Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 15 Stjórnendur og stærstu hluthafar bresku verslanakeðjunnar Wool- worths róa að því öllum árum að semja um sölu á smásöluhluta verslunarinnar til Hilco, félags sem sérhæfir sig í því að snúa rekstri verslana og fyrirtækja til betri vegar. Gangi það ekki er útlit fyrir að Woolworths fari í þrot á næstu dögum, að sögn vefmiðilsins Retail Week. Hilco lagði fram tilboð upp á eitt pund í reksturinn í síðustu viku. Kaupsýslumaðurinn Ardeshir Naghshineh, stærsti hluthafi Wool- worths, sem situr á rétt rúmlega yfir hlut Baugs í versluninni, var því hins vegar mótfallinn. Um helg- ina leit betra boð dagsins ljós. Það hljóðar upp á yfirtöku 300 milljóna punda skuldahalda. Það nemur 63 milljörðum íslenskra króna. Verði tilboðinu tekið stendur eftir innan Woolworths dreifingarfyrirtækið EUK og afþreyingarsalan 2Entert- ainment ásamt skuldum upp á 85 milljónir punda. - jab Betra tilboð komið Demókratar undirbúa nú tillögur um risavaxnar björgunaraðgerðir sem teknar verða til umræðu um leið og Barack Obama tekur við embætti forseta, hinn 20. janúar. Charles Schumer, öldungadeildar- þingmaður New York, hefur sagt að aðgerðirnar muni hljóða upp á allt að 700 milljarða dollara. Í vikulegu útvarpsávarpi sínu um helgina sagði Obama að hann hefði í undirbúningi tveggja ára björgunaráætlun sem byggðist á stórfelldum fjárfestingum í innviðum, þar á meðal í vind- og sólarorkuverum. Lofaði hann að þessar aðgerðir myndu skapa 2,5 milljónir nýrra starfa. - msh Undirbúa nýjar neyðaraðgerðir Velta í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku var sú minnsta í meira en sjö ár. Þetta kemur fram í tölum frá Fasteignamatinu. Heildarveltan var 943 milljónir króna, en meðalvelta undanfarinna tólf vikna er ríflega tvöföld sú upphæð. Meðalveltan fór undir milljarð um miðjan júní í sumar, en veltan hefur verið yfir milljarður á viku, allar götur frá því í upphafi ársins 2001, en lengra aftur ná tölur Fasteigna- matsins ekki. - ikh Minnsta velta á fasteignamark- aði í sjö ár Héraðsdómur Reykjavíkur veitti gamla Kaupþingi og gamla Glitni í gær heimild til greiðslustöðvunar. Í rökstuðningi skilanefnda segir að þetta sé nauðsynlegt skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sem er yfir skila- nefndum gömlu bankanna, hafði tilkynnt í Markaðnum á Stöð 2 á laugardag, að tveir bankar myndu óska eftir greiðslustöðvun í vikunni. Greiðslustöðvun veitir bönkun- um nauðsynlega vernd gegn lög- sóknum, segir í tilkynningum frá bönkunum. Þar kemur einnig fram að bankarnir haldi starfsleyfi sínu meðan á greiðslustöðvun stendur að því marki sem nauðsynlegt er til að viðhalda verðmæti eigna bankanna. Ólafur Garðarsson hæstaréttar- lögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Kaupþings. Skilanefnd fer þó áfram með valdheimildir stjórnar bankans. Sama á við hjá Glitni, þar sem Steinunn Guðbjartsdóttir hæsta- réttarlögmaður hefur verið skip- uð aðstoðarmaður í greiðslustöðv- un. Hjá báðum bönkum gildir greiðslustöðvun til 13. febrúar 2009. - bih Tryggja á jafnræði kröfuhafa Gamla Kaupþing og gamli Glitnir fá greiðslustöðvun en halda starfsleyfum. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Gamla Kaupþingi og gamla Glitni hefur fyrir dómi verið veitt heimild til greiðslu- stöðvunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERSLUN WOOLWORTHS Hætta er á að verslanakeðjan Woolworths fari í þrot tak- ist ekki að losa um skuldir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Þetta kemur út af fyrir sig ekki á óvart og er reist á helstu áhættuþáttun- um fram undan,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, um lækkun Standard & Poor’s á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Matsfyrirtækið lækkar einkunnina fyrir langtímaskuld- bindingar í erlendri mynt úr BBB í BBB- vegna vaxandi skulda- byrði hins opinbera. Horfur eru áfram neikvæðar. Ólafur segir matsfyrirtækið gefa eignum gömlu bankanna sem komi á móti skuldum lítinn gaum. Þær eigi að hrökkva að verulegu leyti fyrir skuldbinding- um vegna bankareikninga erlendis. - jab ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Horfur sagðar neikvæðar BARACK OBAMA Verðandi forseti Banda- ríkjanna ætlar að ýta úr vör viðamikilli áætlun til bjargar bandarísku efnahags- lífi til næstu tveggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.