Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 36

Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 36
10 föstudagur 21. nóvember Föstudagur 14. nóvember: TF-Stuð Ákvað að sauma mér ABBA-samfesting fyrir kvöldið úr pallíettuefni meðan ég sötraði romm með klaka. Þegar vin- kona mín kom yfir var ég orðin vel full og svona líka svaka- lega hress. Hún hafði orð á því að þessi pallíettusamfest- ingur væri kannski of mikið „overkill“. Þá sagði ég að hún hlýti bara að vera abbó. Kíktum niðrí bæ. Vorum ekki alveg nógu fullar á Boston en þar var Ísgerður Elfa leikkona og Raggi bassi úr Botnleðju. Kíktum því næst á b5. Þar voru aðallega blindfullir karlar sem voru að koma af herrakvöldi Fram ásamt slatta af sveittum útlendingum. Þar voru Rikki Daða og Steini Kók. Útlendingarnir voru reyndar heit- ir í kerlinguna en maður hefur náttúrlega sín takmörk og beindi öllum gæjunum yfir á lögfræðinginn, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, á Lex. Næsti stoppistaður var Domo. Fór óboðin í afmæli Arnþrúðar Daggar Sigurðardóttur. Þar var kærastinn hennar, Sindri Kjartansson, og bróðir hans, Sigurjón. Þar voru líka Silja Hauksdóttir, Hrönn Sveins- dóttir og Greipur Gíslason, einn best klæddi maður Ís- lands. Þegar líða tók á nóttina fann ég hvernig pallíettu- samfestingurinn var eitthvað að gefa sig á saumun- um og þegar ég beygði mig niður í ævintýralegum dansi heyrði ég hvernig saumarnir gliðn- uðu á bossan- um. Einhvern veginn náði ég að koma mér út af staðnum án þess að mikið bæri á … tíðin ✽ fylgist vel með DÍANA MIST HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR leikkona TÖLVAN MÍN GEYMIR ALLA MÍNA VINNU. MYND AF STRÁKUNUM MÍNUM TVEIMUR SEM VAR TEIKNUÐ Í SUMARFRÍI Á TENERIFE. TOPP 10 SLAGARAVEISLA Í kvöld munu Sprengjuhöllin, Hjaltalín og Motion boys spila á Nasa og standa fyrir sannkallaðri slagaraveislu. Húsið verður opnað klukk- an 23 og miðinn kostar aðeins 1.500 krónur, svo nú er bara að pússa dansskóna og skella sér á ball með þremur af vinsælustu hljómsveitum landsins. SIGUR RÓS Hljómsveitin lýkur vel heppnuðu tón- leikaferðalagi sínu um heiminn í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. Hljómsveitirnar For A Minor Ref- lection og Parachutes hita upp fyrir þá Jónsa, Kjart- an, Georg og Orra sem verða óstuddir á sviðinu í fyrsta skipti á Íslandi síðan 2001. Ekki láta þig vanta. NONI-BERJADJÚS HELDUR HEILS- UNNI Í LAGI. BLÁ PATH OF LOVE-BUDDA EFTIR RÖGNU FRÓÐA SEM ÉG GEYMI ALLT Í. SKRÍTLUGALLINN HEFUR KOMIÐ MEÐ ÓFÁ ÆVINTÝRI OG GLEÐI INN Á HEIMILIÐ. LAMPI SEM ELDRI SONUR MINN FÖNDRAÐI OG GAF OKKUR FOR- ELDRUNUM Í JÓLAGJÖF Í FYRRA. ÁLFAR OG MENN NÝ SPIDERWICKBÓK! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is ALGER FREKJUDÓS!Hugljúft ævintýri um samskipti manna og álfa eftir Guðnýju S. Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Júlía Guðmundsdóttir, myndskreytti bókina þegar hún var níu ára. Kemur út á föstudaginn. Frábær saga um litla frekjudós sem lærir á endanum mikilvæga lexíu. Bráðskemmtileg saga um stelpu sem veit ekkert hvað hún á að gera við skapið í sér. NÝR SKELMIR ENN BETRI! Sjálfstætt framhald fyrstu bókarinnar um Skelmi Gottskálks sem kom út í fyrra og notið hefur mikilla vinsælda. Hörkuspennandi unglingabók. Nýjasta bókin í hinum geysivinsæla Spiderwick- bókaflokki. Æsispennandi ævintýri handa krökkum á aldrinum 7-14 ára. NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.