Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 14
14 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 42 637 +0,29% Velta: 245 milljónir MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +12,95% MAREL +2,21% BAKKAVÖR +1,91% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -0,74% ÖSSUR -0,72% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +1,33% ... Atorka 0,50 +0,00% ... Bakkavör 2,13 +1,91% ... Eimskipafélagið 1,32 +0,76% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 78,60 +2,21% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 96,30 -0,72% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 236,94 -0,52% Of stór fyrir Seðlabankann Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, fór mikinn í Markaðn- um á Stöð 2 á laugardag og gagnrýndi harkalega þá þingmenn og ráðherra Samfylkingarinnar sem kallað hafa eftir kosningum. Sagði Þórlind- ur ódýrt að ætla að „innleysa þannig pólitískan hagnað“ með þeim hætti. Athyglisvert er að Geir H. Haarde forsætisráðherra greip til nákvæmlega sama orðalags í umræðum um van- traust á ríkisstjórnina á Alþingi í gær. Þykir þetta til marks um að formaður SUS sé sannarlega í innsta hring á stjórnarheimilinu. Einmitt í því ljósi var athyglisvert að heyra Þórlind halda því fram í þættinum, að alveg eins og sagt væri að bankarnir hefðu verið orðnir of stórir fyrir Ísland og Seðlabankann, mætti segja um Davíð Oddsson að hann væri orðinn of stór fyrir Seðlabankann líka. Hannesar jafni Um téðan Davíð Oddsson má segja, að honum er jafnan lagið að verða miðpunktur umræðunnar í landinu og fara þar jafnvel með dagskrárvald. Rifjað er upp að á sextugsafmæli Davíðs í ráðhúsinu í janúar á þessu ári hélt Hall- dór Blöndal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, og sá sem á að hafa eftirlit með störfum bankastjóra Seðlabankans, magnþrungna ræðu, sem endaði á ljóði til afmælis- barnsins. Það var svona: „Þjóðskörungur / leiddi þjóð sína / ódeigur / inn í árþúsund / nýrra vona, / nýrra hugsjóna. / Heill sé þér Davíð / Hannesar jafni. Peningaskápurinn … Fyrrverandi eigendur Glitn- is, Landsbanka og Kaup- þings skulduðu bönkunum samtals um 275 milljarða króna, um mitt árið, sam- kvæmt uppgjörum. Seðla- bankastjóri sagði á dögun- um að einn aðili hefði fengið þúsund milljarða að láni í bönkunum þremur. Slíkar upplýsingar finnast ekki í uppgjörunum. Samanlögð lán stóru viðskipta- bankanna þriggja til eigenda sinna og annarra tengdra aðila námu um 275 milljörðum króna um mitt árið. Þetta kemur fram í hálfsársupp- gjörum bankanna. Eigendur Kaupþings og aðrir beintengdir, skulduðu honum 146 milljarða króna. Helstu eigendur Kaupþings voru Exista og Egla, bæði skráð í Hol- landi. Exista átti fjórðung og Egla tíund. Á bak við þessi félög eru menn eins og Bakkavararbræður og Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip. Um 36,8 milljarðar króna af þessum lánum voru til stjórnar- manna í Kaupþingi, annarra stjórn- enda og fjölskyldna þeirra. Eigendur Landsbankans, og aðrir tengdir aðilar, skulduðu bank- anum 64,2 milljarða króna rúma um mitt árið. Þar af voru tæpir 50 milljarðar lánaðir til stjórnar- manna og fyrirtækja þeirra. Fram kemur í árshlutauppgjöri bankans að Samson eignarhaldsfélag hafi ekkert fengið af þessu. Nú hefur komið fram að Landsbankinn eigi 36 milljarða króna kröfu á þrotabú Samsonar vegna ábyrgðar Eim- skips á XL Leisure. Stærstu eigendur Landsbankans voru Samson, með ríflega 40 pró- senta hlut. Landsbankinn sjálfur átti svo þrettán prósent í viðbót og loks Straumur, annar banki sem Björgólfsfeðgar eiga í ráðandi hlut. Hluthafar og stjórnendur Glitnis skulduðu bankanum 33,7 milljarða króna um mitt árið, samkvæmt uppgjöri. Stærsti hluthafinn voru tvö eignarhaldsfélög FL Group sem bæði voru skráð í Hollandi og sjálft FL Group hér heima. Saman- lagt átti FL Group tæp 30 prósent í bankanum eitt og sér. Tengd félög, svo sem segir í árshlutareikningn- um, skulduðu Glitni tæpalega 31 milljarð króna. Forstjórinn og lyk- ilstjórnendur skulduðu bankanum níu milljarða króna um mitt árið. Það mun hafa verið til hlutabréfa- kaupa. Fólkið á bak við bankana hefur staðið í ýmiss konar fjárfestingum og rekstri, í gegnum önnur félög og kennitölur en finnast á hlut- hafalistum bankanna. Ekki virðist gera gerð sérstök grein fyrir slík- um lánveitingum í árshlutaupp- gjörunum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri fullyrti í ræðu sinni hjá Viðskipta- ráði að einn aðili