Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 27 Nýtt í Skífunni! Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Raggi Bjarna Lögin sem ekki mega gleymast Raggi Bjarna syngur ásamt gestum lögin sem ekki mega gleymast. Hann tileinkar plötuna minningu Hauks Morthens, Óðins Valdimarssonar og Alfreðs Clausen. Skemmtileg og fjölbreytt plata og meðsöngvarar eru m.a. Ellen Kristjáns, Kristjana Stefáns, Bjarni Ara og Jónsi. Agnar Már Magnússon stýrði upptökum. Enska úrvalsdeildin Wigan-Everton 1-0 1-0 Henri Camara (50.). Enska b-deildin Barnsley-Burnley 3-2 Jóhannes Karl Guðjónsson lék fyrstu 55 mínút- urnar í liði Burnley og fór útaf í stöðunni 3-0 fyrir Barnsley. Iceland Express kvenna KR-Grindavík 68-56 (26-34) Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 22 (16 frák., 5 varin), Hildur Sigurðardóttir 15 (9 frák., 4 stoðs.), Guðrún Ósk Ámundadóttir 15, Helga Einarsdóttir 8 (9 frák., 3 varin), Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 4 (7 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Arna Sigurðardóttir 2. Stig Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir 15, Íris Sverrisdóttir 9, Helga Hallgrímsdóttir 7 (13 frák., 5 varin), Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6 (8 frák.), Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 5, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3. STAÐAN Í DEILDINNI: Haukar 7 6 1 494-432 12 Keflavík 7 5 2 565-459 10 Hamar 7 5 2 553-455 10 KR 8 5 3 534-497 10 Grindavík 8 3 5 544-554 6 Valur 7 3 4 410-420 6 Fjölnir 7 1 6 385-562 2 Snæfell 7 1 6 430-536 2 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir er búin að gera eins árs samning við sænsku bikarmeistarana Linköping sem er eitt sterkasta félagslið heims. Margrét Lára hefur átt í samn- ingaviðræðum við sænska liðið í nokkrar vikur en nú er samning- urinn í höfn. „Nú er bara að vinna sér sæti í liðinu. Liðið er með sjö sænskar landsliðskonur og það verður mjög hörð samkeppni um stöðurnar,“ segir Margrét Lára sem fer til Svíþjóðar í febrúar. Margrét Lára segir Linköping spila sóknarbolta og að henni lítist mjög vel á að spila með þessu sterka liði sem endaði í 2. sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir: Samdi við Lin- köping í gær TIL SVÍÞJÓÐAR Margrét Lára spilar með einu sterkasta liði Svíþjóðar á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Stórleikur systranna Sigrúnar og Guðrúnar Óskar Ámundadætra lagði grunninn að fjórða sigri KR í röð í Iceland Express-deild kvenna þegar liðið vann 12 stiga sigur á Grindavík, 68-56, í baráttuleik um 4. sætið í deildinni. Eftir leikinn munar fjórum stig- um á liðunum og KR er auk þess með mun betri innbyrðisstöðu í baráttunni um síðasta sætið inn í efri hluta deildarinnar. Systurnar skoruðu saman 37 stig í leiknum í gær þar af 21 af þeim í fjórða leik- hlutann sem KR vann 31-17. Grindavíkurliðið byrjaði mun betur, komst í 5-9 og 7-16 og var með átta stiga forskot í hálfleik, 26-34. Leikurinn einkenndist af baráttu og litlu stigaskori en þegar á reyndi þá fór KR-liðið í gang á hárréttum tíma. KR-konur lögðu grunninn að sigrinum með því að skora 19 stig í röð í fjórða leikhluta og breyta stöðunni úr 46-50 fyrir Grindavík í 65-50 fyrir KR. Grindavíkurliðið skoraði þá ekki í rétt tæpar fimm mínútur en á sama tíma skoruðu systurnar 14 stig, Sigrún 8 og Guð- rún 6. Hin 16 ára Heiðrún Kristmunds- dóttir átti líka góða innkomu í seinni hálfleik og var meðal annars með 4 stoðsendingar á 14 mínútum og saman með Hildi Sigurðardótt- ur náði hún að koma KR-sókninni í gang. Sigrún Ámundadóttir átti góðan leik í liði KR og endaði með 22 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta. Guðrún endaði með 15 stig og 56 prósenta skotnýtingu á 24 mínút- um. Hildur Sigurðardóttir var líka traust með 15 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og þá var Helga Einarsdóttir seig. Grindavík hefur nú tapað þrem- ur leikjum í röð og staða liðsins í baráttunni um sæti í efri hlutan- um er orðin slæm. Helga Hall- grímsdóttir og Ingibjörg Jakobs- dóttir voru bestar. - óój KR tryggði stöðu sína í 4. sæti Iceland Express-deildar kvenna með 12 stiga sigri á Grindavík í gærkvöldi: Systurnar voru í stuði á úrslitastundu 22 STIG OG 16 FRÁKÖST Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var öflug í liði KR gegn Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í TCU halda áfram sigurgöngu sinni í banda- ríska háskólaboltanum og hafa nú unnið fjóra fyrstu leiki tímabils- ins. Helena var stigahæst í þriðja leiknum í röð þegar hún skoraði 17 stig á 23 mínútum í 89-75 sigri á Sam Houston State. Helena hefur nýtt 58 prósent skota sinna og 85 prósent vítanna í þessum leikjum og er efst hjá liðinu í stigum (17,8 í leik), fráköstum (7,0) og stoðsendingum (5,0). - óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Búnar að vinna alla leikina ALLT Í ÖLLU Helena Sverrisdóttir er að gera góða hluti hjá TCU. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.