Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjóla- túr um borgina. Ég rataði vissu- lega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðj- an dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúr- inn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans. EKKI hafði ég hjólað lengi þegar ég áttaði mig á því að ég var villt- ur. Nokkru síðar varð mér ljóst að ég var villtur á helst til óhentug- um stað þar sem svört næturiðja hvers konar var stunduð af kappi. Ég hjólaði því eins og vænn og blóðugur mannabiti innan um hákarlatorfu. Ekki leið á löngu uns tveir skuggalegir menn brugðu sér að mér og spurðu hvað ég vildi. Þeir tóku öllum sögum um hjól- reiðatúr ótrúlega. Sögðu að ég þyrfti ekki að vera með nein láta- læti hér því löggan væri hvergi nærri og þeir tvímenningar væru með þennan fína varning. Opnaði annar lófann og sýndi mér alls konar pillur sem mér skilst að hafi verið alsæla eða eitthvað því um líkt. EN ég var síður en svo alsæll en afar stressaður og sagðist vilja halda för minni áfram. Það var ekki tekið gilt, nú skyldi hjólreiða- kappinn láta þá hafa peningana. Nú voru góð ráð dýr því ferða- langurinn óreyndi var með veskið og krítarkortið í innanávasa á gallajakkanum. Ég sagðist því enga peninga hafa. Þá var þeim félögum nóg boðið og tróðu fingr- um sínum í alla vasa … nema innanávasann. EITTHVERT smáræði uppskáru þeir en að verki loknu komu þeir mér á óvart. „Jæja, félagi, hvaðan ert þú?“ spurði annar kumpán- lega. Spjölluðum við nokkra stund og sýndu þeir þá af sér mun meiri þokka en stundarkorni áður. Fékk annar síðan að sitja aftan á hjá mér spölkorn meðan ég hélt út í aðra óvissu. ÞAÐ er nú svo undarlegt að þótt það sé vissulega mikið áfall að verða rændur þá vona ég nú þrátt fyrir allt saman að þessir kumpán- ar sem hjálpuðu mér að vaka til morguns hafi ekki leiðst út í þá ógæfu að hafa opnað Icesave- reikning. Vinalegir þjófar 10.29 13.15 16.00 10.34 12.59 15.24 Í dag er þriðjudagurinn 25. nóvember, 329. dagur ársins. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /B O R 4 42 47 1 1/ 08 www.americanexpress.is/discovericeland/ Átakið Discover Iceland, sem stendur til vors, vekur athygli American Express korthafa á sérstæðri náttúru og ferða- mannastöðum á Íslandi um leið og kynnt eru hagstæð flugfargjöld, gistimöguleikar og verslunartækifæri. Markmið átaksins er að auðvelda viðskipti, auka veltu hjá fyrirtækjum og fá verðmæta viðskiptavini til landsins á erfiðum tímum. Fleiri en 60 verslanir, veitingastaðir og þjónustufyrirtæki hafa nú þegar lagt sitt af mörkum með því að leggja fram sérstakan afslátt og við hvetjum fleiri til að vera með okkur í þessu einstæða markaðsátaki fyrir Ísland. Nú leggjast allir á eitt! JÁKVÆÐ MYND FRÁ ÍSLANDI American Express, Borgun og Icelandair vinna saman að átaki til að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi og auka þannig veltu hjá íslenskum fyrirtækjum. Milljónir American Express korthafa fá beinan markpóst frá okkur þar sem Ísland er kynnt og á vefsíðu átaksins er að finna hagstæð tilboð á flugi, gistingu og fjölmörg önnur tilboð frá íslenskum fyrirtækjum. NÚ LEGGJAST ALLIR Á EITT!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.