Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 30
22 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK,“ segir Valgarður Guð- jónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg sam- koma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auð- vitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn.“ Fræbbblarnir spiluðu tvö Sex Pistols-lög og „Police & Thieves“ með The Clash. Síðar skrifaði Ingólfur A. Þorkels- son, skólameistari í Sögu MK: „Hávaðinn var ærandi og hljóðfærin voru barin án miskunnar. Söngurinn var sem öskur úr ungum bola og söngstíllinn harður, allt að því ógnandi og framkoma sveitarinnar öll hin fáránlegasta.“ „Það voru samt einhverjir í salnum sem höfðu gaman af þessu og meira að segja mamma eins vinar okkar, man ég,“ segir Valli. Fræbbblarnir starfa enn og 87 lög liggja eftir sveitina á plötum. „Við ætlum að þrjóskast við og gera allavega eina plötu í við- bót. Hún kemur líklega út á næsta ári og vinnuheitið er Puttinn. Textarnir voru upp- haflega hugsaðir sem minn- ingargreinar um drullusokka, bæði raunverulega og skáld- aða, en ég veit ekki hvort ég held það þema út á heilli plötu.“ Fræbbblarnir spila á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, aðallega nýtt efni, en nokkra klassíkera í bland. Aðgangur er ókeypis. - drg Fræbbblarnir þrjátíu ára VIÐ VORUM ALVEG ÚT ÚR KÚ Fræbbblarnir pönka í árdaga. > GEORGE FYRIR DÓM Fyrrum forsprakki eitís-hljómsveit- arinnar Culture Club, Boy George, er fyrir rétti um þessar mundir. Er söngvarinn ásakaður um mannrán á norsku fyrirsætunni Auðunni Carlsen. Fram kom við réttarhöldin í gær að George hefði handjárn- að Carlsen við vegg skömmu eftir að hann tók nektar- myndir af Norðmanninum. Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót,“ segir Rúnar Júlíusson, Hr. Rokk, en fer- ill hans er rakinn á þrefaldri plötu, Söngvar um lífið, sem er nýkomin út. „Fyrstu lögin á disknum eru frá 1966. Þá vorum við í útrás og náðum samningum við plötufyrir- tæki Bítlanna, Parlophone, og Col- umbia í Bandaríkjunum, sem var og er ein stærsta útgáfa í heimi. Það var ansi mikil bjartsýni í loft- inu á þessum tíma og sú bjartsýni hefur svo sem ekkert dofnað, að minnsta kosti ekki hvað mig varðar; draumurinn er enn þá til staðar.“ Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, einhver 100-200 lög. Ég var í feimniskasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfs- traust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því. Ég hélt upp á 45 ár í bransanum nú í október og spilaði tvö gigg sama daginn, á hippahátíð í Vestmannaeyjum og með Karlakór Keflavíkur í Kefla- vík.“ Rúnar hefur ekki tölu á skipt- unum sem hann hefur spilað. „Nei, ég hef enga hugmynd. Sum árin hafa þetta kannski verið 250- 300 gigg á ári. Ég hef dregið aðeins úr þessu í seinni tíð. Maður hefur ekki sömu orkuna. Ég get ekki gert það sem ég gat áður og þá geri ég það bara öðruvísi. Ég reyni samt að fresta hrörnuninni eins og ég get. Fer í morgungöngu í hvaða veðri sem er kl. 7 og lyfti síðan í Lífsstíl.“ Rúnar vonar það besta og er bjartsýnn að vanda. „Ég hef alltaf verið eigin herra og sé því ekki fram á atvinnuleysi. Ef maður er einhvers virði hefur maður alltaf eitthvað að gera. Maður vonar bara að það bresti ekki á með landsflótta því þá verður ekkert sérlega gaman fyrir þá sem eftir húka. Þjóðlífið þrífst á öðru fólki.“ drgunni@frettabladid.is Rúnar Júl staldrar við LÍTUR YFIR FARINN VEG Söngvar um lífið er glæsileg þriggja diska útgáfa með Rúnari Júlíussyni. MYND/ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON „Þetta er spennandi.“ gerður kristný / mannamál, stöð2 „… hrífandi frásögnin er hagan- lega fléttuð inn í meistaralega byggt verkið.“ einar falur ingólfsson, morgunblaðið „... margslungin saga um ást, missi, og það að vera til.“ eiríkur guðmundsson „Það er hrein unun að lesa texta sem er svona þaulunninn ...“ úlfhildur dagsdót tir, www.bokmenntir.is HOTEL CABIN Hin rómaða þakkargjörðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 27. og 28. nóvember. Í hádeginu 27. og 28. nóvember. Fimmtudagskvöldið 27. nóvember og föstudagskvöldið 28. nóvember. Verð einungis: 2.550 kr. í hádeginu 2.950 kr. á kvöldin Léttir djasstónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í síma 511 6030 Stærri hópar (50 manns eða fleiri) geta fengið salinn á 7. hæð út af fyrir sig. ÞAKKARGJÖRÐAR KALKÚNN Á HÓTEL CABIN „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. „Þegar við förum á festivöl borga þau okkur fyrir að koma og síðan erum við háð því að fá frá mennta- málaráðuneytinu og höfum líka verið í samstarfi við Reykjavíkur- borg. Það eru margir búnir að vera góðir við okkur og það er langt í frá, þótt einn banki fari á hausinn, að við deyjum,“ segir Rakel og bætir við að samstarf Vesturports við Lands- bankann hafi klárast áður en efna- hagskreppan skall á. Nefnir hún jafnframt Bílaleigu Akureyrar sem nýjan samstarfsaðila Vesturports. Fram undan hjá leikhópnum er sýningin Dubbeldusch sem verður frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhús- inu í janúar. Eftir það taka við sýn- ingar á Faust í Hong Kong í febrúar og þar á eftir verður leikritið Ham- skiptin sýnt í Ástralíu og Tasmaníu. Þar mun Lára Sveinsdóttir hlaupa í skarðið fyrir Nínu Dögg Filippus- dóttur sem er upptekin við að leika í Don Juan í London. Gísli Örn Garð- arsson, sem leikur á móti henni í Don Juan, fékk aftur á móti leyfi til að ferðast með Vesturporti og tekur hann því þátt í uppfærslunni í Ástralíu og Tasmaníu. - fb Ekki á dánarbeði HAMSKIPTIN Vesturport sýnir leikritið Hamskiptin í Ástralíu og Tasmaníu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.