Fréttablaðið - 25.11.2008, Side 38

Fréttablaðið - 25.11.2008, Side 38
30 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. guð, 8. bók, 9. látin, 11. tveir eins, 12. fáni, 14. menta- stofnun, 16. í röð, 17. rakspaði, 18. er, 20. fyrir hönd, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. gryfja, 3. rykkorn, 4. vitsmunamiss- ir, 5. sigað, 7. nakinn, 10. draup, 13. gaul, 15. innyfla, 16. kærleikur, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. ra, 8. rit, 9. öll, 11. tt, 12. flagg, 14. skóli, 16. áb, 17. löð, 18. sem, 20. pr, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. gröf, 3. ar, 4. vitglöp, 5. att, 7. allsber, 10. lak, 13. gól, 15. iðra, 16. ást, 19. mó. Undirbúningur fyrir Áramótaskaup sjónvarpsins stendur nú sem hæst en það er Silja Hauksdóttir sem leikstýrir því. Óvenju fáir útitöku- dagar eru skipulagðir í tengslum við Skaupið en ástæðan er sú að það verður með nýstárlegu sniði. Verulegur hluti þess verður tekinn upp fyrir framan áhorfendur og mun það að nokkru sverja sig í ætt við Saturday Night Live- gamanþættina sem margir þekkja. Enginn efast um gagnsemi auglýs- inga en hitt er að þar gildir að láta ekki staðreyndir og sparðatínslu standa í vegi fyrir góðri sögu. Eins og þegar Páll Óskar hefur gamlan gsm-síma sinn til marks um fjárhagslega heilsu sína þegar hann auglýsir Byr. Gamli sími Páls er þing sem hann svarar í, hringir úr, tekur myndir af og spilar Snake. Þeir sem hins vegar hafa reynt að hringja í Pál fá oftar en ekki talhólf sem tilkynnir að ekki þýði að reyna að ná í hann því Páll sé bókaður út árið og vel það. Þegar Guðni Ágústsson hætti á þingi og sem formaður Fram- sóknarflokksins urðu þingmenn hvumsa. Enda nokkuð óvænt brotthvarf þessa eins sérstæðasta stjórnmálamanns þjóðarinnar sem nú unir hag sínum vel á Klöru bar. En menn leita eftir sennilegri skýringu. Þegar Lára Ómarsdótt- ir Ragnarssonar hætti á Stöð 2 hitti Guðni Ómar fyrir tilviljun í Kaupmannahöfn. Spurði Guðni Ómar hvort hann væri ekki stoltur af dóttur sinni fyrir að hafa hætt og bætti við: „Það mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar.” Hvort þarna hafi hugmyndin kviknað í kolli Guðna við þessi orð, að hætta við fyrsta tækifæri, er svo spurning. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Síminn hringir látlaust,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnars- son, eða Rúnar Eff, sem er kominn í úrslit í danska raunveruleika- þættinum All Stars. Lokaþátturinn verður í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni TV2 á föstudags- kvöld. 1,2 milljónir Dana hafa horft á þáttinn í viku hverri og hefur áhorfið aldrei verið meira þar í landi. Rúnar hefur vakið mikla athygli, bæði fyrir sönghæfileika sína og fyrir að vera eini Íslending- urinn sem tekur þátt í keppninni. Hann segist vongóður um sigur á föstudaginn. „Það þýðir ekkert annað. Það er mikið af fólki sem styður okkar lið. Þegar ég söng um daginn lagið Joanna náðum við 48% atkvæða,“ segir Rúnar, sem var umsetinn af fjölmiðlum daginn eftir. Fór hann meðal annars í við- töl hjá Berlingske Tidende og Extra Bladet, tveimur af stærstu blöðum Danmerkur. „Þau sögðu að Íslendingur hefði tryggt þeim sig- urinn og gerðu grín að því að þetta væru einu góðu fréttirnar frá Íslandi.