Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 44
Sjaldgæft er að hitta á laufa- brauð í búðum sem bragðast eins og heimagert en þannig er það frá Hérastubbi bakaríi í Grindavík. „Ég er ekki mikill laufabrauðskarl sjálfur því ég ólst ekki upp við það. Svo þegar ég varð bakari söfnuðust til mín uppskriftir að laufabrauði því hver og einn vildi að ég bakaði eftir hans forskrift. Ég ákvað að taka sitt lítið úr hverri uppskrift og gera mína eigin og lét sérfróða konu prófa hana. Hún hleypti henni í gegn og ég hef farið eftir henni í tólf ár.“ Þannig lýsir Sig- urður Enoksson, bak- ari í Grindavík, til- urð laufabrauðsins sem hann er þekkt- ur fyrir og þeir sem reynt hafa sækj- ast eftir. Sigurður selur brauðið bæði steikt og ósteikt og býður þrjár teg- undir, hefðbundna úr hveiti, aðra með rúgmjöli og þriðju með kúm- eni. „Það er nauðsynlegt að hafa fjölbreytni,“ segir hann og kveðst líka kappkosta að hafa laufabrauðið sem ferskast. „Sumir byrja að steikja í október en hjá mér er það stór part- ur af dagskránni í desember.“ Sigurður hefur rekið bak- arí í Grindavík frá árinu 1995. Það heitir Héra stubbur bakarí, enda kveðst hann ungur hafa kynnst sög- unni um dýrin í Hálsaskógi. „Það var bakarí hér áður, ég lærði meira að segja þar, það hét bara Bakarí- ið í Grindavík,“ segir hann og við- urkennir að Hérastubbsnafnið hafi komið upp í gríni. „Svo var nafnið bara ákveðið og það fer ágætlega í fólk. Það er oft reynt að plata mig til að syngja piparkökusönginn en það hefur ekki fengist í gegn enn þá!“ Sigurður átti heima í Hafnarfirði fyrstu 16 ár ævi sinnar en kveðst hafa skotið rótum í Grindavík enda sé gott að vera þar. „Ég held uppi áróðri í bænum um að kaupa ekki bara íslenskt heldur kaupa grind- vískt,“ segir hann og bætir við. „Nú þegar kreppan er skollin á og við komin aftur til fortíðar verðum við að búa að okkar framleiðslu.“ - gun 4. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt „Ég er ansi oft beðinn að syngja piparkökusönginn en það hefur ekki fengist í gegn enn þá,“ segir Grindvíkingurinn Sigurður. Laufabrauðið frá Hérastubbi er eins og heimagert brauð af bestu gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stór partur af dag- skránni í desember Fátt er íslenskara en harðfiskur enda er hann oft það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar rætt er um íslenska matreiðslu. Fisksölu- skrifstofan í Hafnarfirði framleiðir harðfisk undir merkjunum Gull- fiskur og Gæðafiskur. „Fimm kíló af ferskum, roð- og beinlausum ýsuflökum eru notuð til að búa til eitt kíló af harðfiski. Fisksöluskrifstofan notar sérstaka kælda þurrkunaraðferð sem gerir það að verkum að næringargildið heldur sér. Prótínhlutfallið er yfir áttatíu prósent en varan inniheld- ur þar að auki Omega 3 fitusýrur og mikið af vítamínum og snefil- efnum,“ segir Halldór Halldórsson, fjármála- og sölustjóri hjá Fisk- söluskrifstofunni ehf. Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna Matís samsvara tvö- hundruð grömm af Gullfiski og Gæðafiski heilu kílói af ferskum roð- og beinlausum flökum í næringargildi. Harðfiskurinn inniheld- ur þannig ríflega fimmfalt meiri næringu en sama þyngd af fersk- um ýsuflökum. „Gullfiskur og Gæða- fiskur hefur ekki hækk- að frá framleiðanda síðan í byrjun þessa árs og verð munu haldast óbreytt fram yfir Þorra,“ segir Hall- dór. -hs Góðgæti úr hafinu Harðfiskur er bragðgóður og meinhollur. Hann er því kjörinn aukabiti og hentar vel sem nasl auk þess sem hann er ómiss- andi á þorranum. MYND/FISKSÖLUSKRIFSTOFAN Harðfiskurinn er landanum að góðu kunnur. NORDICPHOTOS/GETTY SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.