Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 18
„Ég hef búið í þremur löndum um jólatímann og eru það Ísland, Kan- ada og Þýskaland. Síðan hef ég heimsótt önnur þrjú lönd um jólin og það eru: Danmörk, Chile og Perú. Þannig að ég hef sungið Heims um ból á íslensku, ensku, þýsku, dönsku og spænsku,“ útskýrir Katrín Sverrisdóttir sál- fræðingur. „Yfirleitt hafa ferða- lögin tengst því að ég hef verið að heimsækja vini og fjölskyldu en ferðin til Perú var eingöngu ferða- lag.“ Katrín fór með frænku sinni í fjögurra daga göngu í Perú á inka- slóðir þar sem endað var í Machu Piccu sem er eitt af heimsundrum veraldar. „Síðasta daginn byrjar maður að ganga um sexleytið um morgun og endar í Machu Piccu þegar sólin er að koma upp. Við vorum þarna á aðfangadagsmorg- un og þegar sólin steig upp fyllt- umst við af jólagleði,“ útskýrir Katrín með blik í augum og rifjar upp að á þessum tíma hafi hún verið að jafna sig eftir svæsna matareitrun og eftir erfiða göngu hafi sólaruppkoman verið tilkomu- mikil. „Við lukum deginum á að fara í miðnæturmessu til að sjá hvernig Perúbúar hylla Maríu mey. Þegar við ætluðum að votta Maríu mey virðingu okkar með því að krjúpa og gera krossmark eins og innfæddir þá vorum við með svo miklar harðsperrur að við gátum það eiginlega ekki,“ segir Katrín og hlær en jólamaturinn var pitsa og bjór með gönguhópn- um og rann hann ljúflega niður. Að sögn Katrínar skiptir hana mestu að vera með einhverjum sem henni þykir vænt um um jólin en hefðirnar má sveigja. „Ég held samt í ákveðnar hefðir eins og að halda upp á jólin á aðfangadags- kvöld og snæða þá máltíð með ein- hverjum nákomnum og til að fá til- finningu fyrir annarri menningu hef ég sótt í að fara í jólamessu og upplifa hvernig aðrir halda jólin. Þar kemur sálmurinn Heims um ból til sögunnar en hann hefur alltaf tengt mig við jólin.“ hrefna@frettabladid.is Jól með Heims um ból Katrín Sverrisdóttir sálfræðingur er víðförul kona og hefur sungið Heims um ból í sex borgum á fimm tungumálum. Fyrir henni er það ávallt hátíðleg stund þegar sálmurinn ljúfi hljómar, sama hvar það er. Þessi mynd var tekin á aðfangadag í hinni fornu inkaborg Machu Piccu. Í gönguhópnum voru fjórir Íslendingar en auk Katrínar og Önnu Fjólu frænku hennar voru hinir tveir Íslendingarnir frændur. MYND/ÚR EINKASAFNI Tíu ára sonur Katrínar, Aron Lúis Gilbertsson, hefur á sinni stuttu ævi haldið jólin í fjórum löndum – Þýskalandi, Íslandi, Danmörku og Chile. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AÐVENTA hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur í fjórar vikur. Í ár ber fyrsta sunnudag í aðventu upp á 30. nóvember. Þéttikantar framleiddir eftir máli á allar gerðir kælitækja. NÝVAKI Dvergshöfða 27 • S. 557 2530 Fr u m Dömustærðir: 36 - 43 Verð frá: 19.700.- til 21.700.- Herrastærðir: 41 - 48 Verð frá: 13.800. - til 24.775.- Ertu með eitthvað gott á pjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 16-18 . Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur rt eitt tt rjónunum? Aðventuferðir Útivistar Fjölskylduferð 28. - 30. nóv Jeppadeildarferð 6. - 7. des Næstu fyrirlestrar og námskeið 25. nóv. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 27. nóv. Erum við andleg og líkamleg eiturefna-úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikkona 02. des. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 04. des. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir konditori-meistariwww.madurlifandi.is Borgartún 24, Hæðarsmári 6 Hafnarborg Hafnarfi rði A ug lý sin ga sím i – Mest lesið Alla föstudaga Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.