“ Rúnar var einnig drifinn í viðtal hjá tímaritinu Billet Bladet sem hefur einbeitt sér að slúðri um dönsku konungsfjölskylduna. „Þeir voru að taka myndir af prinsinum í veiðiferð í Óðinsvéum og renndu svo við og töluðu við mig,“ segir Rúnar, sem hefur einnig farið í við- tal hjá Se og Hör, auk þess sem sjónvarpsstöðvar hafa rætt við hann. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór rapparans MC Clemens og á dög- unum söng Rúnar einsamall hið vinsæla lag Joanna eftir Kim Lar- sen. „Þetta alveg steinlá bara. Ég er búinn að fá heilmikla athygli eftir það.“ Framtíðin virðist brosa við Rún- ari í Danmörku því hann á nú í við- ræðum við danskan umboðsmann um samstarf auk þess sem TV2 íhugar að gefa út Joanna með söng hans. Jafnframt er útgáfa Rúnars af lagi A-ha, Take One Me, á leið í spilun á dönskum útvarpsstöðvum. Í úrslitunum á föstudaginn syng- ur Rúnar lagið Joanna á nýjan leik og því næst syngur MC Clemens með aðstoð kórsins lagið I kan ikke slå os ihjel, sem er baráttusöngur Kristjaníu. Fari svo að þeir beri sigur úr býtum renna sigurlaunin, um sex milljónir íslenskra króna, í uppbyggingu á hljóðveri fyrir ungt fólk í Sønderborg, heimaborg MC Clemens. freyr@frettabladid.is RÚNAR F. RÚNARSSON: Í ÚRSLIT Í DÖNSKUM RAUNVERULEIKAÞÆTTI Danskir fjölmiðlar heillast af íslenskum söngvara UPPI Á SVIÐI Rúnar Eff syngur lag Kims Larsen, Joanna, í raunveruleikaþættinum All Stars á sjónvarpsstöðinni TV2. „Það myndi vera American Style. Við förum þangað alltaf, strákarnir. Þar er hægt að fá fína borgara og svo má náttúr- lega ekki gleyma að áfyllingin á gosið er ókeypis. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður FH. Eftir velheppnaða tón- leika Sigur Rósar í Höllinni á sunnudags- kvöldið hélt hljóm- sveitin, samstarfsfólk og heppnir gestir í fun- heitt „aftershow“-partí á Nasa. Barinn var opinn upp á gátt og Lúdó og Stefán tryllti lýðinn. „Þetta var geysi- fjör og eiginlega með ólíkindum hvað var tekið vel á móti okkur,“ segir Stefán Jónsson söngvari. „Þarna var auðvitað yngri kynslóð en við erum vanir og alveg troðfullt hús, 400 manns eða svo. Það var klapp- að eftir hvert einasta lag og svo gargað á meira þegar við vorum búnir. Þá tókum við eitt aukalag en hefð- um getað spilað miklu lengur.“ Í ár heldur Lúdó og Stefán upp á 50 ára afmæli sitt. þrír upprunalegir meðlimir spila enn með sveitinni. Það var nóg að gera á sunnudaginn því auk þess að skemmta Sigur Rós og gest- um hélt Lúdó og Stefán uppi stuð- inu í Iðnó þar sem Sæmi rokk kynnti nýútkomna ævisögu sína. „Þar var náttúrlega önnur kyn- slóð. Sæmi og Didda tóku sporið og Raggi Bjarna kom og söng þrjú lög,“ segir Stefán og bætir við að hljómsveitin sé langt því frá að leggja upp laupana. „Á meðan við höfum gaman af þessu og stönd- um í lappirnar erum við ekkert að fara að hætta.“ - drg Lúdó og Stefán slógu í gegn hjá Sigur Rós Á MEÐAN VIÐ STÖNDUM Í LAPPIRNAR HÖLDUM VIÐ ÁFRAM Lúdó og Stefán skemmti Sigur Rós og gestum á Nasa á sunnudagskvöldið. Enginn komst inn nema með boðsmiða. „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkinga- myndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvik- myndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýð- legar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum. - fgg Baltasar gerir mynd í Kanada Í NÓGU AÐ SNÚAST Baltsar Kormákur getur ekki kvartað undan verkefnaskorti. Næsta verkefni Baltasars verður að öllum líkindum að hefja kanadíska kvikmyndagerð til vegs og virðingar á nýjan leik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.