Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 16
16 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Umtalsverð gengishækkun hefur orðið á reiðinni síðustu vikur. Telst hún ótvírætt til tekna í yfirstandandi umróti. Um það vitna svör almennings í fjölmiðl- um, hvort heldur er á mótmæla- fundum, vinnustöðum eða á götum úti. Reiðin er guðspjall dagsins. Hún breiðist út eins og hver önnur umgangspest, einn smitar annan, ekki síst þar sem margir koma saman. Það er líka gaman að vera reiðir saman. Verða hluti af stærra samhengi og upplifa órofa samstöðukennd sem er nánast áþreifanleg. Þetta er öðrum þræði ævintýri, þótt tilefnið sé efnahags- hrun. Þetta er líka sefjun. Opin og almenn umræða og fjölsóttir borgarafundir eru það besta sem hægt er að hugsa sér í núverandi aðstæðum. Einörð og opinská skoðanaskipti geta bæði kveikt nýjar hugmyndir og fylkingar um tiltekin málefni. Sumt gagnlegt, annað ekki. Margar kröfur um breytingar á fólki í ábyrgðarstöðum eru eðlileg- ar, aðrar orka tvímælis. Það hlýtur fleirum en mér að þykja dálítið djarft þegar stjórnmálamenn eða mótmælendur fullyrða að þeir tali í nafni Þjóðarinnar: „Þetta er það sem þjóðin vill!“ Skoðanir einstaklinga eða hópa eru ekki endilega þjóðarvilji, þó að einhverjum þyki það kannski ótrúlegt. Þjóðin kýs á fjögurra ára fresti. Kosningarétt- ur í lýðræðisríki eru forréttindi sem ber að taka alvarlega. Skipti menn um skoðun, geta þeir merkt við í samræmi við það í næstu kosningum. Við og hinir-viðhorfið Það er gaman að sjálfsprottnum áhuga á því að taka þátt í skipu- lögðum mótmælafundum og borgarafundum, en óskemmtilegt að verða fyrir ágengum þrýstingi vinnufélaga sem staðhæfa að það sé borgaraleg skylda að mæta á Austurvöll. Samstaðan er gefandi og krafturinn sem leysist úr læðingi skapandi. En ef menn eru ekki réttum megin við raunveru- leikann getur sjáfsupphafningin læðst inn í sinnið. Við og hinir- viðhorfið. Við, góða og heiðarlega hugsjónafólkið, og hinir spilltu, sérgóðu ómerkingarnir. Svona einfalt er ekkert í lífinu Eggjakastið virðist vera orðinn fastur liður. Hlýtur að vera mjög skemmtilegt fyrir krakkana sem þarna eru með foreldrum sínum. Naumast fá þau að vera í svona leik heima hjá sér. Ef þau eiga eftir að reiðast illa yfirvöldum í eigin skóla, til dæmis vegna mismununar, lélegrar kennslu eða ósanngjarnrar einkunnar, vita þau hvernig þau eiga að láta þá reiði í ljós. Og þótt þau myndu kasta kílóum af eggjum í skólann sinn og draga að húni mynd af apa, gerðu þau hvorki ráð fyrir að þurfa að þrífa eftir sig né fá kárínur. Af því að reiðin þeirra var svo réttlát. Og réttlát reiði er dyggð. Enginn skyldi vanmeta mátt fordæmisins. Engli og vinir hans Öllum getur orðið heitt í hamsi, ekki síst ef þeim finnst brotið á sér. Óöryggi og vanmáttur eru eldsneyti í reiðina og því eðlilegt að hún brjótist fram í núverandi aðstæðum hér á landi. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að leiða hana til öndvegis. Uppvaxandi kynslóð heyrir og sér í kringum sig svartsýni og óöryggi. Hún þarf ró og innra öryggi heima hjá sér. Börn eru eitt skilningarvit. Orðin ein duga ekki. Þau skynja líðan foreldra sinna og vanlíðan þeirra sekkur inn í þau og tekur sér þar bólfestu. Stundum til frambúðar. Þess vegna þurfum við að hlúa að gleði og jafnvægi í eigin ranni. Börn eru yfirleitt jákvæð nema þeim sé kennt annað. Fimm ára vinur minn, sem byrjaði í Ísaksskóla í haust, heimsótti mig í vikunni. Hann er mannblendinn, líflegur og eftirtektarsamur. Að þessu sinni vildi hann að við gerðum sögu saman. Hann myndi búa til söguna en ég slá hana inn í tölvuna og prenta síðan út. Ég ætla að botna þennan pistil með fyrsta kaflanum í hugarsmíð fulltrúa framtíðarinnar, vegna gildismats- ins sem þar birtist. Sagan heitir Engli og vinir hans: „Einu sinni var engill, sem hét Engli. Allir hinir englarnir voru alltaf að stríða honum. Hann var fallegasti engillinn á himnum. Einn dag komu tveir englakrakkar og vildu vera vinir hans Engla, fallegasta engilsins. Tvö hrekkju- svín hræddu nýju englakrakkana í burtu. Engli átti einn góðan vin. Hann hét Rafael. Þeir léku sér oft saman. Einn daginn komu hrekkjusvínin tvö aftur og sögðu: „Megum við vera vinir þínir líka?