Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 34
26 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Einn eftirsóttasti hand- boltamaður landsins þessa dagana er örvhenta stórskyttan Rúnar Kárason sem spilar með Fram. Rúnar hefur vakið mikla athygli hjá erlendum félögum upp á síð- kastið og fátt sem bendir til þess að hann muni leika á Íslandi næsta vetur. Rúnar spilaði með Fram gegn Gummersbach um helgina og fór síðan í gærmorgun til Berlínar þar sem hann hitti forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Fuchse Berlin að máli en félagið hefur haft mikinn áhuga á Rúnari um nokkurn tíma. „Ég var með íþróttastjóra félagsins í dag og hann sýndi mér aðstöðu félagsins og nýju, glæsi- legu höllina þeirra. Mér leist ágæt- lega á þetta og mun bara skoða þetta mál,“ sagði Rúnar við Frétta- blaðið í gær. Aðalástæðan fyrir því að hann ætlar ekki að taka neina ákvörðun með Berlín strax er sú staðreynd að hann vill fara til Danmerkur. „Draumurinn minn er að detta inn vonandi fljótlega. Ég hef verið að láta mig dreyma um að spila með FCK í Kaupmannahöfn og viðræður við þá eru farnar í gang,“ sagði Rúnar sem bíður ekki eftir því að draumarnir rætist af sjálfu sér heldur hjálpaði til við að láta þennan draum rætast. „Ég byrjaði að hafa samband við félagið sjálfur í haust, sendi spólur til þjálfarans [Magnus And- ersson] og hann horfði svo loksins á spólurnar, varð hrifinn og hringdi í mig í kringum síðasta landsliðsverkefni. Það væri afar spennandi byrjun á mínum atvinnumannaferli að spila með þessu sterka liði frá Kaupmanna- höfn. Það er ekki of stórt stökk. Kýs það frekar en að fara til Þýskalands í upphafi. Ég sé mig frekar vaxa þar en í Þýskalandi þar sem ég vil svo spila síðar,“ sagði Rúnar brattur. Hann segir Andersson hafa verið afar jákvæð- an í hans garð og vildi ólmur fá hann til að skoða aðstæður og spjalla. FCK vantar styrkingu í stöðu Rúnars og því ekki skrítið að Andersson hafi áhuga á að kló- festa Rúnar. Rúnar hélt beint frá Berlín aftur til Kölnar þar sem hann fékk að gista hjá Róberti Gunnarssyni en þeir félagarnir fóru síðan til móts við íslenska landsliðið í morgun. Það eru mikil meiðsli á hægri vængnum hjá landsliðinu og því fær Rúnar að spila talsvert stórt hlutverk með landsliðinu gegn Þjóðverjum um næstu helgi. „Vonandi fær maður tækifæri og nýtir það tækifæri vel. Ég verð að nýta þau tækifæri sem ég fæ til þess að minna á mig,“ sagði Rúnar að lokum. henry@frettabladid.is Draumur minn er að fara til FCK Stórskyttan efnilega, Rúnar Kárason, segir að það sé draumur sinn að spila með danska úrvalsdeildarfélag- inu FCK. Rúnar skoðaði aðstæður hjá þýska félaginu Fuchse Berlin í gær. Rúnar kom sér sjálfur í samband við FCK, sendi þjálfaranum spólur með sér sem hreifst af stráknum efnilega og hringdi í hann. ÖFLUGUR OG EFTIRSÓTTUR Rúnar Kárason skoðaði aðstæður hjá Fuchse Berlin í gær en vill helst komast til FCK í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Kristinn dæmir í Úkraínu UEFA hefur úthlutað Kristni Jakobssyni leik Shaktar Donetsk og Basel í næstu umferð Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram á morgun. Heimildir Fréttablaðsins hermdu að Kristinn fengi þennan leik eða viðureign Álaborgar og Celtic og úr varð að Kristinn fer til Úkraínu. Þetta er fyrsti leikurinn í Meistara- deildinni sem Kristinn dæmir og mikil viðurkenning á hans störfum að fá þennan leik en Kristinn hefur lengi stefnt að því að ná þessu markmiði. Verður áhugavert að fylgjast með framgöngu hans í leiknum. FÓTBOLTI Fimmta umferð Meist- aradeildarinnar hefst í kvöld með átta leikjum. Lítil spenna er í E- og F-riðlum en þar eru Man. Utd, Villarreal, Lyon og Bayern München svo gott sem öll komin áfram. Meiri spenna er í G- og H- riðlum. Arsenal er í basli þessa dagana og þarf að klára Dynamo Kiev heima til að lenda ekki í frekari vandræðum. Kiev jafnar Arsenal að stigum með sigri og Porto gæti skotist upp fyrir Arsenal með sigri á Fenerbahce. Real Madrid má svo afar illa við því að misstíga sig gegn Valsbönunum í BATE Borisov en töpin tvö gegn Juventus hafa komið risanum frá Madríd í nokkur vandræði. Madrídingar treysta því á að Juventus standi sig í Pétursborg. - hbg Meistaradeild Evrópu: Arsenal þarf að klára Kiev LEIKIR KVÖLDSINS: E-riðill: Villarreal-Man. Utd Sport 3 Álaborg-Celtic F-riðill: Bayern München-Steaua Búkarest Fiorentina-Lyon G-riðill: Arsenal-Dynamo Kiev Stöð 2 Sport Fenerbahce-Porto H-riðill: BATE Borisov-Real Madrid Sport 4 Zenit St. Petersburg-Juventus HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari valdi sextán leikmenn sem munu mæta Þjóð- verjum í tveim vináttulandsleikj- um um næstu helgi. Íslenska liðið leikur einnig æfingaleik gegn Dormagen á fimmtudag en Guð- mundur þjálfaði það félag á sínum tíma. Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðinu og vantar sex stráka úr silfurhópnum í sumar. Ólafur Stefánsson gefur ekki kost á sér og þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson eru allir meidd- ir. Þarna vantar báða miðjumenn liðsins sem og hægri vænginn. „Það er vissulega mjög erfitt við þetta að eiga og ekkert auðvelt að mæta sterku liði Þjóðverja með lið sem hefur ekki spilað mikið saman. Engu að síður er þetta mik- ilvægt tækifæri fyrir ungu strák- ana og þeir munu fá að spila mikið. Það er alveg ljóst,“ sagði Guð- mundur og vísaði þar klárlega til þeirra Arons, Rúnars og Sigur- bergs sem allir hafa staðið sig vel hér heima í vetur. Guðmundur er að fara að stað með svokallað 2012-landslið sem á að vera byggt á framtíðarmönnum landsliðsins. Kom ekki til greina að gefa öllum fastamönnunum frí og mæta með það lið til Þýska- lands? „Jú, það kom upp í umræðunni. Þjóðverjarnir eru aftur á móti búnir að auglýsa þessa leiki grimmt og gera út á að þeir séu að fara að mæta silfurliðinu frá ÓL þannig að þeir yrðu ekkert kátir ef við hefðum gert það. Þess vegna förum við með þennan hóp sem er okkar sterkasti sem stendur,“ sagði Guðmundur. - hbg Guðmundur valdi 16 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Þjóðverjum: Tækifæri fyrir ungu strákana HAUSVERKUR Það var ekki auðvelt verk fyrir Guðmund þjálfara að velja hópinn enda margir leikmenn meiddir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Hreiðar Levý Guðmundsson Savehof Björgvin Páll Gústavsson Bittenfeld Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson FH Bjarni Fritzson St. Raphael Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Guðjón Valur Sigurðsson R-N Löwen Ingimundur Ingimundarson Minden Logi Geirsson Lemgo Ragnar Óskarsson Dunkerque Róbert Gunnarsson Gummersbach Rúnar Kárason Fram Sigurbergur Sveinsson Haukar Sturla Ásgeirsson Düsseldorf Sverre Andreas Jakobsson HK Vignir Svavarsson Lemgo Þórir Ólafsson Lübbecke Davíð Hildiberg Aðalsteinsson stóð sig frábærlega á Íslandsmeistara- mótinu í 25 metra laug sem fram fór í Laugardalslauginni um helgina. Davíð vann fimm greinar og bætti sig mikið í þeim öllum. „Ég er rosalega ánægður með hvernig gekk. Þetta var aðeins betra en ég ætlaði mér,“ segir Davíð sem hefur mikinn áhuga á öllu tengdu sundinu og fylgist meðal annars vel með því sem er að gerast í sundheiminum. „Ég er aðallega að fylgjast með tímum hjá mönnum og þegar einhver fer á góðum tíma þá kíkir maður á Youtube og skoðar sundið og reynir að læra eitthvað af þessu. Maður verður að hafa áhuga á þessu til þess að nenna þessu því þetta er íþrótt sem krefst rosalega mikils af öllum frítíma,“ segir Davíð sem er einnig litríkur í lauginni og fagnar oft á skemmtilegan hátt. „Það er bara gaman að fagna aðeins. Maður verður að sýna eitthvað en ekki vera bara í lauginni og brosa kannski smá,“ segir hann í léttum tón. Davíð náði lágmarkinu á EM í 25 metra laug um helgina en ætlar ekki að fara þar sem SSÍ borgar ekki fyrir sund- fólkið á mótið og mótið er á sama tíma og prófin eru. Fram undan er því keppnistímabilið í 50 metra lauginni. „Ég á að geta bætt mig helling í 50 metra lauginni. Ég ætla að reyna að komast á mína fyrstu smáþjóðaleika og mér finnst ég vera frekar pottþéttur þangað. Síðan langar mig á HM í Róm en það verður erfiðara en að komast inn á EM,“ segir Davíð. Davíð náði langþráðu takmarki um helgina þegar hann náði að synda undir tíma þjálfara síns, Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. „Það var gaman að vinna tímana hans um helgina því ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Davíð sem bætti árangur Eðvarðs í 50 og 100 metra baksundi en þeir voru á sínum tíma Íslandsmet. Davíð sýndi annars mikla yfirburði í öllum þremur bak- sundsgreinunum. „Ég er í sérflokki í baksundinu þegar Örninn er ekki með,“ svarar Davíð spurður um stóra sigra sína um helgina og takmarkið er að ná Erni Arnarsyni sem bætti baksundmetin mikið á sínum tíma. „Það verður gaman að vinna hann einhvern tímann,“ segir Davíð að lokum. DAVÍÐ HILDIBERG AÐALSTEINSSON ÚR ÍRB: VANN FIMM EINSTAKLINGSGULL Á ÍM Í SUNDI UM HELGINA: Það verður gaman að vinna Örn einhvern tímann Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. 9. HVER VINNUR ! SENDU SMS EST MAM Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MAMMA MIA Á DVD! VINNINGAR: MAMMA MIA! Á DVD · ABBA SINGSTAR · TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI MAMMA MIA! PEPSI MAX · FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM. LENDIR Í ELKO 27. NÓVEMBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.