Fréttablaðið - 25.11.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 25.11.2008, Síða 8
8 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Umræða um vantraust á ríkisstjórnina fiú fær› rá›gjöf og tilbo› hjá sölufulltrúum okkar í eftirfarandi símanúmerum; Söludeild Reykjavík s. 569 2200 og söludeild Akureyri s. 460 9610. Einnig getur›u sent fyrirspurnir á netföngin ostakorfur@ms.is og soludeild@ms.is e›a me› bréfsíma í númer 569 2222. Á vefsí›u okkar www.ostur.is er a› finna nánari uppl‡singar um sælkeraostakörfurnar okkar og ostana sem í fleim eru. Gómsæt gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa me› úrvali af brag›gó›um íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og vi›skiptavinum E N N E M M N M 35 72 2 /s ia .is Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, greiddi atkvæði gegn tillögu formanna stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina og nýjar kosningar. „Ég tel kosningar nú ótímabærar enda yrðu það kosn- ingar á grundvelli sögusagna og æsinga en ekki á málefnalegum forsendum,“ sagði Kristinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Til að fólk geti gert upp þessi mál og kosið þurfa upplýsingar um aðdraganda og málsatvik, bæði þátt fólks og fyrirtækja, að liggja fyrir. Þegar þær liggja fyrir og flokkarnir hafa unnið úr þeim og endur- metið stöðu sína getur fólk tekið ákvörðun.“ Kristinn var ekki á mælendaskrá Frjálslyndra í umræðunum. „Mér var boðið að tala en þegar ég gerði for- manninum grein fyrir afstöðu minni var ég sviptur málfrelsinu. Það þótti mér miður.“ „Enginn sviptir Kristin H. Gunnars- son málfrelsi,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „En sá sem ekki ætlar að mæla fyrir tillögu getur ekki talað fyrir henni.“ Hvorugur gat sagt fyrir um líkleg áhrif þessa á störf Kristins í þingflokknum. „Nú þarf að leggja flokksmál og innanflokksmál til hliðar,“ sagði Kristinn og vísaði til ástandsins í þjóðfélaginu. „Ég veit ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa,“ sagði Guðjón. Kristinn af mælendaskrá Frjálslyndra GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON KRISTINN H. GUNNARSSON Skylmast var um stjórn- málin í fimm tíma löngum umræðum á Alþingi í gær. Stjórnarliðar mærðu eigin verk en stjórnarandstaðan fann þeim allt til foráttu. Vantrausti var lýst á báðar hendur. Átján greiddu atkvæði með vantrauststil- lögu. Ríkisstjórnin er enn við völd – hvorki veikari né sterkari – eftir umræður gærdagsins um van- trauststillögu stjórnarandstöð- unnar. Í fimm klukkustundir ráku stjórnarliðar og stjórnarandstæð- ingar hornin hvorir í aðra án ann- arrar niðurstöðu en þeirrar að stjórnarandstaðan vill ríkisstjórn- ina frá og kosningar sem fyrst en stjórnarliðar, og þá ekki síst ráð- herrar, telja sig réttu mennina til að halda um stjórntaumana. Bjóst einhver við öðru? Stjórnarandstæðingar notuðu öll orðin í orðabókinni til að lýsa því hve vonlaus ríkisstjórnin væri. Bent var á að hún nyti ekki trausts samkvæmt skoðanakönnunum, kröfur um að hún færi frá bærust alls staðar að, hún væri sundur- lynd, verkfælin og bara að öllu leyti vanhæf til að takast á við verkefnin fram undan. Á móti fengu stjórnarandstæð- ingar að heyra að þeir sjálfir væru æði sundurlyndir, hefðu engar til- lögur eða hugmyndir um hvernig takast ætti á við vandann og hefði þar að auki stutt viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á borð við neyðarlögin og aðstoðina frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við