Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 2008 17 UMRÆÐAN Helgi Hjörv- ar skrifar um stjórn Seðla- banka Íslands Í Fbl. á laugardag svarar banka- stjórn Seðlabanka Íslands grein minni „Stjarnfræðilegt vanhæfi“ sem birtist í blaðinu á föstudag og var um bankann. Bankastjórn Seðlabankans reynir í 23 tölusett- um liðum að verja aðgerðir sínar og aðgerðaleysi. Með svari sínu staðfestir bankastjórnin í öllum aðalatriðum gagnrýni mína og þarflaust að leiðrétta það sem rangt er farið með hjá henni, enda nóg samt. Gríðarlegt tjón bank- ans, viðbúnaðarleysi, viðvanings- háttur, fát í gengisákvörðunum, fum í vaxtaákvörðunum, ívilnanir við útþenslu bankanna, kolröng ráðgjöf um ríkisvæðingu Glitnis, árangursleysi peningamálastefn- unnar og margítrekaðar óheppi- legar yfirlýsingar – allt stendur það. Það að bankastjórn Seðlabanka Íslands telji sig knúna til að verja sig í 23 tölusettum liðum vegna aðsendrar greinar í dagblaði sýnir best hve trausti rúinn bankinn er, bæði hjá öðrum og sjálfstrausti sínu. Allir eru á einu máli um að fátt er mikilvægara í þeim erfið- leikum sem fram undan eru en að endurreisa traust og trúverðug- leika bankans, því hann mun gæta fjöreggs okkar. Það verður aðeins gert með því að setja bankanum faglega yfirstjórn. Þannig losnar bankinn einnig úr pólitískum átök- um sem á degi hverjum skaða trú- verðugleika hans og starfsemi alla. Höfundur er alþingismaður. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Eyþór Arnalds skrifar um gjaldmiðilsmál Sú hugmynd að taka einhliða upp nýja mynt var slegin út af borð- inu sem óraunhæf framan af ári. Þótti mörgum ekki við hæfi að ein ríkasta og þróaðasta þjóð í heimi tæki einhliða upp mynt annarrar þjóðar. Nú hálfu ári síðar er staðan gjörbreytt á Íslandi. ESB-umræð- an er góðra gjalda verð en hún mun ekki duga til að við náum tökum á ástandi því sem nú hefur skapast enda fæst evra ekki hér nema eftir mörg ár undir Maastr- icht-skilyrðum. Þetta finna þær þjóðir sem nú eru á leið inn í ESB og eru í fjármála- kreppunni miðri. Til þess að ná tökum á ástandinu þarf skjótar aðgerðir í gjald- eyrismálum. IMF leggur til að krón- an verði sett á flot með ofurvöxtum. Sú leið mun verða afar þung fyrir fjölskyldur og fyrirtæki enda rekstrargrundvöllur ærið erfiður fyrir. Í síðasta mánuði tilkynnti IMF um gjaldeyrislán til Íslands en margt bendir til þess að ákveðn- ar þjóðir séu að tefja afgreiðslu lánsins vísvitandi. Nú hafa þau tíð- indi gerst að farið er að ræða um einhliða upptöku erlendrar myntar í fullri alvöru og er það ekki síst rökstutt með hliðsjón af þeirri áhættu sem fleyting krónunnar hefur í för með sér. Gjaldeyrislán Íslendinga mundu verða notuð í fleytingunni til að verja gengið og tryggja viðskipti með krónuna. Með hliðsjón af því hversu erfitt það er fyrir ríkið að afla gjaldeyr- islána og þeirri staðreynd að lán þarf að greiða er rétt að skoða aðrar leiðir þó ófullkomnar séu. Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells skrifuðu gagn- merka grein í Fréttablaðið nýlega þar sem þeir bentu á að ekki þarf að skipta út öllum umsvifum bankakerfisins heldur eingöngu grunninum. Þá telja þeir einhliða upptöku evru ekki brjóta EES- samninginn. Þarna væri gott að fá viðhorf Evrópunefndar Alþingis þar sem skilaboð ESB hafa verið á annan veg. Áhættan við fleytingu krónunnar með gríðarþungum vöxtum er mikil fyrir þjóðina. Það er því rétt að hafa skoðað þessa leið ofan í kjölinn. Auk evrunnar hafa bandarískur dalur, norsk króna og svissneskur franki einkum verið nefnd til sög- unnar. Mikilvægt er að forystu- menn stjórnmálaflokkanna láti skoða þessar leiðir fordómalaust með hagsmuni Íslands að leiðar- ljósi og menn festist ekki í „sinni lausn“ fyrir fram. Sú staða sem við erum komin í kallar á ný vinnu- brögð í stjórnmálum enda staðan með eindæmum. Nú reynir á að menn nái saman að vinna að þeirri leið sem gagnast best fjölskyldum og fyrirtækjum strax enda er lítill tími til stefnu. Raunveruleg hætta er á fjöldaatvinnuleysi og fólks- flótta. Þess vegna þurfa stjórn- málamenn að taka höndum saman um grunninn sem hlýtur að lúta að gjaldmiðlinum. Sá gjaldmiðill sem er ekki gjaldgengur er gagnslaus. Markmið gjaldmiðils er að varð- veita verðmæti í viðskiptum. Í þeirri stöðu sem Ísland er komið í er betra að fá viðunandi niður- stöðu hið fyrsta fremur en full- komna niðurstöðu seint um síðir. Höfundur er framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Árborg. Gjaldgengan gjaldmiðil: Já takk HELGI HJÖRVAR Stjórn Seðla- banka þakkað EYÞÓR ARNALDS „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.