Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.11.2008, Blaðsíða 12
12 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Laun á Íslandi hafa hækkað um 8,8 prósent síðasta árið. Hins vegar hefur verðbólga verið 15,9 prósent. Kaupmáttar- geta Íslendinga hefur því rýrnað um sjö prósent á einu ári þrátt fyrir launahækkanir. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Vaxtahækkanir á Íslandi hafa haft í för með sér þyngri greiðslu- byrði svo sem af húsnæðislánum, bílalánum, námslánum og yfir- dráttarlánum svo eitthvað sé nefnt. Íslendingar þurfa vegna gengis- hrunsins að sætta sig við að saman- burðurinn á launum þeirra við það sem gerist annars staðar er þeim mjög óhagstæður. Til að mynda eru grunnlaun dansks gjaldkera nú rúmlega hálf milljón íslenskra króna. Hafa verður þó í huga að kaupmáttur milli landa er ekki sá sami. Hins vegar er ljóst að stór hluti gengisbreytinga hefur ekki enn skilað sér inn í verðlagið á Íslandi. Þá má hafa í huga að fjöldi fólks hefur einnig þurft að taka á sig launalækkanir á síðustu vikum vegna þess hve mörg fyrirtæki standa höllum fæti nú. Þá eru þeir ótaldir sem hafa misst vinnuna. Í Peningamálum Seðlabankans er svo spáð tæplega helmings- lækkun á raunvirði fasteigna sé miðað við árin 2007 til 2011. Gengislækkunin gerir fólki svo enn erfiðara fyrir. Sá sem á hús sem var um það bil 40 milljónir að raunvirði og nær að selja það fyrir um 35 milljónir áður en hann hyggur á að flytja til Danmerkur þyrfti að sætta sig við mikla rýrn- un tækist á annað borð að skipta fénu úr íslenskum krónum í dansk- ar. Milljónirnar 35, sem hefðu verið tæplegar þrjár milljónir danskra króna hefði þeim verið skipt 20. nóvember árið 2007, verða vegna gengisbreytinga aðeins 1,5 milljónir danskra króna hefði tekist að skipta svo miklum gjaldeyri í gær. Það er því ekki hlaupið að því fyrir fólk sem hefur komið sér upp þaki yfir höfuðið að flytja úr landi í leit að störfum. Breska blaðið Daily Mail fjall- aði um stöðu Íslendinga í gær. Íslendingar sæju nú afborganir af lánum vaxa um helming, verð- bólgan geti komið til með að vaxa um 30 prósent til viðbótar á þessu ári og þá væri hverju mannsbarni gert að taka á sig gríðarlegar skuldir vegna bankahrunsins. Mestur samdráttur hefur verið í byggingariðnaðinum á Íslandi. Á vegum Samiðnar, Sambands iðnfé- laga, hafa verið kynnt atvinnu- tækifæri fyrir iðnaðarmenn ann- ars staðar á Norðurlöndum. Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Trésmiðafélags Íslands, segir að enn sem komið er hyggi flestir á að verða farandverka- menn enda ekki hlaupið að því að flytjast af landi brott. Þá sé staðan þannig að þótt einhver tækifæri séu fyrir hendi til að fá vinnu erlendis sé ekki ólíklegt að mark- aðurinn mettist innan tíðar. karen@frettabladid.is Kaupmáttur minnkar vegna launalækkana og verðbólgu Áhrif launalækkana, verðbólgu og gengishrunsins á kjör Íslendinga eru mikil. Fasteignir rýrna í verði. Vegna þróunar íslensku krónunnar eru grunnlaun dansks gjaldkera nú rúmlega hálf milljón króna. STAÐAN SLÆM EINS OG ER Vaxtahækkanir á Íslandi hafa haft í för með sér þyngri greiðslubyrði svo sem af húsnæðislánum, bílalánum, námslánum og yfirdráttar- lánum svo fátt eitt sé nefnt. Takist Íslendingi að selja fasteign sína og hann hyggist flytja úr landi eru líkur á að féð myndi rýrna um helming tækist að skipta því í annan gjaldeyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁHRIF GENGISHRUNS Á LAUN Ísland Danmörk Grunnlaun gjaldkera 206 þús. ísl.kr. 548 þús. ísl.kr. Meðallaun reynds hjúkrunarfræðings 400 þús. ísl.kr. 644 þús. ísl.kr. Grunnlaun í umbrots- og grafíkstörfum 327 þús. ísl.kr. 686 þús. ísl.kr. Upphæðirnar eru námundaðar og fengnar af síðu Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Finans- forbundet.dk, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Launakönnun VR og hk.dk. Miðað er við að gengi íslensku krónunnar sé 23 krónur danskar. MEÐ SÓFA Á BAKINU Í borginni Guiyang í Guizhu-héraði suðvestan til í Kína sást í gær til þessa manns, sem gekk um með sófa á bakinu og bros á vör í von um að einhver vildi kaupa húsgagnið. NORDICPHOTOS/AFP Betri Notaðir Bílar Kletthálsi 2 Reykjavík Sími: 570-5220 NÝTT ÚTIBÚ ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 42 92 1 1. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Auris 1400 bensín, 5 gíra Á götuna: 09.07 Ekinn: 15.000 km Verð: 2.080.000 kr. Skr.nr. AB-J59 Tilboð 1.790.000 kr. Toyota RAV4 GX 2000 bensín, sjálfsk. Á götuna: 11.06 Ekinn: 45.000 km Verð: 3.270.000 kr. Skr.nr. YA-046 Tilboð 2.990.000 kr. Toyota Avensis Sol 1800 bensín, sjálfsk. Á götuna: 05.07 Ekinn: 36.000 km Verð: 2.950.000 kr. Skr.nr. RG-651 Tilboð 2.650.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Land Cruiser 120 GX 3000 dísel, 6 gíra Á götuna: 11.04 Ekinn: 126.000 km Verð: 3990.000 kr. Skr.nr. SU-367 Tilboð 3.490.000 kr. Toyota Yaris Sol 1300 bensín, 5 gíra Á götuna: 06.07 Ekinn: 37.000 km Verð: 1.750.000 kr. Skr.nr. YN-013 Tilboð 1.590.000 kr. SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Corolla Sol MM 1600 bensín, 5 gíra MM Á götuna: 05.07 Ekinn: 22.000 km Verð: 2.670.000 kr. Skr.nr. KX-832 Tilboð 2.350.000 kr. ÚRVALSBÍLLÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLLGÆÐABÍLL ÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLL Nýbýlavegi 4Nýbýlavegi 4 Kletthálsi 2 Nýbýlavegi 4 Nýbýlavegi 4 Nýbýlavegi 4 SAMFÉLAGSMÁL Óttar Guðmunds- son læknir fjallar í dag um fordóma gegn geðsjúkdómum á síðustu öld. Hann segir þá hafa verið víðtæka og stjórnmálamenn og rithöfundar hafi ekki hikað við að tala af lítilsvirðingu um sjúklinga á Kleppspítala. „Þeir sem þurftu aðstoðar við voru stimplaðir klepparar og orð eins og klepptækur varð algengt. Sjúklingarnir þar voru taldir heimskir. Þetta breyttist þegar æ fleiri fengu reynslu af geðsjúk- dómum.“ Fyrirlesturinn er í Þjóðminjasafninu og hefst klukkan 12.05. - kóp Sagnfræðingafélag Íslands: Fordómar gegn geðsjúkdómum ÓTTAR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.