hefði fengið þús- und milljarða að láni hjá bönkun- um þremur. Bankastjórarnir hlytu að hafa vitað þetta, því þeir þekktu ekki aðeins eigin lán, heldur einnig gögn vegna veðtöku. „Og eftirlits- aðilar hljóta að hafa vitað það líka og hafa því teygt sig með ólíkind- um langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ ingimar@markadurinn.is Eigendur fengu 275 milljarða Seðlabankinn hefur tilkynnt að gjaldmiðlaskiptasamningar sem gerðir voru við norræna seðla- banka í vor verði framlengdir til loka næsta árs. Markaðurinn greindi frá því fyrir skömmu að þeir rynnu út um áramótin. Geir H. Haarde forsæt- isráðherra var spurður um samn- ingana á lokuðum blaðamanna- fundi fyrir tæpum mánuði og sagði þá óvíst hvað yrði eða hvort fram- lengja þyrfti samningana. Danski, norski og sænski seðla- bankinn veittu Seðlabankanum 500 milljóna evru lánalínu hver. Dregið hefur verið á samninga Dana og Norðmanna. Svíar neituðu, þegar leitað var til þeirra. - ikh Skiptasamning- ar framlengdir Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á fundi Viðskipta- ráðs í síðustu viku, veikja forsend- ur málsóknar íslenskra stjórnvalda á hendur Bretum. Þetta segir breska dagblaðið Financial Times. Eins og kunnugt er beittu bresk stjórnvöld fyrir sig hryðjuverka- lögum til að frysta eignir Kaup- þings og Landsbankans í Bretlandi eftir að íslenska ríkið tók starf- semi þeirra yfir í byrjun síðasta mánaðar. Í kjölfarið sömdu íslensk stjórn- völd við lögfræðifyrirtækið Lov- ells, eina af helstu lögmannsstof- um Lundúnaborgar, til að kanna möguleika á skaðabótakröfu á hendur breskum stjórnvöldum vegna þessa. Hluthafar gamla Kaupþings réðu lögfræðifyrirtæk- ið Grundberg Mocatta Rakison til sömu starfa. Forsendur málarekstursins brustu eftir að Davíð lýsti því yfir á fundinum að hann vissi hvað hefði ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverka- lögunum, að mati Financial Times og bætir við að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem svo háttsettur maður í íslensku efnahagslífi gefi til kynna að það sé Íslendingum sjálfum að kenna að Bretar hafi gripið til hryðjuverkalaganna. Hvorki náðist í Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen né Björgvin G. Sigurðsson vegna málsins í gær. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi forsætisráðuneytis, sagði ólíklegt að Geir myndi tjá sig um málið að sinni. - jab SEÐLABANKASTJÓRINN Davíð Oddsson segist vita ástæðu þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn gömlu íslensku bönkunum en við Íslendinga sjálfa sé að sakast. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sókn gegn Bretum brostin Forsvarsmenn Landsbankans harð- neita því að veita upplýsingar um lán til fyrrverandi eigenda bankans og fyrirtækja í þeirra eigu. Markaðurinn sendi í gær erindi um að Glitnir, Kaupþing og Landsbanki auk skilanefnda þeirra veiti upplýsing- ar um lán gömlu bankanna til eigenda sinna. Óskað var gagna úr lánabókum gömlu bankanna tvö ár aftur í tímann. Þegar hefur í Morgunblaðinu verið birtur hluti úr lánabókum Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi banka- stjóri, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrr- verandi eigandi, hafa kvartað undan því að bankaleynd hafi verið rofin. Í beiðni Markaðarins um upplýs- ingar var vísað til þess að formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að í málum af þessu tagi eigi bankaleynd- in ekki við, því mál verði að upplýsa. Undir það hafa aðrir tekið, til að mynda ráðherra í ríkisstjórninni. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði í Markaðnum með Birni Inga á laugar- dag að skilanefndum yrði bent á að setja undir leka. Landsbankinn sagði ekki hvort það væri bankinn sjálfur eða skilanefnd hans sem synjaði beiðni Markaðarins. Enn fremur var svarið ekki rökstutt, þótt rökstuðn- ingsins væri skilmerkilega óskað, með tilvísan í almannahagsmuni og þess að tortryggni verði eytt. Markaðurinn hefur engin viðbrögð fengið frá hvorki Kaupþingi né Glitni við þessari upplýsingabeiðni. Enn fremur hefur Markaðurinn skrif- að Fjármálaeftirlitinu og viðskiptaráð- herra vegna málsins. - ikh Neitað að upplýsa um lán Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.690kr. áður 3.380 kr. Aðeins 1.190kr. áður 2.380 kr. Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 1.445kr. áður 2.890 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 21.11.08 til 27.11.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.