Fréttablaðið - 07.11.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 07.11.2008, Síða 28
2 föstudagur 7. nóvember núna ✽ með á nótunum þetta HELST Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@fretta- bladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsing- ar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstu- dagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Þ etta verður stærsta kynning á íslenskri menningu í Bretlandi í langan tíma,“ segir Charlie Strand ljósmyndari og höfundur bókarinnar Project: Iceland. Bókin kom út í sumar og er ljósmyndabók um frum- kvöðla í íslensku tónlistar- og menn- ingarlífi. Hinn 11. nóvember næstkom- andi ætlar hann að halda stórt útgáfu- partý í London. „Partýið verður haldið á skemmtistaðnum Punk í Soho, sem er meðal annars uppáhalds- skemmtistaður Kate Moss. Gusgus- plötusnúðurinn President Bongo sér um tónlistina og Ultra mega teknóbandið Stefán kemur fram. Arna Sigrún sýnir hönnun sína og fyrirsætur frá Esk- imo fljúga út fyrir sýning- una,“ segir Charlie um partý- ið sem fyrst og fremst er ætlað fjölmiðlum, en nú þegar hefur blaðamönnum frá Sunday Times og tímaritunum Dazed, Confused og i-D magazine verið boðið. Charlie segist hafa fengið jákvæð viðbrögð fjölmiðla í Bretlandi þrátt fyrir milliríkjadeilur Íslands og Bretlands í kjölfar bankahrunsins. „Blaðamennirn- ir sem ég hef talað við eru áhugasamir um viðburðinn og eru ekki að spyrja mig út í bankahrunið, enda eru þeir að skrifa um menningu svo þeir láta þetta ekki hafa áhrif á sig,“ bætir hann við, en segist hafa átt erfitt með að fá vinnu hérlendis frá því hann flutti til landsins fyrir tveimur og hálfu ári. „Þrátt fyrir útgáfu bókarinnar á ég mjög erfitt með að fá vinnu við ljósmyndun. Ég lít á sjálfan mig sem best geymda leyndarmál Ís- lands og vonast til að fólk sjái hvað í mér býr einn daginn,“ segir Charlie að lokum. - ag Ljósmyndarinn Charlie Strand: KYNNIR ÍSLENSKA MENNINGU Í LONDON Ljósmyndari kynnir Ísland í London Charlie heldur partý á klúbbnum Punk í London en staðurinn er meðal annars í uppáhaldi hjá fyrirsætunni Kate Moss. Fyrirsætur frá Eskimo munu sýna nýja hönnun Örnu Sigrúnar sem er nýútskrifuð úr Listaháskólanum. „Það var algjör tilviljun að stof- an var laus þegar ég flutti heim,“ segir Thelma Björk Jónsdóttir hönnuður sem opnar nýja vinnu- stofu í Garðastræti 2 á morgun. „Ég var með vinnustofu þarna ásamt fjórum hönnuðum árið 2005, áður en ég flutti til Parísar. Hún var svo laus þegar ég flutti heim svo ég ákvað að fara aftur á gamla staðinn, ein með mín höfuðföt,“ útskýrir Thelma sem mun selja eigin hönnun ásamt vel völdum fylgihlutum. „Það verða aðallega höfuð- föt og spangir frá mér, en ég ætla líka að vera með fylgihluti eftir aðra hönnuði eins og kraga eftir Áróru Eir og töskur eftir Hrafnhildi Guðrúnardótir. Einn- ig verða flottir hlutir fyrir herra- menn svo sem slaufur eftir Guð- jón Tryggvason og ermahnappar og bindisnæl ur eftir Ingu gull- smið. Við erum ekki með fatnað heldur fylgihluti, sem eru svo- lítið punkturinn yfir i-ið,“ bætir hún við. „Á morgun verður opnunar- veisla í vinnustofunni í Garða- stræti klukkan tvö. Það eru allir velkomnir, en þetta verður svona heimboð. Þar ég ætla að bjóða upp á heimabakaðar muffins, kaffi og kertaljós,“ segir Thelma að lokum. - ag Thelma Björk Jónsdóttir hönnuður: Opnar vinnustofu og búð Komin heim Thelma selur fylgihluti fyrir karla og konur á nýrri vinnustofu sinni í Garðastræti 2. SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Í kvöld er frumsýning á Vestrinu eina í Borgarleikhúsinu þar sem ég er aðstoðar- maður leikstjórans, Jóns Páls. Fyrri part laugardags verður örugglega smá vinna og flutningar og svo er undirbúningur barnaafmælis sem tekur allan sunnudaginn, þar sem dóttir mín varð þriggja ára í vikunni. Sunnudagurinn verður allsherjar fjölskyldudagur. Kærastarnir mæta og spila Verslunin Gyllti kötturinn í Austur- stræti fagnar þriggja ára afmæli á morgun. Opið verður frá 11-17 og verður 10-30 prósenta afsláttur af öllum vörum. Rúsínan í pylsuend- anum verður svo þegar strákarnir í hljómsveitinni Jeff Who? mæta á svæðið klukkan 15 og spila nokkur lög. Svo skemmtilega vill til að tvær af aðalsprautunum á bak við Gyllta köttinn, þær Ása Ottesen og Vikt- oría Hermannsdóttir, eiga kærasta í Jeff Who? Það verður því væntan- lega kósí og góð stemning þegar Elli, Baddi og félagar mæta í Kött- inn á morgun. Stjörnur í auglýsingu Fjöldi íslenskra tónlistar- manna mætti í tökur á sjón- varpsauglýsingu fyrir Rás 2 á dögunum. Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem tóku þátt voru Lay Low, Stuðmenn, Ný dönsk, Mannakorn, Buff og Dr. Spock. Þóttu listamennirn- ir mislengi að klára tökurnar. Eini hópurinn sem kláraði í einni töku, eins og Sinatra forðum, var Björgvin Halldórsson ásamt börn- um sínum, Svölu og Krumma. Þá tók hljómsveitin Ljótu hálfvitarn- ir sinn hluta upp allsnaktir, með hljóðfærin ein til að skýla sér. Við sendum ykkur hlýjar kveðjur. Þar sem persónuleg þjónusta og fagmennska eru í fyrirrúmi. Laugavegi 76 Vinnufatabúðin helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.