lok umræðunnar lýsti svo forsætis- ráðherra yfir einu allsherjar van- trausti á stjórnarandstöðuna. Gagnrýnin Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði við upphaf umræð- unnar að ríkisstjórninni væru mis- lagðar hendur í björgunaraðgerðum sínum sem aðallega fælust í gríðar- legum lántökum og þar með skuld- setningu komandi kynslóða. Valgerður Sverrisdóttir, formað- ur Framsóknarflokksins, benti á að þriðjungur ráðherra Samfylkingar- innar og margir þingmenn flokks- ins vildu kosningar. Þá furðaði hún sig á að forsætisráðherra hefði frekar treyst orðum bankastjóra viðskiptabankanna um að allt væri í himnalagi, fremur en viðvörunar- orðum seðlabankastjóra. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslyndra, sagði að rík- isstjórnin væri rúin trausti og það væri sjálfsagður réttur þjóðar- innar að fá að kjósa sér nýja for- ystu. Gagnrýndi hann ráðherra fyrir að halda upplýsingum um bága stöðu efnahagsmála og bank- anna leyndum. Vörnin Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að vantrauststillagan virtist vanhugsuð og einkum setta fram til að valda óróa. Ekkert vit væri í að steypa þjóðinni út í kosningabar- áttu núna. Þá væri tillagan gölluð að forminu til því í raun gerði hún ráð fyrir kosningum á gamlársdag. Fjallaði hann um aðdraganda banka- hrunsins og sagði marga hafa haft uppi varnaðarorð. Þeim varnaðar- orðum hefðu þó sjaldnast fylgt til- lögur um úrbætur. Miklu fleiri hafi hins vegar verið þeirrar skoðunar að bankakerfið stæði traustum fótum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra kvaðst fagna að fá tækifæri til að fara yfir stöðuna og ræða ástæður þess að þjóðin stæði í þeim sporum sem hún stendur í. Sömuleiðis að fá tækifæri til að útskýra hvað ríkisstjórnin aðhefð- ist til að byggja samfélagið upp á ný. Að því búnu furðaði hún sig á að Valgerður Sverrisdóttir væri að spyrja hvernig þjóðin gæti verið komin í þá stöðu sem hún væri í. Hún sjálf ætti að svara því þar sem vandræðin hefðu komið upp á hennar vakt. Stemningin Sjaldgæft er að klappað sé í þingsalnum en það gerðist nokkr- um sinnum í gær. Gestir á þing- pöllum voru svo hrifnir af ræðum nokkurra stjórnarandstæðinga að þeir gátu ekki annað. Aldrei var klappað fyrir stjórnarliðum. Oft þurfti þingforseti að berja í bjöllu sína og sussa á fólk, ekki bara vegna klappsins heldur líka vegna frammíkalla. Fór svo að lokaviðvörun var gefin og fólki gert ljóst að pallarnir yrðu rýmd- ir ef ekki fengist vinnufriður. Reyndar var fólk á pöllunum ekki eitt ábyrgt fyrir háreysti því þingmenn áttu sumir hverjir erf- itt með að sitja þögulir undir ræðum pólitískra andstæðinga. Gjamm og köll voru tíð. Algjört vantraust TRAUST Fimm ráðherrar grúfðu sig ofan í pappíra á meðan Valgerður Sverrisdóttir skammaði þá. Umræður og atkvæðagreiðsla á Alþingi í gær leiddu í ljós traust 42 stjórnarliða og eins stjórnarandstæðings á ríkisstjórninnni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Atkvæðagreiðslan um vantrausts- tillöguna var gerð með nafnakalli. Flestir þingmenn svöruðu úr sætum sínum en sumir kusu að gera grein fyrir atkvæði sínu. Þegar upp var staðið voru niðurstöðurn- ar afgerandi: 18 á móti en 42 með. Þrír voru fjarverandi. BÝSNA AFGERANDI FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is NIÐUR MEÐ RÍKISSTJÓRNINA Fólk lét álit sitt á stjórnvöldum í ljós við um ræðurn ar. Oft þurfti að sussa á gesti á pöllunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.