst því sýningum lýkur í desember. Það er hluti af mark- aðssetningu hins nýja leikhús- stjóra hússins sem hefur fylgt í kjölfar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra um snarpari keyrslu verka á sýningarskrá, en Magnús Geir fékk í vikunni viður- kenningu sem markaðsmaður árs- ins fyrir starf sitt hjá LA og LR. pbb@frettabladid.is Bræður munu berjast LEIKLIST Björn Thors, Bergur Þór og Þröstur Leó í hlutverkum sínum í nýlegu verki Martins McDonagh í Borgarleikhúsinu. MYND GRÍMUR /LR kl. 12 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, heldur fyrirlestur á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, í Sólborg við Norðurslóð, kl. 12 í dag. Í fyrirlestri sínum fjallar Tryggvi um starfsemina á skrifstofu umboðsmanns og hvernig embættið sinnir hlutverki sínu. Tryggvi mun jafnframt víkja að breyttri stöðu embættisins í kjölfar þess umróts sem orðið hefur í þjóðfélaginu síðustu vikur. Ný tónleikasyrpa í tónleikaröðinni 15:15 hefst í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15, eins og lög gera ráð fyrir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Leitað til fortíðar, enda eiga verkin sem flutt verða það sameiginlegt að byggja á þjóð- dönsum, þjóðlögum, fornum sögum eða ljóðum. Flytjendur á tónleikunum eru þau Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona, Eydís Franzdótt- ir óbóleikari, Ármann Helgason klarinettleikari og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari. Tónleikarnir hefjast á tveimur verkum eftir franska tónskáldið Henri Tomasi, Concert Champetre fyrir blásara tríó og Sonaina attque fyrir einleiks klarinett. Því næst taka við undurfalleg lög fyrir einsöngsrödd og óbó eftir enska tónskáldið Vaughan Williams, en lögin voru samin við tíu ljóð eftir skáldið William Blake. Þar á eftir verður flutt verk Benjamins Britten fyrir einleiksóbó, Six Metamorphoses after Ovid. Tón- leikunum lýkur svo á tveimur verkum eftir Gordon Jakob, þrem- ur sönglögum fyrir sópran og klarinett og tríói fyrir blásara. Verkin eru bæði eins og flest verk Gordons Jakobs; á glaðlegum nótum með þjóðlegu ívafi. - vþ Leitað til fortíðar LEITA TIL FORTÍÐAR Á SUNNUDAG Tón- listarmennirnir sem koma fram á 15.15 tónleikum í Norræna húsinu. Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 9/11 Sýningum að ljúka Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 9/11, örfá sæti laus Sýningum að ljúka Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað fim. 6/11, fös 7/11 uppselt www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sá ljóti Marius von Mayenburg Fimm sýningar á Smíðaverkstæðinu í nóvember Örfá sæti laus Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum. , JVJ DV Aðeins fjórar sýningar eftir Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 8/11, uppselt, síðasta sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.