Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 10
10 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Hefur þú skaðast í slysi? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys breyta aðstæðum í starfi og frítíma. Gættu réttar þíns. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsmenn stærstu fagfélaga innan heilbrigðis- geirans telja svigrúm til niður- skurðar í málaflokknum lítinn sem engan og eðlilegt væri að auka framlög með tilliti til áhrifa fjár- málakreppu á andlega og líkamlega líðan almenn- ings. Fjármála- ráðuneytið lét þau boð út ganga á dögun- um að öll ráðu- neyti kæmu með hugmynd- ir um tíu pró- sent niðurskurð af ársveltu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að stofnanir heil- brigðiskerfis- ins, eða önnur ráðuneyti, þurfi að beita flötum niðurskurði en það er hins vegar ekki úti- lokað, sam- kvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðu- neytinu. Skiln- ingur allra for- svarsmanna stærstu heil- brigðisstofnana landsins er sá að hver stofnun eigi að skera niður um tíu prósent. Það sama á við um for- svarsmenn fagfélaga í heilbrigðis- stétt. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur hins vegar sagt að leitað sé hugmynda að sparnaði en engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvernig hann komi niður á einstakar stofnanir. Elsa B. Friðfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir málið einfalt. „Ef það er í deiglunni að skera mikið niður í heilbrigðisþjón- ustunni þá er óumflýjanlegt að komi til mikils niðurskurðar á starfsemi og fjöldauppsagna starfsfólks. Mitt mat er að ef til slíks niðurskurðar kemur sé verið að vega þannig að kerfinu í heild að þjónustustigið verði fært aftur um fjölda ára.“ Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fyrirséð að fjárhagslegt skipbrot muni hafa neikvæð áhrif á heilsu þúsunda Íslendinga. Stjórn félags- ins leggi því áherslu á að framlög til heilbrigðismála verði aukin, ekki skorin niður, til þess að hægt verði að mæta þeim heilbrigðisvandamál- um sem munu fylgja fjármála- kreppunni. „Oft var þörf en nú er nauðsyn að nota peningana í það sem skiptir máli,“ segir Birna. Hún segist hafa ítrekað þessa skoðun við heilbrigðisráðherra persónulega og treystir sér ekki til að tjá sig um yfirlýsingar hans um að mögulegt sé að skera niður í heilbrigðismál- um án þess að skerða þjónustustig- ið. „Það sem ég er að hugsa um er ekki prenthæft.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, segist hafa rætt við forsvarsmenn lítilla heilbrigðisstofnana úti um land sem hafi frábeðið sér að koma með niðurskurðarhugmyndir um hvernig ætti „að rústa“ stofnanir sem væru svo skuldsettar að ekkert svigrúm væri til niðurskurðar. svavar@frettabladid.is Auka þyrfti framlög en ekki skerða Forsvarsmenn fagfélaga heilbrigðisgeirans eru sam- mála um að svigrúm til niðurskurðar sé lítið sem ekkert. Fjármálaráðuneytið útilokar ekki tíu pró- senta flatan niðurskurð til allra stofnana. LANDSPÍTALINN Forsvarsmenn fagfélaga heilbrigðisgeirans segja að auka ætti fram- lög til velferðarmála í ljósi yfirvofandi heilbrigðisvanda vegna kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR BIRNA JÓNSDÓTTIR NOREGUR Atvinnuástandið í byggingariðnaði snarversnar í Noregi á næsta ári. Horfur eru á því að íbúðir seljist ekki og atvinnuleysi verður innan byggingariðnaðarins, að sögn norska blaðsins Teknisk Ukeblad. Byggingariðnaðurinn í Noregi náði sögulegum hæðum árin 2004- 2007. Starfsmenn í byggingariðn- aði voru 192 þúsund talsins árið 2007 og nú er búist við að fækki um 28 þúsund manns á næsta ári og aðeins 164 þúsund verði starfandi í greininni. Þetta þýðir að um 70-80 þúsund manns verða atvinnulausir í framkvæmdageir- anum í Noregi. - ghs Byggingariðnaður í Noregi: Atvinnuleysi eykst árið 2009 JÓLALJÓS Í BERLÍN Jólaljósin voru tendruð við kirkju Vilhjálms keisara í Berlín í Þýskalandi í gær en þá voru flestir jólamarkaðir í þýsku höfuð- borginni opnaðir. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Barack Obama, sem tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna 20. janúar næst- komandi, skýrði í gær frá því hverjir muni fara með stjórn efna- hagsmála eftir að nýja stjórnin tekur við. Timothy Geithner verður fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Obama, en tveir helstu ráðgjafar hans í efnahagsmálum verða Christina Romer og Lawrence Summers. Þeirra bíður það erfiða verkefni að takast á við afleiðingar fjár- málakreppunnar, sem skall á í haust. George W. Bush, fráfarandi for- seti, hafði á sunnudag samráð við Obama áður en hann tók ákvörðun um að koma Citigroup, sem er næststærsti banki Bandaríkjanna, til bjargar. Bankinn hafði riðað til falls, en stjórnin ákvað að veita honum 20 milljarða dala í aðstoð. Bush sagðist með þessu hafa staðið við loforð sitt um að hafa náið samstarf við Obama síðustu mánuði sína í embætti. Obama er þessa dagana í óða önn að velja sér ráðherra í ríkis- stjórn sína. Frágengið er að Hill- ary Clinton verður utanríkisráð- herra, en annar fyrrverandi mótherji Obama í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni demó- krata, Bill Richardsson, ríkisstjóri í Mexíkó, verður væntanlega við- skiptaráðherra. - gb Obama skýrði í gær frá vali sínu á fjármálaráðherra: Bush ráðfærði sig við Obama CLINTON OG OBAMA Clinton féllst á að verða utanríkisráðherra í stjórn Obama eftir að hafa verið fullvissuð um að hún fengi nokkuð frjálsar hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.