Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 21 Á föstudagskvöldið var frumsýn- ing í Hafnarfjarðarleikhúsinu á leikverki sem leikhópurinn Lab Loki nefnir „Steinar í djúpinu“ og byggir á skáldverkum Steinars Sigurjónssonar. Við fáum að kynn- ast ýktum myndum af persónum í sjávarþorpinu. Sjávarþorpið með öllu sínu fylliríi, löngun til þess að komast í burtu og þó ekki. Hér eru málaðar stórar myndir af þessu fólki og helst til skrípa- legar sem rýrir trúverðugleikann og dregur úr samúð með persón- unum. Í upphafi er erfitt að gera sér grein fyrir hvort þetta verði dagskrá með atriðum eða hvert stefnir, en það er bara spennandi og hvernig útvarpið og hljóðmynd- irnar elta hvor aðra eru smellnar lausnir. Tónlistin var ljúf og hljóðmynd- ir allar smekklega samsettar en svo er nú þetta með það sem gott er, að öllu má nú ofgera. Það hefði mátt draga aðeins niður úr þess- um endalausu náttúruhljóðum. Harpa Arnardóttir fer með hlut- verk Láru, eiginkonu Kidda, sem er afskaplega íturvaxin snót komin af léttasta skeiði en engu síður óhemju vinsæl hjá karlpen- ingi sama á hvaða aldri hann er. Miðað við forsendurnar sem gefn- ar voru, það er, að hún er einhvers konar skrípamynd af svona kerl- ingu, vinnur Harpa ótrúlega vel úr efninu og má segja að hún ein og sér hafi verið eins og leikhús í leikhúsinu. Eiginmann hennar leikur Árni Pétur Guðjónsson og með sköpun á þeim karakter hefur leikstjórinn einnig valið að teikna upp skrípa- mynd af manni í stað þess að fara þá leið að gefa áhorfendum tæki- færi til þess að kenna til með þess- ari aumkunarverðu persónu. Hann telur sig kokkálaðan og afbrýði- semin nagar hann hverja stund. Piltarnir í þorpinu sem fagna því mjög að geta keypt sér brenni- vín í landi sjá þeir Erling Jóhann- esson og Ólafur Darri Ólafsson um að kynna fyrir okkur. Þó svo að þeir hafi verið skakkir og skældir með brenndar tennur þá voru þeir ekki skrípamyndir, þeir voru manneskjur. Til þorpsins kemur glæsipía sem verður fyrir gífurlegu ofbeldi þessara lúða sem ekkert hafa við að vera nema drekka brennivín og sulla í subbu- legheitum. Birna Hafstein fer með hlutverk Ónnu, þessarar heimskonu, og í síðari hluta verks- ins ljáir hún afturgöngu rödd sína og var það magnað svo vægt sé til orða tekið. Einstaklega heillandi og ógnvekjandi raddbeiting. Hjálmar Hjálmarsson fer með hlutverk Sjóna og er hann hér í hlutverki ekki ósvipuðu mörgum sem við höfum séð hann í áður, það er eins konar stjórnandi atburðarásar, milli þess sem hann steypir sér í bað. Hér brá við við- kvæmum og fínstemmdum tón í túlkun Hjálmars. Rödd Karls Guðmundssonar úr útvarpi þá er hann las sögu eftir Steinar Sigurjónsson í síðdegis- lestri Rásar 1 hljómar í gegnum útvarpstæki og Karl er einnig per- sóna í verkinu sem tekur þátt í lífinu í þessu þorpi. Þegar Karl bregður sér í líki lítils barns var öllum mjög skemmt. Önnur hlut- verk eru í höndum Tómas Lem- arquis, Björns Inga Hilmarssonar og Steinunnar Knútsdóttur. Tómas hefur ákaflega spenn- andi og litríka nærveru á sviði. Hann er fimur eins og köttur og augun í honum segja meira en margar sögur. Orðin áttu aftur á móti svolítið erfitt með að komast til skila. Lýsing Garðars Borg- þórssonar var smekkleg og leik- mynd Móeiðar Helgadóttur þjón- aði einkar vel tilgangi sínum, bæði praktískt og hvað hughrif snertir. Hér var flækst út um víðan völl og mikið fílósóferað meðal annars um tímann. Þetta er spennandi sýning og margar mjög góðar lausnir þannig að tíminn leið nokk- uð hratt þó svo að það hefði ekki skaðað verkið að beita skærum á nokkur atriði. Það að grípa til gamla kæksins að láta leikarana afklæðast, klæða sig úr gervinu og verða að einhverri nakinni frumeind er rosalega þreytandi. Nærbuxnataugaveiklun af því tagi verður bara pínleg og asnaleg bæði fyrir áhorfendur og leikendur. Á heildina litið var þetta engu síður mjög spennandi sýning og Rúnar Guðbrandsson á hrós skilið fyrir leikgerðina og tónlistarfólkið skilaði sínu verki af einstakri alúð. Þó svo að þau Guðni Franzson, Daniel Þorsteinsson og Bryndís Halla Gylfadóttir hafi verið stað- sett nokkuð til hliðar upp á vinstri kant var nærvera þeirra í mynd- inni samt sterk, eins og annað afl. Það er alveg óhætt að mæla með þessari sýningu, þar sem Harpa Arnardóttir í gervi Láru með glitr- andi roðflyksur á vömbinni og spriklandi soðningu í lúkunum kitlar hverja hláturtaug í salnum. Elísabet Brekkan Svo róleg og svo spennt LEIKLIST Steinar úr djúpinu Leikgerð og leikstjórn: Rúnar Guð- brandsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Gervi: Ásta Hafþórsdóttir ★★★★ Spennandi leiksýning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.