Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2008, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 22.11.2008, Qupperneq 60
44 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Ath kl. 14 á morgun mun Halldór Björn Runólfsson safnstjóri vera með leiðsögn á sýningunni Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands. Hann mun fjalla sérstaklega um verk þjóðverj- ans Gerhards Richter sem talinn er einn helsti listmálari samtímans en jafnframt beina sjónum sínum að einstökum verkum á sýningunni. > Ekki missa af … síðustu sýningar- helgi á firnagóðri yfirlitssýningu á verkum Gylfa Gíslasonar í Ásmundarsal við Freyjugötu sem bætir mann og kætir. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika á Café Rosenberg, Klapparstíg 25, annað kvöld, og hefjast þeir kl. 20. Þar mun hljómsveitin flytja stóra efnisskrá verka eftir Thad Jones (1923–86), einn helsta meistara „big band“-tónlistar síðustu áratuga. Jones var trompetleik- ari með hljómsveit Count Basie á árunum 1954–63. Ásamt trommuleik- aranum Mel Lewis stofnaði hann árið 1965 The Thad Jones/Mel Lewis Jazz Orchestra, en sú hljómsveit leikur enn á hinum þekkta jazzklúbbi The Village Vanguard í New York undir nafninu The Village Vanguard Jazz Orchestra. Jones yfirgaf sveitina árið 1978 og flutti til Danmerkur. Þar stjórnaði hann m.a. Stórsveit danska ríkisútvarpsins og stofnaði Eclipse-stórsveitina. Eftir lát Count Basie árið 1984 tók Thad Jones við stjórn þeirrar sveitar og starfaði með henni til dauðadags árið 1986. Thad Jones er almennt talinn í hópi mikilvægustu tónskálda stórsveitasögunnar og hafa tónsmíðar hans og útsetningar haft gríðarleg áhrif. Kraftmikil og áleitin tónlist hans hefur oft skap- að magnaða stemningu, ekki síst á klúbbum. Sigurð- ur Flosason stjórnar nú hljómsveitinni í fyrsta sinn á heilum tónleikum. Tónlist Thad á Rósenberg Í tilefni þess að Óttar M. Norðfjörð sendir frá sér þrjár bækur fyrir þessi jól verður efnt til útgáfugleði í Máli og menningu Laugavegi, í dag klukkan 13:30. Frábært tilboð í þetta eina skipti. Kauptu Sólkross, nýjustu skáldsögu hans, og fáðu með í kaupbæti: 1. Hníf Abrahams, metsölubók hans frá því í fyrra; 2. Tíu litla bankastráka, nýútgefna teiknimyndasögu hans um útrásarvíkingana; 3. Jón Ásgeir og afmælisveisluna, bók hans frá því í fyrra um útrásina; 4. Gissurson – Hver er orginal?, þriðja og síðasta bindið í ævisögu hans um Hannes Hólmstein Gissurarson. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að fá mm bækur á verði einnar renna þér úr greipum. Fyrstir koma, fyrstir fá. Hrafnaspark spilar djass. Kaf á boðstólnum. Allir velkomnir. Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 23/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau 22/11, örfá sæti laus Sýningum lýkur 13. desember! Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL lau. 22/11 örfá sæti laus, síðasta sýning Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 22/11 uppselt Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Aðventusýning Þjóðleikhússins Sýningar hefjast 29/11 Tryggðu þér sæti Gefum góðar stundir Kardemommubærinn Jólatilboð á gjafakortum Sætið á aðeins 2.000 (fullt verð 2.800) DAGUR HARMONIKUNNAR Verið velkomin á tónleika Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, kl. 15:00. Harmonikufélag Reykjavíkur Á morgun heldur Sardas-strengja- kvartettinn tónleika í 15:15 tón- leikasyrpunni í Norræna húsinu til heiðurs Jóni Ásgeirssyni sem nýverið átti áttræðisafmæli. Á tónleikunum verður fluttur 2. strengjakvartett Jóns, auk strengjakvartetts Beethovens nr. 15 í a moll, op. 132. Tónleikarnir hefjast kl. 15.15. Sardas-strengjakvartettinn var stofnaður 1996 og ætlaði sér að koma fram við athafnir og hátíð- legar uppákomur. Efnisskrá kvart- ettsins telur yfir 1.500 titla. Þar er að finna ýmsar tegundir tónlistar, allt frá fegurstu tónsmíðum höf- uðsnillinga tónlistarsögunnar til frægustu popp- og söngleikjalaga veraldar. Núna í kreppunni er lítið framboð af fínum veislum og uppákomum svo kvartettinn snýr sér að alvarlegri tónlist. Sardas skipa að þessu sinni Martin Frewer og Kristján Matthíasson fiðluleikarar Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Arn- þór Jónsson sellóleikari. Jón Ásgeirsson hefur sagt um fjórþættan strengjakvartett nr 2: „Eftir að hafa notað og útsett íslensk þjóðlög í strengjakvartett nr 1, er kvartett nr. 2 eins konar upp- gjör við það sem kalla má íslensk þjóðlög. Aðalstefið í fyrsta þættin- um er í lýdískri tóntegund og að miklu leyti í 7/8-takti en lagferlið snýst mjög um trítónus-tónbilið (stækkuð ferund) sem einnig er kallað tónskratti. Annan þátt má líta á sem fortíðareftirsjá. Þriðji þátturinn er vikivaki og eins og í þeim fjórða er lýdíska tóntegund- in mjög áberandi.“ Ludwig van Beethoven samdi stengjakvartett nr. 15 í a moll, op. 132, tveimur árum eftir að hann kláraði níundu sinfóníuna árið 1825 og var hann frumfluttur 6. nóvember sama ár af Schuppanz- igh Kvartett. Þessi kvartett í a moll var tileinkaður og pantaður af áhugasellóleikaranum Nicolai Galitzin fursta eins og strengja- kvartettarnir op. 127 og 130. Þriðji kaflinn er óvenju langur, 15–20 mínútur, og var hann saminn eftir að Beethoven hafði jafnað sig eftir alvarleg veikindi sem drógu hann næstum því til dauða. Kaflinn er miðpunktur verksins og Beet- hoven gaf honum yfirskriftina Þakkargjörð og lofsöngur aftur- batasjúklings til guðdómsins. Verkið flytur okkur úr moll í dúr, frá myrkri til ljóss eins og í 5. og 9. sinfóníu. pbb@frettabladid.is Til heiðurs Jóni Ásgeirssyni TÓNLIST Martin Frewer og Kristján Matthíasson fiðluleikarar, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Arnþór Jónsson sellóleikari. Kammertónleikaröð Sinfóníunnar er haldið áfram í dag. Þar ætlar slagverksdeildin að spila tónlist eftir tvö amerísk tónskáld sem sækja innblástur sinn til indjána Mið- og Suður-Ameríku. Það eru þeir Lou Harrison (1917-2003), Bandaríkjamaður sem sækir í tón- mál Asíu og indjána, og mexíkóska tónskáldið Carlos Chavez. Quetz- alcoatl var guð sköpunarinnar hjá Aztekum og varð Harrison yrkis- efni í mögnuðum slagverksþætti sem fluttur er í dag. Mexíkóska tónskáldið Carlos Chavez notaði einnig Azteka-stef í verkum sínum, svo hér gefst skemmtilegt tækifæri til að heyra suður-ameríska slagverkstóna með indjánaívafi. Þátttakendur eru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Frank Aarnink, Kjartan Guðnason, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout. Tónleikarn- ir í dag hefjast klukkan 17. - pbb Indjánaleikurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.