Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 25. nóvember 2008 ➜ Tónleikar 20.00 Háskólakórinn ásamt hljóm- sveit, flytur Messías eftir Georg Friedrich Händel í Neskirkju við Hagatorg. ➜ Síðustu Forvöð Í START ART listamannahúsi stendur yfir sýning á verkum fimm listamanna sem lýkur á miðvikudag. Listamennirnir eru Gunnar Árnason, Guðbjörn Gunnars- son, Sigríður Ágústsdóttir, Friðrika G. Geirsdóttir og Guðbjörg Ringsted. START ART, Laugavegi 12b. Opið þri.-lau. kl. 13-17. ➜ Bækur 17.15 Friðrik V., Júlíus Júlíusson og Finnbogi Marinósson kynna bók sýna „Meistarinn og áhugamaðurinn“ í Amtsbókasafninu, Brekkugötu 17, Akureyri. 20.00 Rithöfundurinn Benoît Duteur- tre kynnir bók sína „Litla stúlkan og sígarettan“ ásamt Friðriki Rafnssyni þýð- anda bókarinnar á Alliance Française, Tryggvagötu 8. ➜ Myndlist Ósk Vilhjálmsdóttir hefur opnað sýn- ingu í Kubbnum, sýningarsal myndlistar- deildar LHI, Laugarnesvegi 91. Opið 8.30-16 alla virka daga. Tolli hefur opnað sýn- ingu í Reykjavík Art Gall- erý við Skúlagötu 30 sem stendur til 23. des og er opin alla daga nema mán. frá kl. 14-17. Einnig er sýning á verkum hans í galleríinu Listamenn við Skúlagötu 32 en sú sýn- ing stendur yfir aðeins í viku og er opin kl. 14-18. Woman to go Myndlistarkonan Mat- hilde ter Heijne sýnir verk í 101 Projects, Hverfisgötu 18a. Opið mið.-lau. 14-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Richey Edwards, fyrrverandi textahöfundur og gítarleikari hljómsveitarinnar Manic Street Preachers, hefur verið úrskurð- aður látinn, fjórtán árum eftir að hann hvarf. Þrátt fyrir að margir telji sig hafa séð Edwards síðan hann hvarf er talið að hann hafi framið sjálfsvíg, enda fannst bíll hans skammt frá Severn-brúnni í Englandi sem margir hafa stokkið fram af í gegnum árin. Áður óbirtir textar eftir Edwards verða notaðir á næstu plötu Manic Street Preachers, sem er væntan- leg á næsta ári. Edwards loks talinn af MANIC STREET PREACHERS Hljómsveitin hélt áfram störfum eftir hvarf Richey Edwards. „Okkur langaði að gera vandaða og metnaðarfulla jóla- plötu á íslensku,“ segir Börkur Hrafn Birgisson um jólaplötuna Rauð jól. Hann og Daði bróðir hans útsettu plötuna í sameiningu, en bræðurnir reka útgáfuna og hljóðstúdíóið Benzín music ehf. „Við ákváðum að finna okkar uppáhalds jólalög og fá uppáhaldssöngvarana okkar til að syngja þau. Við feng- um Berg Ebba Benediktsson úr Sprengjuhöllinni til að gera íslenska texta við erlend lög, en svo eru líka tvö frumsamin lög eftir okkur Daða á plötunni,“ segir Börkur, en Bergur Ebbi íslenskaði meðal annars text- ann við hið víðfræðga Kóklag, I‘d like to teach the world. „Eftir að við höfðum talað við Pál Óskar Hjálm- týsson og gert „demó“ af laginu með honum, lá beint við að leyfa Vífilfellsmönnum að heyra hugmyndina. Þeim leist vel á og úr varð farsælt samstarf sem hefur gefið af sér þessa plötu,“ útskýrir Börkur. „Á plötunni eru glænýjar útsetningar af gömlum lögum eins og One day at Christmas eftir Stevie Wonder, sem verður í íslenskri þýðingu Dag einn á jólum, í flutningi Stefáns Hilmarssonar. Elvis slagar- inn Blue Christmas verður Blá jól í flutningi Kristjönu Stefánsdóttur og svo er glænýtt lag á plötunni eftir Eyjólf Kristjánsson sem heitir Aldrei verða án hans haldin jól, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Börkur, en plat- an inniheldur alls tíu lög og er nú fáanleg í verslunum Skífunnar. -ag Rauð jól hjá Benzínbræðrum NÝ JÓLAPLATA Bræðurnir Börkur Hrafn og Daði völdu sín uppáhaldsjólalög og settu í íslenskan búning með hjálp Bergs Ebba úr Sprengjuhöllinni. Raunveruleikaþættir um hasar- myndahetjuna Steven Seagal eru í bígerð fyrir bandarísku sjón- varpsstöðina A&E. Þættirnir fjalla um lítt þekkt störf hans sem lög- gæslumaður í Louisiana. Seagal, sem er með sjöundu gráðu svarta belti í aikido, hefur meðfram leiklistinni starfað við löggæslustörf á svæðinu Jeffer- son Parish undanfarin tuttugu ár. Auk þess að sinna hefðbundnu eft- irliti er Seagal afburða skytta og hefur hann starfað með sérsveit svæðisins og kennt henni að með- höndla skotvopn. Í sjónvarpsþáttunum Steven Seagal: Lawman verður fylgst með Seagal þar sem hann ásamt kollegum sínum reynir að stöðva glæpamenn. Einnig verður fylgst með einkalífi Seagal, þar á meðal tónlistarferli hans. „Mér finnst mikilvægt að sýna þjóðinni það jákvæða starf sem á sér starf hérna í Louisiana,“ sagði Seagal. Seagal í sjónvarpið STEVEN SEAGAL Hasarmyndahetjan Steven Seagal verður aðalpersónan í nýjum raunveruleikaþáttum. NÝR DAGUR – NÝ HUGSUN Ráðstefna um tækifæri framtíðarinnar Dagskrá Fundarsetning Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Ávarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Framsöguerindi A New Future for Iceland: Re-inventing the country’s economy! – Adjiedj Bakas Fyrir ungt fólk og framtíðina – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Í túnfætinum heima – Sóley Elíasdóttir frumkvöðull Heart Work – Mobilizing everyone’s energy to win – Claus Möller Framtíðarlandið Ísland – Þór Sigfússon, formaður SA Aðgangur ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og hina erlendu fyrirlesara er að finna á www.utflutningsrad.is. Adjiedj Bakas Claus Möller Mánudaginn 1. desember • Hilton Reykjavík Nordica • kl. 8.30–11.00 Adjiedj Bakas, framtíðarrýnir og forstjóri Trendwatcher, og Claus Möller, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Time Manager International, munu horfa til framtíðar á tækifæri þjóðar á tímamótum á ráðstefnu Útflutningsráðs Íslands fullveldisdaginn 1. desember. Í erindum sínum munu þessir þekktu fyrirlesarar velta upp hinum ýmsu möguleikum í atvinnulífinu og beina sjónum að þeim krafti sem býr í íslensku þjóðinni. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.