“ „Já, já,“ sagði Engli. Allir krakkarnir voru í skemmti- legum englaskóla. Þau lærðu að lesa og reikna og lærðu líka fullt af fallegum lögum. Í frjálsu tímunum máttu þeir teikna það sem þeir vildu. Engli teiknaði blóm fyrir kennarann, og þá gerðu vinir hans það líka.“ UMRÆÐAN Þórhildur Halla Jónsdóttir skrifar um fjármálakreppuna Á dögunum gáfust íslensk stjórnvöld upp gegn kúgunaraðgerðum erlendra stjórn- málaafla og valdastofnana og gengust í skuldaábyrgð fyrir Icesave, innlánsreikn- inga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Með þessari uppgjöf sem ríkisstjórnarflokk- arnir hafa gert sig seka um hefur íslensku þjóðinni verið steypt í slíkt skuldafen að ólík- legt er að við náum að krafla okkur þaðan upp á lífs- tíma þeirra miðaldra manna sem bera ábyrgðina. Lagalegur ágreiningur hefur verið um ábyrgð íslenska ríkisins gagnvart skuldum Landsbankans í öðrum löndum sem urðu til í kjölfar bankakreppunn- ar. Spurningin um hvort íslenska ríkið hafi í raun verið ábyrgt fyrir sparnaði þúsunda Breta og Hol- lendinga verður hugsanlega aldrei svarað, ábyrgð- inni var einfaldlega varpað yfir á okkur. Þessar málalyktir, sem í fjölmiðlum eru kallaðar „lausn“ og „samkomulag“ þýða að ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt, þvert á allar yfirlýsingar forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra síðustu vikna, að hengja níðþungan skuldaklafa á íslensku þjóðina. Á það við um bæði núlifandi og kom- andi kynslóðir. Skuldaklafa sem íslensk þjóð þarf að bera næstu áratugina. Fyrir vikið verður mun erfiðara fyrir íslenskt efnahags- líf að rétta úr kútnum þegar krumlur kreppunnar lina takið. Auðvitað hefði átt að láta reyna á lagalegu hliðina og reka málið fyrir dómstólum til að fá úr því skorið á skýran hátt hvort ábyrgðin lægi hjá íslenska ríkinu. En þrælsótti ríkis- stjórnarinnar við að missa af láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum varð skynseminni yfir- sterkari. Örvænting og örþrifaráð hafa einkennt atburðarásina frá því í lok september þegar banka- hrunið varð. Langtímaúrlausnir virðast ekki vera komnar í tísku núna þrátt fyrir að spilaborg skamm- tímalausna og skammtímahagsmuna sé hrunin og liggi fyrir fótum almennings sem kallar á lýðræði og kosningar niðri á Austurvelli á hverjum laugardegi. Það er fólkið sem mun ásamt börnum sínum þurfa að borga allar skuldirnar og enn hlustar enginn í stjórnarráðinu á það. Höfundur er ritari Ungra vinstri grænna. Við sem vorum gerð ábyrg Öldur reiðinnar S tjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálf- stæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratug- um: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn. Rekstur er gagnrýndur: vannýting á fastráðnum listamönnum og stjórn hússins stendur ekki við ákvæði um langtímaskipulag. Aðsókn er ekki fullnægjandi og sviðsetningar of margar sem skila litlu upp í stofnkostnað. Þótt Þjóðleikhúsið fái stærstan hlut opinberra styrkja til leiklistar hefur halli verið á rekstrinum með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Náði hallinn um 90 milljón- um í árslok 2005 og skýrist mest af halla á síðustu stjórnarárum Stefáns Baldurssonar. Fjölmargar athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru tæknilegs eðlis og hlýtur þjóðleikhússtjóri að sinna þeim. Í tvennu víkur stofnunin að listrænum