Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 11 Alltof margir greiða fyrir líkamsrækt sem þeir stunda ekki. Björn er ýkt dæmi um slíkan „styrktaraðila“. Hann skrifar: „Ég keypti kort hjá Hreyfingu í júní 2007 og þá var dregið af visa-kortinu mínu 3.690 kr. á mánuði. Ég mætti reyndar ekki í einn tíma eftir að ég keypti kortið og ári seinna sé ég á visa-reikningnum að ég var að borga 6.900 kr. á mánuði. Þegar ég ætlaði að segja kortinu upp var mér tjáð að ég hefði bundið mig til 36 mánaða og þar sem ég hafi ekki gert athugasemd- ir við hækkunina þá hafi þau tekið hana sem samþykkta. Mér var boðið að borga 47.610 kr. í riftunarsamning. Ég spyr: Er hægt að binda fólk í svona langan tíma? Er ekki hámarkstími 6 mánuðir? Og er þetta lögleg hækkun úr 3.690 í 6.900 kr.?“ Ágústa Johnson svarar: „Hreyfing leggur mikla áherslu á að skilmálar samninga við viðskiptavini séu skýrir, vel læsilegir og sanngjarnir. Á framhlið samningsins kemur fram klausa sem Björn kvittaði sérstaklega fyrir að hafa lesið. Þar kom fram að starfsemi Hreyfingar væri að flytja í nýtt og betra húsnæði og að breytingar yrðu á verðskránni á þeim tímamótum. Ef óskað væri eftir að slíta samningi vegna hækkunarinnar var heimilt að gera það í janúar 2008 gegn 5.000 kr. riftingargjaldi. Okkur þykir leitt að Björn skyldi ekki nýta kortið sitt í Hreyfingu og við hvetjum hann til að koma til okkar sem fyrst og byrja að æfa og nýta kortið sitt. Innifalið í aðildinni hans er einnig sundkort sem gildir í allar sundlaugar ÍTR svo hann gæti verið að fá mikið fyrir peninginn sinn ef hann bara kysi það.“ Neytendur: Játningar „styrktaraðila“ líkamsræktarstöðvar Keypti kort til þriggja ára en mætti einu sinni! Í dag: Egilsstaðir, Hótel Hérað – kl. 20.00 Staðir: Selfoss, Hótel Selfoss – 26. nóvember kl. 18.00 Reykjavík – Útifundur á Ingólfstorgi – 27. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: Áfram Ísland – fyrir hag heimilanna. Hvert skal halda? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Pallborð: Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu við FÍH Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að ályktun fundarins Í lokin verður boðið upp á kaffispjall ÁFRAM ÍSLAND – fyrir hag heimilanna Fundarherferð ASÍ um landið í samstarfi við aðildarfélögin ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is STJÓRNMÁL Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi hans í bæjarstjórn Fjallabyggðar, sækist eftir embætti varaformanns Framsóknar- flokksins. Forystukjör verður á flokks- þingi Fram- sóknar í janúar. Í tilkynningu kveðst Birkir hafa fengið margar áskoranir um að sækjast eftir forystuhlutverki í flokknum. Segir hann ákvörðun um að gefa kost á sér í embætti varaformanns hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Birkir er 29 ára Siglfirðingur. Hann hefur setið á þingi í fimm ár en var áður aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. - bþs Forysta Framsóknarflokksins: Birkir vill verða varaformaður BIRKIR JÓN JÓNSSON SÓMALÍA, AP Amr Moussa, leiðtogi Arababandalagsins, hvetur arabaríki til að beita sjóher sínum gegn sjóræningjum við austur- horn Afríku. „Það ætti að vera sameiginleg- ur herafli arabaríkja sem byggður er á ákvæðum og anda arabaráðstefnanna,“ sagði Moussa í gær í Kaíró í Egypta- landi, og vísaði til varnarsamn- ings arabaríkjanna. Herskip frá NATO, Bandaríkj- unum og fleiri ríkjum fylgjast með siglingaferðum á sjóræn- ingjaslóðunum út af Sómalíu, en flest þessi herskip hafa afar takmarkað umboð til að bregðast við. - gb Leiðtogi Arababandalagsins: Vill aðgerðir gegn sjóránum DREGNIR FYRIR DÓM Átta sómalskir sjóræningjar eru í haldi í Kenía. NORDICPHOTOS/AFP Stjórn Slökkvistöðvar höfuðborgar- svæðisins hefur hafnað boði fyrir- tækisins Tréfags um kaup á byggingu undir slökkvistöð við Víkurhvarf í Kópavogi. Stjórnin segir að staðsetn- ingin og húsnæðið henti ekki. SKIPULAGSMÁL Hafna lóð fyrir slökkvistöð HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir ungling- ar drekka meira af gosdrykkjum en unglingar annars staðar á Norðurlöndum og um helmingur unglinga á Íslandi neytir umtals- vert meira af gosdrykkjum en unglingar í nágrannalöndum okkar. Þetta kemur fram í norrænni skýrslu um áhættumat vegna neyslu koffíns sem birtist í október. Skýrslan er liður í samstarfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Matvælastofnun heldur opinn fræðslufund um koffín í dag, í umdæmisskrifstofu stofnunarinn- ar í Reykjavík að Stórhöfða 23 klukkan 15.00. - kg Íslenskir unglingar: Neyta meira koffíns en aðrir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.