Fréttablaðið - 08.11.2008, Page 78

Fréttablaðið - 08.11.2008, Page 78
62 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. verkfæri, 6. í röð, 8. landspilda, 9. tækifæri, 11. ónefndur, 12. grastopp- ur, 14. skokk, 16. málmur, 17. skordýr, 18. að, 20. belti, 21. tigna. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. bor, 4. áttfætla, 5. starf, 7. afturhluti, 10. hlaup, 13. útdeildi, 15. íþrótt, 16. svif, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. haki, 6. áb, 8. lóð, 9. lag, 11. nn, 12. skegg, 14. hlaup, 16. ál, 17. fló, 18. til, 20. ól, 21. aðla. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. al, 4. kónguló, 5. iðn, 7. bakhlið, 10. gel, 13. gaf, 15. póló, 16. áta, 19. ll. Seðlabanki Íslands hefur frestað árshátíð sinni sem átti að fara fram með pomp og prakt á Hótel Nordica í kvöld. Davíð Oddsson og annað starfsfólk bankans fær því ekki tækifæri til að sletta úr klauf- unum í þetta sinn, enda kannski lítil ástæða til miðað við erfiðleik- ana í þjóðfélaginu. Hljómsveitin Buff hafði verið bókuð á árshátíðina en fyrir nokkr- um vikum var ákveðið að fresta henni fram í janúar og þurfti Buff því að bóka sig á Sjallann á Akur- eyri í staðinn. „Það var búið að bóka þetta en eins og þjóðfélagsástandið er þá eru mörg fyrirtæki sem sjá sér ekki fært að halda einhverja stór- fenglega mannfagnaði. Það eru allir að leggjast á eitt, nema kannski helst ráðamenn, um að bjarga þjóðfélaginu,“ segir Páll Eyjólfsson hjá umboðsskrifstof- unni Prime sem hefur Buff á sínum snærum. „Þau í Seðlabankanum ásamt svo mörgum öðrum fyrir- tækjum held ég að séu að íhuga allt aðra hluti en þetta, skiljanlega. Við gerum ekkert annað en að sýna fólki skilning. Ég sendi ekkert reikninga og segi: „Við erum með samning.““ Prime hefur í gegnum árin útvegað Seðlabankanum skemmti- krafta á árshátíðir sínar og hefur samstarf þeirra verið með miklum sóma. Núna eru aftur á móti óvissutímar og þurfa mörg fyrir- tæki að draga saman seglin þegar kemur að skemmtanahaldi eins og öðru. Páll játar að nokkuð hafi verið um að fyrirtæki hafi frestað sínum árshátíðum að undanförnu. „Hér innandyra sýnum við okkar við- skiptavinum, sérstaklega á þröng- um tímum, skilning, sama hvort það er Seðlabankinn eða Frétta- blaðið. En það er vonandi að þetta fari að lagast.“ Hallgrímur Ólafsson, formaður starfsmannafélags Seðlabankans, segir að frestun árshátíðarinnar tengist lítið sem ekkert efnahags- ástandinu og þeirri ólgu sem hefur átt sér stað í bankakerfinu. „Það er langt síðan það var ákveðið innan stjórnar starfsmannafélagsins að halda hana frekar seinna,“ segir Hallgrímur um hátíðina. „Þetta var ákveðið áður en bankakrísan varð algjör.“ Hann útskýrir að tímasetningin hafi einfaldlega ekki hentað þannig að allir gætu mætt. „Þetta var alfarið ákvörðun skemmtinefndar starfsmannafé- lagsins og kemur bankanum ekki neitt við. Það var ekki hvatning um þetta hjá neinum hér innanhúss,“ segir hann. freyr@frettabladid.is PÁLL EYJÓLFSSON: SÝNIR VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM SKILNING Árshátíð Seðlabankans frestað fram í janúar Bifhjólasamtökin Ruddar birtu í gær óvenju- skorinorta yfirlýsingu á heimasíðu sinni Ruddar.com. Þar kemur fram að félagar í samtökunum ætli að fjölmenna í mótmælin sem haldin hafa verið undanfarna laugardaga á Austurvelli og hefjast í dag klukkan þrjú að loknum borgarafundi í Iðnó. Ruddar skora meðal annars á önnur bifhjólasamtök að sýna samstöðu og fjölmenna á Austurvöll. Það sem vekur einna helst athygli er niðurlagið en þar stendur: „Hvetjum alla til að mæta með skyr, egg eða sambærilegar „kast“-afurðir.“ Atli Jóhannsson, einn aðstandenda Rudda, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að félagarnir hygðust mæta með slíka hluti en vildi þó ekki staðfesta að þeir yrðu notaðir til að grýta Alþingishúsið. „Menn verða jú að hafa eitthvað að borða í svona mótmælum,“ segir Atli en miðað við yfirlýsinguna býr hér meira að baki. Atli segist hafa heyrt af öðrum bifhjólasam- tökum sem hyggist mæta og jafnframt hafi félagar úr 4X4 lýst því yfir að þeir ætli að láta sjá sig. Atli segir fullum fetum að það sé mikill hiti í hans mönnum. „Það er varla nokkur maður sem hefur ekki fengið nóg af þessu aðgerðaleysi og baktjaldamakki. Ekki einu sinni þingmenn fá að vita hvað er í gangi,“ útskýrir Atli sem mætti á útifund Bubba Morthens en hefur ekki mætt á mótmæli Nýrra tíma. „Menn eru bara komnir með nóg, það verður bara að fara að framkvæma eitthvað. Það er bara hlegið að fólki sem er að mótmæla og talað niður til þeirra eins og Davíð Oddsson gerir,“ segir Atli og sparar ekki lýsingarorðin yfir stjórnvöld. „Þetta eru bara heiglar og aumingjar.