Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 2
2 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR JÓL Jólablað Fréttablaðsins fylgir með blaðinu í dag. Það er 96 síður og stútfullt af áhugaverðu efni sem tengist aðventunni og undir- búningi jólanna. Þar á meðal eru hugmynd- ir að heima- gerðum jólagjöf- um, föndri og flottum jólapökk- um auk fjölda uppskrifta að jólamat, smákökum og sætindum. Í blaðinu er einnig fjöldi viðtala við fólk sem segir frá jólasiðum og eftirminnilegum jólum, allt frá Íslandi til Indlands og Ekvador. - sbt Jól 2008: Jólablaðið fylgir Fréttablaðinu ÓL 2008 SPENNANDI OG SKEMMTILEG! Sprellfjörug saga efir Gunnstein Ólafsson með myndum Freydísar Kristjánsdóttur. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Jói fjörkálfur slettir ærlega úr klaufunum! Sæmi, komstu oft í krappan dans? „Já, ég átti stundum fótum fjör að launa.“ Ævisaga Sæmundar Pálssonar lögreglu- manns, Sæmi rokk, er nýkomin út. Sæmi er sem kunnugt er einn liprasti dansari landsins. VIÐSKIPTI Ekki er að fullu víst hversu mikið eigendur bank- anna, fólkið á bak við kenni- tölurnar og eignarhaldsfélögin, skulda þeim í raun. Samkvæmt hálfsársuppgjör- um bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka, lán- uðu bankarnir eigendum sínum og öðrum tengdum aðilum hátt í 300 milljarða króna. Þetta eru þeir sem skráðir eru á hluthafa- lista bankanna, stjórnendur þeirra, fjölskyldumeðlimir og stundum dótturfélög. Þetta er ekki sundurgreint í reikningum og þar er heldur ekki gerð grein fyrir lánum til félaga sem sann- arlega eru í eigu eigendanna. Í tilviki Kaupþings er talan 146 milljarðar. Um 64 í tilviki Lands- bankans og annað eins hjá Glitni, auk næstum tíu milljarða lána til stjórnenda, líklega fyrir hluta- bréfum. Þrjú félög með heitið FL Group, áttu samanlagt næstum 30 prósent í Glitni. Þar fer fremstur í flokki Jón Ásgeir Jóhannesson, helsti eigandi Fréttablaðsins. Tvö félög, hollensk að nafni til, Exista og Egla, áttu ráðandi hlut í Kaupþingi, en á bak við þau standa til dæmis Bakkavarar- bræður og Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip. Björgólfs- feðgar stóðu að félögum sem áttu ráðandi hlut í Landsbankanum. Allir þessir menn, og fleiri sem áttu stóra hluti í bönkunum, hafa staðið í umfangsmiklum rekstri eða átt hlut í fyrirtækjum í gegnum ýmis önnur félög. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri undraðist í ræðu á dögun- um að eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér“. - ikh / sjá síðu 14 Eigendur bankanna lánuðu sjálfum sér og sínum hundruð milljarða króna: Óvíst hvað eigendurnir skulda BANKAHRUNIÐ Viðskiptabankarnir héldu uppi gengi hlutabréfa í sjálf- um sér með því að lána eignar- haldsfélögum fé til kaupa á hluta- bréfunum gegn engu öðru veði en í bréfunum sjálfum. Þetta segir heimildarmaður Fréttablaðsins á fjármálamarkaðnum. Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins beittu bankarnir þessari aðferðafræði í mismikl- um mæli. Bankarnir hafi iðulega þurft að leysa til sín frá fjárfest- um eigin hlutabréf þegar gengi bréfanna lækkaði. Áður hafi bankarnir selt þessi bréf til fjár- festingarfélaga sem að vissu marki lögðu eigin fé á móti sem tryggingu fyrir lánum til kaup- anna. Síðar hafi bankarnir ein- faldlega orðið uppiskroppa með aðila sem áttu eigið fé og voru reiðubúnir að taka áhættuna af kaupum á bréfum í bankanum. Heimildarmaður blaðsins segir það hafa verið bönkunum nauð- synlegt að halda uppi genginu á hlutabréfum í þeim sjálfum. Gríð- arlega mikið af fé bankanna hafi nefnilega verið veitt að láni til kaupa á þessum bréfum. Þessi lán hafi meðal annars verið til stjórn- enda og starfsmanna bankanna og til lykilhluthafa. Til að halda hjólunum gangandi hafi verið brugðið á það ráð að selja eignarhaldsfélögum hluta- bréf á því gengi sem bankarnir töldu æskilegt og lána eigendum þeirra andvirði bréfanna gegn litlu eða jafnvel engu öðru veði en bréfunum sjálfum. Þannig hafa eigendur eignarhaldsfélaganna í raun ekkert annað lagt fram en nafn sitt og fyrir sitt leyti haft von um ágóða ef vel færi en verið lausir mála ef gengi bréfanna yrði neikvætt. Eigendur félaga af þessu tagi eru kallaðir bréfberar meðal fjárfesta. Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins var þessi aðferða- fræði við að halda uppi fölsku hlutabréfagengi ljós öllum sem störfuðu á fjármálamarkaði og vildu vita. Almenningur, sem hafi hins vegar treyst því að verð- myndun á hlutabréfamarkaðnum í Kauphöllinni væri eðlileg, hafi hins vegar verið hafður að fífli í risastórri spilaborg sem hafi ekki getað annað en farið á hliðina. Páll Harðarson, staðgengill for- stjóra Kauphallar Íslands, segist ekki geta upplýst hvort grunur leiki á að félögum af þessu tagi hafi verið beitt til að hafa ólögleg áhrif á gengi hlutabréfa. „Ef við sjáum eitthvað sem þurfi nánari skoðun þá höfum við beint því til Fjármálaeftirlitsins. Þetta höfum við gert í einstaka tilfellum. Það eru ekki það mörg félög sem koma til greina að ég geti tjáð mig nánar um þetta,“ segir Páll sem aðspurður kveður Kauphöllina stundum fá ábend- ingar um tortryggileg verðbréfa- viðskipti. Auk þess sé Kauphöllin með eigið eftirlit. „Það hringja oft bjöllur í kerfinu sjálfu en flestar eru þannig að við nánari eftirgrennslan eru hlutirnir eðlilegir.“ gar@frettabladid.is Loftbólufélög notuð til að hækka gengið Eignarhaldsfélög, sem lögðu ekkert til nema nafnið eitt, voru notuð til að halda verði uppi á hlutabréfum banka í Kauphöllinni, segir heimildarmaður í verð- bréfaviðskiptum. Almenningur hafi verið hafður að fífli í risastórri spilarborg. KAUPHÖLL ÍSLANDS Almenningur hélt að verðmyndun á hlutabréfum í Kauphöllinni væri eðlileg en var hafður að fífli, segir reyndur heimildarmaður Fréttablaðsins á verðbréfamarkaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Talið er að einn maður hafi verið að verki þegar karlmaður hlaut höfuðáverka í sumarbústað í Grímsnesi, sem dró hann til dauða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Tveir karlmenn sitja í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Kona sem einnig sat í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu var látin laus á föstudag. Hún var úrskurðuð í farbann til 18. febrúar. Áður hafði önnur kona, sem einnig sætti gæslu- varðhaldi vegna rannsóknarinnar, verið látin laus og úrskurðuð í farbann. - jss Sumarbústaðarmálið: Einn að verki við mannslát STJÓRNMÁL „Yfirskrift fundarins er „Verndum velferðina“. Það verður sannarlega ekki gert með þeim ósvífnu aðgerðum sem ríkisstjórnin boðar nú; 10 prósenta flatur niðurskurður á velferðarkerfi landsmanna,“ sagði Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, á fjölmenn- um útifundi á Ingólfstorgi. Auk BSRB, stóðu Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssam- tök Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalag Íslands fyrir fundinum. Í ályktun fundarins er þess krafist að staðið verði við lögbundin ákvæði um hækkun grunnbóta almannatrygginga- kerfisins nú um áramót. - jse Útifundur á Ingólfstorgi: Áhyggjur af vel- ferðarkerfinu FRÁ ÚTIFUNDINUM Í GÆR Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, var á meðal gesta á skreyttu Ingólfstorgi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Um fimmtán hundruð manns lögðu leið sína á borgarafund í Háskólabíói í gærkvöldi. Þeir átta ráðherrar ríkisstjórnar- innar sem mættu áttu fullt í fangi með að svara fjölmörgum spurningum og ásökunum utan úr sal. Allir fjórir frummælendur á fundinum, auk margra þeirra sem lögðu fram spurningar, sögðu það skýlausan rétt Íslendinga að gengið yrði til kosninga svo fljótt sem kostur er. Sem fyrr sögðu ráðherrarnir það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra sagðist skilja vel að margir fundargesta vildu ríkisstjórnina burt. Þeir endurspegluðu hins vegar ekki endilega vilja allrar þjóðar- innar. Fyrir það uppskar hún baul utan úr sal og var sökuð um hroka. Krafan um afnám verðtryggingar var hávær. Hún væri mannanna verk en ekki nátt- úrulögmál, eins og Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri og einn frummælenda, benti á. Lagt var til að þjóðin fengi eftirleiðis tvo áheyrnarfulltrúa til að sitja alla ríkisstjórnar- fundi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði það einfaldlega ekki hægt. Margrét Pétursdóttir verkakona líkti Geir H. Haarde við norskan skógarkött sem hvílir í kjöltu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Vöktu þau orð hlátrasköll utan úr sal. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mættu ekki á fundinn. - hhs Troðfullt var út úr dyrum á borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöldi þar sem átta ráðherrar sátu fyrir svörum: Um 1.500 manns voru á borgarafundi STEMNING Borgarafundur var réttnefni á samkomunni í Háskólabíói í gær þar sem fundargestir tóku virkan þátt í umræðunum með spurningum, klappi og blístri. FR ÉT TA B LÐ IÐ / S TE FÁ N BORGARMÁL Forsvarsmenn nokkurra íþróttafélaga í Reykja- vík telja að knattspyrnufélagið Valur og Valsmenn hf. hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu umfram það sem önnur félög hafa notið. Forsvarsmenn félaganna komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa farið yfir samninga sem Valur og Valsmenn hafa gert við borgina og tengjast viðskipt- um með byggingarrétt við Hlíðarenda. - jse Íþróttafélög í Reykjavík: Valur í forgangi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.