Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 4
4 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN verða afhent í 15. skipti í janúar 2009 Óskað er eftir tillögum að tilnefningum Skilafrestur til 28. nóvember 2008 Nánari upplýsingar á www.iston.is LÖGREGLUMÁL Einn maður situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og pen- ingaþvætti, sem efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra rann- sakar, eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina. Í gær var svo lögð fram krafa um gæsluvarðhald fram á föstudag yfir manni sem gegnt hefur starfi forstöðumanns verðbréfamiðlunar hjá verð- bréfafyrirtækinu Virðingu hf. Dómari tók sér frest þar til í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá handtóku lögreglu- menn efnahagsbrotadeildar tvo karlmenn vegna rannsóknar þessa máls á föstudag. Annar situr nú í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Hinum var sleppt sam- dægurs. Friðjón Þórðarson, for- stöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu hf. var erlendis á þessum tíma. Hann var handtek- inn þegar við komuna til landsins. Friðjón er sonur Þórðar Friðjóns- sonar, forstjóra Kauphallarinnar. Það var eftir ábendingu að lög- reglumenn frá efnahagsbrota- deild lögreglunnar fóru í húsleit í Virðingu hf. síðastliðinn föstu- dag. Þar lögðu þeir hald á ýmis gögn til frekari rannsóknar á mál- inu. Í kjölfarið var svo karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann starfar hjá opinberu fyrir- tæki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að brot mann- anna tveggja sé stærra en í fyrstu var talið og hlaupi jafnvel á hundruð milljónum króna. For- stöðumaður verðbréfadeildarinn- ar er grunaður um að hafa not- fært sér upplýsingar sem hann hafði yfir að ráða stöðu sinnar vegna hjá Virðingu hf. með því að versla með gjaldeyri þegar hann hafði veður af því að hann gæti hagnast á viðskiptunum. Sá þátt- ur rannsóknarinnar snýst meðal annars um peningaþvætti, það er með hvaða hætti hann og sam- verkamaður hans komu „hagnað- inum“ undan. Þá er forstöðumaðurinn grun- aður um að hafa millifært gífur- legar fjárhæðir, sem voru í vörslu verðbréfafyrirtækisins, inn á persónulega bankareikninga í eigu samverkamanns síns. Undir- strikað skal að Virðing hf. er ekki til rannsóknar vegna málsins heldur einungis mennirnir tveir og ýmsir meintir fjármálagjörn- ingar þeirra. jss@frettabladid.is EFNAHAGSBROTADEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Lögreglumenn frá efnahagsbrota- deild gerðu húsleit hjá fyrirtækinu Virðingu hf. á föstudag. Deildin hefur til rann- sóknar meint auðgunarmál og peningaþvætti tveggja manna. Í gæsluvarðhaldi út af peningaþvætti Einn maður situr nú í gæsluvarðhaldi og krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir öðrum vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á meintum auðgunarbrotum og peningaþvætti. Dómari tók sér frest þar til í dag. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 9° 3° 0° 2° 5° 4° -2° 1° 3° 21° 7° 9° 21° 1° 7° 14° 1° 3 Á MORGUN 3-8 m/s FIMMTUDAGUR 10-18 m/s 4 4 4 3 6 5 6 7 1 13 13 14 8 13 8 13 11 11 11 13 6 -4 -5 -7 -10 -1 0 -1 -1-1 VETUR Í KORTUNUM Síðdegis í dag og í kvöld kólnar á landinu og raunar frystir norðan til og austan til á land- inu. Á morgun verður komin hæg norðlæg átt með frosti og síðan á fi mmtudag má búast við allhvassri norðanátt með ákafri snjókomu á norðanverðu landinu og austan til. Svipaðar horfur eru fyrir föstu- daginn þannig að það er vetrarlegt í kortunum næstu daga. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI „Okkar tap hleypur á milljörðum,“ segir Róbert Wess- man, eigandi Salt Investment, sem fáeinum dögum fyrir banka- hrunið keypti bréf fyrir um sex milljarða í Glitni. Það var bankinn sjálfur sem seldi Salt Investments bréfin í Glitni sem urðu verðlaus eftir bankahrunið. Róbert kveður Glitni hafa fjármagnað kaupin en að hann hafi hins vegar lagt fram verulegar tryggingar fyrir þeirri fjármögnun. Það sé alls ekki rétt að hann gangi nánast taplaus frá þessum viðskiptum. Þvert á móti tapi hann milljörðum króna eins og fyrr segir. Nánar um upphæðina vill hann ekki segja að svo stöddu. Fram hefur komið að Róbert og Salt Investments vilja fá kaupun- um á Glitnisbréfunum rift. Róbert segir lög sem nýlega voru sam- þykkt á Alþingi um að ekki megi lögsækja gömlu bankana á meðan þeir eru í greiðslustöðvun, setja strik í reikninginn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Glitni greiðslustöðvun til 13. febrúar á næsta ári. „Við erum enn með riftunarmál- ið í vinnslu þótt það megi ekki lög- sækja bankana á meðan þetta ástand varir,“ segir Róbert. - gar Lög um málsóknir gegn bönkum í greiðslustöðvun hindra Róbert Wessman: Ég tapaði milljörðum á Glitni RÓBERT WESSMAN Keypti hlutabréf í Glitni fyrir sex milljarða króna af bank- anum sjálfum rétt áður en fjármálakerf- ið fór á hliðina og bréfin urðu verðlaus. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRAKKLAND, AP Angela Merkel Þýskalandskanslari gekk í gær á fund Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta í París þar sem þau reyndu að finna sameiginlegan flöt á viðbrögðum landanna tveggja við efnahagsvandanum sem nú steðjar að. Þýska stjórnin hefur viljað fara þá leið að hugsa fyrst og fremst um efnahagsvandann innanlands, en Sarkozy leggur mikla áherslu á sameiginleg viðbrögð Evrópu- sambandsríkjanna við vandanum. Á fundinum í gær urðu þau sammála um að reyna að sam- hæfa viðbrögð landanna, án þess þó að neinar ákvarðanir hafi verið teknar. - gb Sarkozy og Merkel í París: Bregðast ólíkt við vandanum ANGELA MERKEL OG NICOLAS SARKOZY Gerðu tilraun til að stilla saman strengi sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GEORGÍA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að skothríð nálægt bílalest í Georgíu, þar sem forsetar Georgíu og Póllands voru á ferð nú um helgina, hafi verið að undirlagi Georgíu. Tilgangurinn hafi verið sá að veikja álit á Rússlandi og aðskilnaðarhéruðunum Suður- Ossetíu og Abkasíu. Áður hafði Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, sakað rússneska hermenn um skothríðina. Saakashvili var ásamt Lech Kazcynski, forseta Póllands, á ferð við landamæri Suður-Ossetíu þegar skothríðin hófst. - gb Utanríkisráðherra Rússlands: Vísar ábyrgð- inni á Georgíu STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ekki nauðsynlegt að skipta um menn í stjórn Seðlabankans áður en lengra er haldið í þeim aðgerðum að koma íslensku efnahag á réttan kjöl. Hún hafi þó áhyggjur af því að Seðlabankinn og ríkisstjórnin gangi ekki í takt. „Ég hef sagt það að ég ber vissan kvíðboga fyrir því að það sé ekki alveg sama skoðun uppi í Seðlabankanum og hjá ríkis- stjórninni fyrir ýmsum hlutum og það er ekki gott,“ segir hún. - jse Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ber kvíðboga fyrir samstarfi STJÓRNMÁL Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra og sendinefnd hans reyndu að fá Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, til að slaka á kröfum varðandi Icesave- reikninga Landsbankans á fundi í Lundúnum 2. september. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Sivjar Friðleifs- dóttur. „Tilgangurinn með fundinum var að fara fram á að bresk stjórnvöld heimiluðu að innláns- reikningarnir yrðu fluttir í breskt dótturfélag strax en að Lands- bankanum yrði gefinn eðlilegur frestur til skipulegs flutnings á eignum á móti innstæðum þannig að fjármögnunarsamningar bankans röskuðust sem minnst,“ segir í svarinu. Ekkert kemur fram um viðbrögð Darlings. - bþs Fundurinn með Darling: Björgvin bað um tilslakanir STJÓRNMÁL Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, vill ekki tjá sig um hjónavígslu forsetahjón- anna að öðru leyti en því að hann hafnar því að hafa gert mistök þegar hann gaf þau saman. Guðmundur gaf forsetahjónin saman í maí 2003. Tíu vikum eftir athöfnina barst forsetanum bréf frá Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, sem taldi ágalla á vígslunni og sagði að það hefðu verið mistök af hálfu sýslumanns að gefa þau saman. Lögmanni hjónanna fannst málið tortryggi- legt og gaf í skyn að sýslumaður hafi verið undir óeðlilegum þrýstingi þáverandi forsætiráð- herra. Guðmundur vísar ávirðing- um um embættisafglöp á bug en vill að öðru leyti ekkert um málið segja. „Þetta mál var afgreitt fyrir fimm árum síðan.“ - bs Sýslumaðurinn í Hafnarfirði: Tjáir sig ekki um hjónavígslu GENGIÐ 24.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,4835 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 139,89 140,55 209,77 210,79 177 178 23,744 23,882 19,679 19,795 16,985 17,085 1,4678 1,4764 206,85 208,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.