Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 7. nóvember, 312. dagur ársins. Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heim- inum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kann- aðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heim- ilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsa- keðjur. Engu skiptir hvort þú ramb- ar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistil- finning en þú veist líka að þig lang- ar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Á sólríkum sumardegi í byrjun ágúst steig ég fæti inn í skemmti- lega vegasjoppu á Skriðulandi í Dölum. Ekki man ég hvað ég var að kaupa en ég man að ég fékk þessa notalegu tilfinningu sem hellist stundum yfir mig í litlum verslun- um þar sem öllu ægir saman og meira er lagt upp úr þjónustu og vöruúrvali en heildarútliti og hönn- un. Veðurfréttirnar ómuðu í útvarp- inu og mér finnst eins og konan á bak við afgreiðsluborðið hafi prjón- að leista í rólegheitum meðan ég svipaðist um í búðinni sem er í senn veitingastaður, bensínstöð og versl- un. Þarna var allt til líkt og í kaup- félaginu í Búðardal sem ég hafði heimsótt daginn áður. Grænar baunir í dós, litabók og litir, súpu- kjöt, tindar í snúningsþyrlu, túr- tappar, ljósaperur, bollastell, baggaplast og bleiur. Ég ætlaði aldrei að koma mér út í bíl aftur. SEM áhugamaður um staði sem þessa var ég nokkuð spennt að fá mér hressingu í glænýjum Staðar- skála á leið minni milli Reykjavík- ur og Akureyrar í vikunni. Von- brigðin voru nokkur. Vitanlega er skálinn ósköp snyrtilegur, stíl- hreinn og móðins. Þarna eru engar ósamstæðar innréttingar, ekkert illa lyktandi gólfteppi og engar seinni tíma viðbyggingar. Þess í stað sömu gólfflísarnar og alls stað- ar annars staðar, sömu stólarnir og sama vöruúrvalið og á bensínstöð í Ártúnsbrekkunni. Engir varahlutir í heyvinnuvélar, engin búsáhöld, engin málverk á veggjunum eftir færasta hobbímálara sveitarinnar og ekkert söluhorn með handverki húnvetnskra húsmæðra. Ekkert til að skoða. MÉR varð hugsað til McDonalds. Staðarskáli virtist orðinn lítið annað en snyrtileg og karakterlaus umgjörð utan um tvær helstu frum- þarfir mannsins, að borða og pissa. Þó allt væri nýtt var þar ekkert nýtt að sjá. Að minnsta kosti lang- aði mig ekki að staldra þar við stundinni lengur en tók að renna niður samloku og frönskum kartöflum með kokteilsósu. Litlir kassar 9.31 13.11 16.50 9.28 12.56 16.23 MM Pajero Intense Dísel Nýskráður júlí 2007 Sjálfskiptur Ekinn 45.000 km. Nýskráður júní 2006 Sjálfskiptur Ekinn 64.000 km. Nýskráður október 2005 Sjálfskiptur Ekinn 65.000 km. Ásett verð: 5.550.000 Tilboðsverð: 4.440.000 Ásett verð: 6.250.000 Tilboðsverð: 4.990.000 Ásett verð: 2.950.000 Tilboðsverð: 2.360.000 VW Touareg V6 TDi Kia Sorento Dísel ERT ÞÚ Í BÍLAHUGLEIÐINGUM? Nú bjóðum við vandaða, næstum nýja jeppa, t.d. Mitsubishi Pajero, Volkswagen Touareg, Kia Sorento og Audi Q7, á 20% afslætti frá ásettu verði. Komdu í heimsókn og kynntu þér frábært verð á næstum nýjum jeppum. Við erum í samningaskapi! Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is notadirbilar@hekla.is Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.