“ -fgg Bifhjólasamtök boða eggjakast í dag BANKARÁÐ SEÐLABANKANS Davíð Oddsson og félagar fá ekki tækifæri til að sletta úr klaufunum í kvöld eftir að árshátíð bankans var frestað fram á næsta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÁLL EYJÓLFSSON Páll segir að nokkuð hafi verið um það að fyrirtæki fresti mannfögnuðum sínum. REIÐIR BIFHJÓLAMENN Búast má við aukinni hörku í mótmælunum á Austurvelli í dag. Bifhjólasamtök- in Ruddar hvetja félagsmenn sína til að mæta með „kast“-afurðir. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að norski bílasalinn Trond Sandven hygð- ist koma hingað til Íslands og skoða stöðu íslenska bílaflotans með það í huga að kaupa bíla og flytja þá til Noregs. Trond hefur dvalist hér á landi í nokkra daga og festi nýverið kaup á 150 notuðum bíla- leigubílum og þremur Range Roverum. Hann vildi þó sjálfur ekki staðfesta nein- ar tölur í þessu sambandi, sagði að þær myndu skýrast í næstu viku. „Við eigum efir að sjá hver staðan á íslensku krón- unni verður og ráðfæra okkur við flutn- ingsfyrirtækið,“ útskýrir Trond. Hins vegar var ekki annað á honum að heyra en að hann hygðist koma til Íslands nokkrum sinnum í viðbót. Og leggja sitt af mörkum til að losa íslensku þjóðina við allan þann fjölda bifreiða sem hér þeysast um götur landsins. „Já, ég á eftir að koma hingað oftar. Þetta er magnað,“ segir Trond sem rekur sjálfur bílasölu í Bergen og selur þar meðal annars tákn- mynd góðærisins á Íslandi, Range Rover. Trond var annars gátt- aður á öllum þeim lúxusbílaflota sem prýðir höfuðborg- arsvæðið. „Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Annar hver bíll er lúx- uskerra,“ segir Trond og bætir við: „Þið hafið eytt alltof miklum peningum hérna.“ Trond segist hins vegar hafa það full- komlega á hreinu að ástandið hér sé ekkert gamanmál. „Við tökum það mjög alvarlega og okkur er ekki hlátur í huga.“ - fgg Norskur bílasali keypti 150 bíla á Íslandi ÆTLAR AÐ KOMA AFTUR Trond hefur undanfarnar vikur verið að þræða íslenska bílamark- aðinn. Hann er gáttaður á fjölda lúxusbíla hér á landi. ÞRÍR RANGE Trond keypti þrjá Range Rovera og hyggst flytja þá til Noregs. Verðlaunaskáldið Sjón festi fyrir nokkru kaup á húsnæði við Melhaga þar sem áður var þekkt og vinsæl ísbúð. Hafa hann og kona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, girt húsnæðið af en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Sjón ekki ætla að endurreisa hina góðu ísbúð heldur innrétta þar vinnustofu. Óhætt er að segja að Sjón og skáldsystir hans og samstarfskona úr hinum forna Medúsa- skáldahóp, Björk, setji sannarlega svip sinn á Vesturbæinn því nýverið lét Björk mála hús sitt við Ægisíðu svart. Leikararnir Jói G. og Atli Þór hafa bryddað upp á því í sínum ágæta útvarpsþætti A–J að vera með sér- leg uppboð sem tengjast aðalgesti mánaðarins hverju sinni. Nú er yfir- standandi uppboð á KR-treyju sem Laddi klæddist ávallt þegar hann hermdi eftir Bjarna Fel. árituð af þeim báðum. Uppboðinu lýkur því í lok mánaðarins og rennur féð til góðgerðarmála. Heldur þykir þeim umsjónarmönnum snaut- leg upphæð komin sem boð í þessa sögufrægu treyju og vona að ein- hver stöndugur KR-ingur fari að taka við sér því aðeins hefur verið boðið tvö þúsund krónur í flíkina. Fréttablaðið sagði í vikunni frá miklu Bond-einkapartíi sem Jón Gunnar Geirdal og félagar hjá Senu halda á B5 í kvöld. Sumir virðast vera meiri Bond-menn en aðrir og þannig hefur frést af sér- stöku upphitunarpartíi sem verður fyrir téð Bond-partí. Aðalmaðurinn á bak við það er Guðjón Már Guðjónsson, sem oftast er kenndur við OZ. Þema veislu Guðjóns er Bond-illmenni svo búningar gesta gætu orðið ansi skrautleg- ir. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Ólafur Indriði Stefánsson Atvinna: Atvinnumaður í handknattleik með Ciudad Real. Fjölskylda: Eig- inkonan er Kristín Soffía Þorsteins- dóttir og eiga þau þrjú börn; Helgu Soffíu, Einar Þorstein og Stefaníu Þóru. Foreldrar: Stefán Eggertsson læknir og Helga Lilja Björnsdóttir landvörður. Stjörnumerki: Krabbi (fæddur 3. júlí 1973) Búseta: Spánn. Ólafur Stefánsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, skrifaði undir samning við þriðju deildarliðið Glostrup í vikunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.