ramma: samstarfi við aðra, einkum á sviði listdans og söngverkaflutnings. Erfiður rekstur Íslensku óperunnar hefur leitt í ljós að gestafjöldi á kostnaðarsamar sýningar inniber í sér halla: raunar eru Óperan, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og einkaaðilar sem hyggja á stórsýning- ar tilneydd að skoða í alvöru starfsemi í nýju tónlistarhúsi þegar það er fullbyggt. Aðeins með svo stórum áhorfendasvæðum er fulltryggður rekstur á stærri sýningum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að því að lausráðnum listamönn- um fjölgar og fastráðningum fækkar og vinnuframlag þeirra minnkar. Það er munaður sem Þjóðleikhúsið hefur ekki efni á. Er einsýnt að leikhúsið á að hverfa að eldra fyrirkomulagi og nýta fasta starfskrafta sem best, vanda meira til undirbúnings og fækka sviðsetningum, ekki síst í ljósi þess offramboðs sem er hér á leikhúsmarkaði. Sú mismunun sem ríkir milli einkarekinna leikflokka þurfi leiðréttingar við. Stjórnvöld ættu að endurskoða hlutaskipta- reglu í allri leiklistarstarfsemi. Skynsamlegt er að halda Þjóð- leikhúsinu opnu allt árið, hvort sem það er með samstarfi við aðra aðila eða í nafni hússins. Fyrirhuguð lokun smærri sviða er skynsamleg enda eru þau í óhagkvæmu húsnæði til bráðabirgða. Auk bættrar aðstöðu til stærri sýninga í tónlistarhúsi er aðstaða til leiksýninga víða að batna: á Akureyri og menningarhúsum. Það er óþarfi að láta stór hús standa auð en neyða leikflokka til starfa í óhagkvæmu húsnæði. Draumur um Þjóðaróperu í Kópavogi er nú fjarlæg- ur, enda virðist sú aðstaða óþörf takist að klára tónlistarhúsið. En umfram allt verða stjórnvöld að ganga frá eðlilegu viðhaldi á Þjóðleikhúsinu og tryggja að markmiðalýsingar í samningi stjórnenda þess og ráðuneytis haldi. Jafnframt verður að marka stefnu til framtíðar í viðbyggingarmálum hússins. Stjórnsýsluúttekt um Þjóðleikhús: Nauðsyn á endur- skipulagningu PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Þjóðarsálin JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Vonda fólkið Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands, skrifaði snarpa grein í Fréttablaðið um helgina undir yfirskriftinni „Hér segir frá vondu fólki“. Greinin er viðbrögð við óánægjuröddum sem heimta afsagn- ir ráðamanna og væna þá jafnvel um spillingu. Sighvatur segir að frá því hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi lýðræðislega kjörnir fulltrúar ætíð þurft að sitja undir ávirðingum um vonsku og spillingu. „Ólánsöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu,“ skrifar Sighvatur. Óvönduðu vinnubrögðin Í árslok 2003, tveimur árum eftir að Sighvatur hætti á þingi, samþykktu þingmenn ný lög um eftirlaun ráðamanna. Markmið laganna var meðal annars sagt vera að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Hins vegar var ekkert í lögunum sem kom í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn þægju eftirlaun og gegndu fullu starfi hjá hinu opinbera. Þetta var ekki tilgangurinn með lögunum, játuðu þingmenn, og vildu bæta úr þessum ágalla sem fyrst. Af því hefur ekki enn orðið og hefur eftirlaunamál- ið verið eitt umdeildasta pólitíska mál síðari ára. Ólánsama þjóðin En þó svo að þeir sem samþykktu nýja eftirlaunafrumvarpið hafi ekki gert ráð fyrir að menn færðu sér þessa handvömm í nyt, kom það ekki í veg fyrir að gamlir þingmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera nýttu sér þennan „áunna rétt“ sinn. Í þeim hópi var Sighvatur Björgvinsson, sem sá ekkert því til fyrirstöðu að þiggja eftirlaun sem fyrrverandi þingmaður um leið og hann gegndi starfi framkvæmdastjóra ÞSSÍ. Ekki nema von að Sighvati blöskri bjöguð réttlætiskennd hinnar ólánsömu þjóðar. bergsteinn@frettabladid.is ® ÞÓRHILDUR HALLA JÓNS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.