Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2008 11 „Það var gott að hitta fjöl- skylduna mína aftur,“ segir Rachid sem er nýkom- inn heim úr fjögurra vikna ferð til Marokkó. „Ég hafði ekki farið út í tvö ár og það var því kominn tími til að hitta fólkið mitt. Ég gisti hjá ættingjum mínum og átti góðar stundir með þeim og gömlum vinum mínum. Mér sýndist ýmislegt breytt. Það er til dæmis búið að byggja meira af hótelum og borgin er á margan hátt snyrtilegri. Svo hafði ég ekki hitt litla systurdóttur mína í þessi tvö ár og hún sýndi mér mikinn áhuga. En ég saknaði Íslands mikið, konunnar minnar hér og vinanna. Ég held að efnahags- kreppan kenni okkur að hugsa meira um í hvað við eyðum peningunum. Peningar eru ekki allt og við ættum að reyna að vera jákvæð.“ Rachid Benguella Kominn heim frá Marokkó VIKA 39 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Ég er virkilega ánægð með úrslit kosning- anna í Banda- ríkjunum. Ég á marga vini sem búa í Bandaríkjun- um svo ég fylgdist náið með því sem fram fór. Fólk býst við miklu af Barak Obama en auðvitað tekst honum ekki að hrinda öllu í fram- kvæmd á fyrstu dögunum svo ég vona að fólk sé raunsætt.“ „Helginni eyddi ég svo í að taka til hjá mér og flokka dót sem ég fór með í Sorpu. Mér finnst Blað- berar Fréttablaðsins stórsniðugir þar sem þeir auka líkurnar á að fólk endurvinni pappír. Þegar ég bjó í Noregi tók ég eftir að það eru eins konar mini-Sorpur í hverju hverfi. Það myndi auðvelda mér endurvinnslu. Sérstaklega núna þar sem ég þarf að selja bílinn minn og því verður erfiðara að drösla dósum, pappír og fleiru til endurvinnslunnar.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Ánægð með sigur Obama Suðurlands Menningarráð Fjölbreytt menningardagskrá í boði fyrir alla landsmenn • Sýningar • Tónleikar • Fyrirlestrar • Upplestrar og leiðsagnir • Heitt súkkulaði • Fýlaveisla • Villibráð • Ástarpungar • Sunnlenskt grænmeti • Saltkjöt og baunir Safnahelgi á Suðurlandi 7. – 9. nóvember 2008 - Matur og menning úr héraði - Sjá alla dagskrána á www.sofnasudurlandi.is IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Safnaklasi Suðurlands - Matarkista Suðurlands P re nt m et S uð ur la nd s FÓLK „Þetta var fyrst og fremst gert í gríni, en auðvitað er þetta líka ádeila á valdhafana og alla þessa bankaelítu,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir í Hafnar- firðinum. Ásta birti smáauglýs- ingu í Fréttablaðinu í gær með yfirskriftinni „Óskað eftir niður- fellingu skulda“. Í auglýsingunni segist Ásta vera á höttunum eftir bankastarfs- manni sem er fær í tæknilegum mistökum og getur fellt niður óhagstæðar og íþyngjandi skuldir. Henni finnist óþægilegt að taka ábyrgð á eigin skuldum og vilji losna við þær. Í boði sé hæfilegt magn af íslenskum krónum og SodaStream tæki ásamt innrömm- uðum hluthafaskírteinum í FL- Group og Kaupþingi. Að sögn Ástu voru viðbrögðin við auglýsingunni mjög góð. „Það hafa margir hringt og hlegið að þessu með mér og það er frábært.“ Spurð hvort bankastarfsmaðurinn sem hún lýsti eftir hafi haft sam- band segir Ásta svo ekki vera. „En það hringdi einn sem sagðist vinna hjá Landsbankanum. Hann sagðist þó ekki geta hjálpað mér þar sem ynni ekki hjá Kaupþingi,“ segir Ásta og hlær við. Ásta segist ekki enn hafa ákveð- ið hvort von sé á fleiri smáauglýs- ingum í þessum dúr á næstunni. „Núna er komin mikil pressa á mig. Það er spurning hvort ég geti staðið undir væntingunum.“ - kg Óskaði eftir bankastarsfsmanni til að aðstoða við niðurfellingu skulda: Ádeila í smáauglýsingunum GÓÐ VIÐBRÖGÐ Ásta bauð meðal annars SodaStream tæki fyrir aðstoð bankastarfsmanns. FERÐAÞJÓNUSTA Ætla má að einn af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum sem dvaldi í Reykjavík á tímabilinu frá júní til ágúst í sumar hafi farið í dags- ferð frá Reykjavík og þeir sem það gerðu voru afar ánægðir með ferðina. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Rögnvaldur Guðmundsson, hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, gerði. Gáfu þeir fyrirtækjunum sem annast þessar ferðir meðal- einkunnina 8,3 af 10 mögulegum. Iceland Excursions fékk 8,6 í meðaleinkunn, Reykjavík Excursions 8,1 og önnur fyrirtæki fengu 8,0. - jse Viðhorf erlendra ferðamanna: Koma ánægðir úr dagsferðum Í dag gefst íbúum á höfuðborg- arsvæðinu tækifæri til að kynnast lithá- ískri tónlist en Algirdas fær í þáttinn til sín litháísku hljómsveitina Amberlife. „Ég sá þá þegar þeir voru að spila á sam- komu í Norræna húsinu svo ég fékk þá bara í þáttinn til mín þar sem þeir munu spila „læf“,“ segir hann. Þátturinn er á Nýbúaútvarp- inu sem einnig hefur verið kallað Halló Hafnafjörður á fm 97,2 og hefst klukkan sex í dag. En Algirdas fer ekki varhluta af efnahagsástandinu hér frekar en aðrir. „Ég er ekkert á leiðinni til Litháen en vissulega veit ég um marga sem eru að fara. Þeir sem komu hingað gagngert til að vinna hafa náttúrulega engin önnur úrræði en að fara til síns heima því það er ekki hlaupið að því að finna aðra vinnu.“ Algirdas Slapikas: Með litháískt band í beinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.