Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2008 33 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 7. nóvember 2008 ➜ Tónleikar 21.00 Guitar Islancio leikur nýtt efni á afmælistónleikum í Salnum en tríóið á 10 ára afmæli. Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogi. 21.00 Vodkasongs Valur Gunnarsson leikur efni af nýút- kominni plötu á tónleikum í tilefni af 91 árs afmæli rúss- nesku byltingarinnar. Einnig kemur fram Ingó frá Indi- gó. Café Cultura, Alþjóða- húsi, Laugarvegi 37. 22.00 Hvanndalsbræður verða með órafmagnaða tónleika á Græna hattin- um. Færeyskt og rússneskt þema verður allsráðandi og þriðji hver Færeyingur og Rússi fá frítt inn. Húsið opnar kl. 21. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Umboðsmaður Alþingis - 20 ár að baki Tryggi Gunnarsson flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, L201, Sólborg V/Norðurslóð. ➜ Sýningar Systurnar Sigrún og Ólöf Einarsdætur sýna gler- og textílverk í anddyri Salar- ins, Hamraborg 6, Kópavogi. ➜ Safnahelgi Safnahelgi á Suðurlandi 7.-9. nóv. Söfn um allt Suðurland og í Vestmanna- eyjum bjóða upp á fjölbreytta menning- ardagskrá um helgina. Dagskrá og frek- ari upplýsingar www.sofnasudurlandi.is. ➜ Listahátíð Unglist Listahátíð ungs fólks stendur yfir 7.-11. nóv. Ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á www.unglist.is. ➜ Myndlist Hátíð trjánna - list í þágu barna Hjá Sævari Karli í Bankastræti stendur yfir sýning á verkum ellefu listamanna sem seld verða á uppboði til styrktar Barna- heillum á Íslandi. Nánari upplýsingar á www.myndlist.is. Orð Guðs Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á verkum eftir sex listamenn sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Opið alla daga nema mán. kl. 12- 17. Listasafnið á Akureyri, Kaupvangs- stræti 12. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óper- unni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir. Fyrra kvöldið er sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 20, en þá flytur Hlöðver Sigurðsson tenór sem nýlega hefur lokið söngnámi, Malarastúlkuna fögru, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Malarastúlkan fagra er söngljóðaflokkur eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller og er einn sá þekktasti sem saminn hefur verið. Verk- ið er skrifað fyrir háa söngrödd og píanó, og er oftast flutt af karlmanni, þar sem í textanum segir frá ungum manni og óendurgoldinni ást hans á ungri stúlku. Þáttur píanósins í verkinu er afar stór og því gegnir píanóleikarinn veiga- miklu hlutverki á tónleikunum. Müller gaf ljóðin út árið 1820 og þremur árum síðar samdi Schu- bert tónlist við þau, 26 ára að aldri. Hann notaði alls 20 kvæði úr ljóðaflokknum í verk sitt, sem talið er meðal hans lykilverka. Síðar samdi Schu- bert annan söngljóðaflokk við ljóð Müllers, Vetrarferðina, sem verður flutt í Íslensku óper- unni síðar í mánuðinum. Hlöðver og Antonía gáfu út geisladisk með Malarastúlkunni fögru árið 2005, þar sem text- inn var fluttur á íslensku í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Á tónleikunum nú verður textinn hins vegar fluttur á þýsku eins og venja er til, en íslenska textanum verður varpað upp á tjald á sviðinu á tónleikunum. Enn fremur verða sýndar þar landslagsljósmyndir úr smiðju sr. Braga J. Ingibergssonar. Bálkurinn er viður- kenndur sem einn fegursti lagaflokkur sem sam- inn hefur verið og er í miklum metum hjá aðdá- endum tónskáldsins sem nú fá fágætt tækifæri til endurfunda við listaverkið. - pbb Malarastúlkan fagra TÓNLEIKAR Hlöðver Sigurðsson syngur bálkinn til malarastúlkunnar í Gamla bíói á sunnudag. Vegna mikillar aðsóknar verður Augnasinfónía, sýning Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum, framlengd til 4. janúar næstkom- andi. Um fimmtán þúsund gestir hafa nú séð sýninguna og fer aðsókn síst dvínandi. Bragi hefur sjálfur reglulega tekið þátt í leiðsögn um sýninguna og mun næst gera það á sunnudag kl. 15. Í fylgd með Braga um sýninguna fer náin samstarfskona hans, Sigurlaug Ragnarsdóttir, og munu þau ræða um einstök verk og feril Braga. Sýningin spannar sextíu ár í lífi Braga Ásgeirssonar en sýningarstjórinn Þóroddur Bjarnason hefur kosið að skipta henni upp í fjögur tímabil sem greinast fremur á milli miðla en umfjöllunarefna. Bragi hefur helgað myndlistinni líf sitt, ekki einungis sem listamaður heldur einnig í stoðgreinum listanna svo sem kennslu, greinaskrifum og listrýni, en auk þess var hann á tímabili mikilvirkur í félagsstarfi myndlistarmanna. - vþ Sýning Braga framlengd SJÁLFSMYND Sýning á verkum Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum hefur notið mikilla vinsælda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.