Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 28
20 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Stundum hef ég velt því fyrir mér að verða grannur. Ég er að eðlisfari frekar værukær og hef því ekki alveg nennt að skammta mér snakkið. Þannig að þrátt fyrir vangaveltur einstaka sinnum hefur lítið gerst í þeim málum síðan ég var og hét 80 kíló. Hin tæpu hundrað kíló eru á sínum stað. Unnusta mín, sem ég vissi að væri ágætlega gefin en hefur nú síðustu vikur leitt mig í allan sannleik um að hún er bráðskörp (ef gera ætti einhvern að kreppumálaráðherra á það að vera kona sem talar um sykur og kakóbaunir sem gjaldmiðil), segir mér að ég þurfi núna ekkert að gera nema bíða. Bráðum verði allir grannir. En þar sem ég bíð eftir því að verða grannur í því hallæri sem koma skal velti ég því fyrir mér hvort fleiri hlutir sem ég hef ekki nennt að koma í verk muni einnig fara að gerast svona sjálfkrafa næstu vikur. Ég spurði hana hvort það væri eitthvað fleira gott sem myndi gerast og hún sagði já: Að nú gæti hún lifað æskudrauminn sinn um að búa í ævintýrinu um Húsið á sléttunni, og tilkynnti mér um leið að hún hefði valið mig út frá því sjónarmiði: Með dökkan lubba og góðlegt andlit. Sem sagt; ég væri líkur Michael Landon. Ég var nú kannski meira að meina hvort ruslið myndi fara út með sig sjálfkrafa. Hvort hlutir sem ég nennti ekki að gera myndu ekki bara gera sig sjálfir. Hún gat tínt til sitthvað, svo sem minna búðarráp og meira um eftirlætismat- inn minn á boðstólum; það yrði sem sagt minna um taílenskar tilraunir með bambus og kókósmjólk en meira um Royal-búðing, bjúgu, svið, slátur og uppstúf. Ég er því bara nokkuð sáttur við minn hlut. Fátt er svo með öllu illt NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það sækja sífellt á mig neikvæðar hugsanir. Djöfull erum við flottir. Já! Nú tökum við á því Húgó! Vín og villtar meyjar! Skál! Þetta er geðveikt! Damn right! Ég er til í hvað sem er! Vín og meyjar alla helgina! Eða við látum vínið duga eins og venjulega! Ætli það ekki! Guð! Mikið er kalt! Þetta er alltaf að gerast og ég er orðin þreytt á þessu! Já! Af hverju getur hitastig jarðar ekki lagað sig að því hvernig þú ert klædd hverju sinni? Meira bið ég ekki um! Hugleiðingar úr dýraathvarfinu. Palli kanína Ég var lítil sæt gjöf sem missti tilgang sinn. Ég sat yfirgefinn í búri úti í garði og var á endanum sleppt. Trúið mér – það var sko enginn dans á rósum að vera „páskahéri“. Halló? Hæ elskan, hvernig gengur? Ja, ég kom krökkunum í skólann, sinnti erindum, gaf Lóu og var að svæfa hana. Og hvað ætlarðu þá að gera núna? Hmmm.... mér dettur eitthvað í hug. Eymundsson mælir með:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.