Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 25 Lag Atómstöðvarinnar, Think No, er að finna á safnplötunni Riot on Sunset vol. 14 sem bandaríska útgáfufyrirtækið 272 Records gefur út. „Þeir sögðu að lagið væri grípandi og að þeir hefðu trú á að það fengi spilun úti,“ segir Óli Rúnar Jónsson úr Atómstöðinni. Think No er fyrsta lag safnplötunnar og að sama skapi það fyrsta sem er gefið út á smáskífu. Að sögn Óla Rúnars sendu 272 Records þeim félögum tölvupóst eftir að hafa heyrt lagið á Myspace-síðu sveitarinnar og heillast upp úr skónum. „Það er mikill heiður að fá að vera með í þessu og við erum gríðarlega montnir af því að vera með lag númer eitt, við bjuggumst alls ekkert við því,“ segir hann. Safnplatan er til sölu á vefsíðunni Amazon.com og í plötubúðum í Kaliforníu auk þess sem henni hefur verið dreift á fjölda net- og háskólaútvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Hefur lag Atómstöðvarinnar þegar fengið spilun á þó nokkrum útvarpsstöðvum. Óli játar að góð tækifæri gætu falist í þessari nýju útgáfu, þar á meðal útgáfusamningur og spila- mennska erlendis. „Við sjáum til hvernig þetta lendir. Alla vega eru talsvert meiri möguleikar en áður.“ Hljómsveitin hefur aldrei spilað erlendis en vonast til að einhver tækifæri bjóðist núna. „Það var hugmyndin að fara til Evrópu fyrst en maður veit ekkert hvað gerist eftir þetta,“ segir hann. - fb Montin Atómstöð í útrás ATÓMSTÖÐIN Rokkararnir í Atómstöðinni eiga lag á safnplötu bandaríska útgáfufyrirtækisins 272 Records. Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að spila á tónlistarhátíðinni Big Day Out í Ástralíu í janúar þrátt fyrir að vera enn á kafi í gerð sinnar þriðju plötu. „Okkur fannst þetta dálítið óhefðbundið að klára ekki plötuna fyrst en af hverju ekki að kýla á það og hugsa um hina hlutina síðar? Auk þess höfum við aldrei fengið tækifæri til að njóta ástralska sumarsins,“ sagði trommarinn Matt Helders. Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, aðstoðar þá félaga við gerð nýju plötunnar og lofar Helders því að útkoman verði eitthvað alveg nýtt. Hvíla sig á upptökum Gítarleikarinn snjalli Guðmundur Pétursson hefur gefið út sólóplöt- una Ologies. Hann segir að hún sé fyrsta alvöru sólóplata sín en fyrir mörgum árum gaf hann út tilraunakennda plötu sem fór frekar hljótt um. „Hún tafðist í margar vikur í framleiðslu út af gjaldeyris- kreppu,“ segir hann um nýju plötuna. „Framleiðslan var komin það langt að það var engin ástæða til að snúa aftur en hún fór í gang á óheppilegum tíma.“ Á plötunni blandar Guðmundur saman margvíslegum stefnum, þar á meðal rokki, djassi, kvikmynda- og heimstónlist og óhefðbundinni tónlist. Honum til halds og trausts eru meðal annars Matthías Hemstock trommu- og slagverksleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Styrmir Hauksson hljóðhönnuður. Að sögn Guðmundar fór gríðarlegur tími í gerð plötunnar, sem hann byrjaði að semja í byrjun síðasta árs. Eftir að hafa unnið í henni í heilt ár notaði hann síðastliðið sumar í eftirvinnslu. Guðmundur stefnir á tónleika- hald eftir áramót og er þegar búinn að setja saman nýja hljómsveit, sem bætist í hóp þeirra fjölmörgu sveita sem hann hefur spilað með í gegnum tíðina. - fb Fyrsta alvöru sólóplatan GUÐMUNDUR PÉTURSSON Hefur gefið út Ologies, sem telst vera hans fyrsta alvöru sólóplata. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eltihrellirinn Steven Burky hefur verið dæmdur í nálgunar- bann eftir að Jennifer Garner lagði fram kæru á hendur honum. Jennifer sagðist óttast um líf sitt og dóttur sinnar Violet sem hún á með leikaranum Ben Affleck, vegna ógnvekjandi hegðunar Burky. Burky mun hafa elt Jennifer um Bandaríkin og sent henni pakka og bréf með óviðeigandi skilaboðum. Með árunum virtist hegðun hans verða ágengari sem leiddi til kæru Jennifer. Dómar- inn Richard Rico virtist kunnug- ur máli Burky og hikaði ekki þegar hann dæmdi hann í nálgunarbann til ársins 2011. Eltihrellir dæmdur ÓTTAÐIST UM LÍF SITT Steven Burky hefur elt Jennifer Garner um nokkurt skeið og hefur nú verið dæmdur í nálgunarbann. Kópavogur: Smiðjuvegi 2, Reykjavík: Fákafeni 11, Hringbraut 119, Langarima 21, Hafnarfjörður: Hjallahrauni 13, Mosfellsbær: Þverholti, Selfoss: Austurvegi 22. Sæktu tvær 15“ pizzur með tveimur áleggs-tegunundum, 2 ltr. Coke og stóran skammt af brauð- stöngum á 4.500.- kr. og þú færð dvd myn- dina --3:10 To Yuma– frítt með. Sæktu tvær 15“ pizzur með tveimur áleggs-tegunundum, 2 ltr. Coke og stóran skammt af brauð- stöngum á 4.500.- kr. og þú færð dvd myn- dina --Sex and the City– frítt með. Stelpupakki Strákapakki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.