Fréttablaðið - 04.12.2008, Page 54

Fréttablaðið - 04.12.2008, Page 54
34 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR Hræðslubandalagið var kosningabandalag Al- þýðuflokks og Fram- sóknarflokks í alþingis- kosningunum 24. júní 1956. Flokkarnir gerðu með sér samkomulag um að stilla ekki fram fram- bjóðendum í sömu ein- mennings- og tvímenn- ingskjördæmum. Mark- miðið var að flokkarnir tveir næðu hreinum meirihluta á Alþingi. Flokk- arnir unnu þrjá þingmenn í kosn- ingunum en hefðu þurft tvo til við- bótar til að ná meirihluta. Hræðslu- bandalagið myndaði þá stjórn með Alþýðubandalaginu. Forsætisráð- herra var Hermann Jón- asson, formaður Fram- sóknarflokksins. Þennan dag árið 1958 slitnaði svo upp úr sam- starfi flokkanna í rík- isstjórninni. Hermann hafði farið fram á við Al- þýðusamband Íslands að 17 prósenta launahækk- un yrði frestað um einn mánuð vegna slæms efnahagsástands. Alþýðusamband- ið hafnaði því þrátt fyrir að forseti þess, Hannibal Valdimarsson, væri ráðherra í ríkisstjórn Hermanns. Hermanni fannst hann því vera til- neyddur til að segja af sér embætti og slíta stjórninni. ÞETTA GERÐIST: 4. DESEMBER 1958 Hræðslubandalagið slitnar Efling stéttarfélag var stofnað í desem- ber árið 1998 og tók til starfa um ára- mótin 1999. Félagið fagnar því tíu ára afmæli um þessar mundir. „Reyndar eru tvenns konar tímamót. Auk þess að Efling hafi nú starfað í áratug þá mun verkalýðsfélagið Boðinn samein- ast Eflingu frá og með næstu áramót- um en Boðinn nær yfir Þorlákshöfn og Hveragerði og er með samliggjandi fé- lagssvæði við okkur,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Með til- komu Boðans bætist við nýtt svið hjá Eflingu sem er sjómannadeild í Boðan- um. En hvernig varð Efling til? „Fyrir tíu árum var mikil hreyfing á samtölum milli formanna félaga og félagastjórna hér á höfuðborgarsvæð- inu. Eftir að lífeyrissjóðurinn Framsýn var stofnaður þá fundu menn að jarð- vegur var fyrir áframhaldandi viðræð- ur. Til að byrja með sameinuðust Dags- brún og stéttarfélagið Framsókn og síðan komu Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum inn. Þá varð Efling til 5. desember árið 1998. Síðan sameinaðist félagið Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, 5. október árið 1999 og eru þessi félög því grunnurinn að Eflingu,“ útskýrir Sig- urður. Við fyrri sameininguna varð til næststærsta stéttarfélag landsins en í september á þessu ári voru félagsmenn orðnir um 23.000. „Í Eflingu er öll flór- an. Stærstu viðsemjendur félagsins eru Reykjavíkurborg, Samtök atvinnu- lífsins og Fjármálaráðuneytið en ræst- ingafyrirtæki eins og ISS eru einnig mjög stór hluti. Síðan er veitinga- og gististaðaumhverfi stór partur sem og iðnaður og flutningastarfsemi,“ segir Sigurður og bætir við að með samein- ingunni hafi starfið eflst til muna. „Enginn vafi leikur á því að samein- ingin skapaði félaginu styrk bæði í fé- lagslega umhverfinu og ekki síður í sameiningu félagssjóða. Einnig var yf- irbygging minnkuð og kostnaður þar rann þá beint í starfsemina. Við höfum því náð að efla allt okkar umhverfi,“ segir hann og nefnir að félagsgjöld hafi nú lækkað úr einu prósenti í 0,7 pró- sent, samfelld aukning hafi orðið á rétt- indum varðandi sjúkrasjóði og fræðslu- sjóðir hafi eflst. „Mikið er unnið að alls kyns símenntun og endurmennt- un innan félagsins og erlendu vinnu- afli hefur verið vel sinnt. Til að byrja með vorum við í vandræðum þar sem vinnuumhverfið breyttist svo hratt en við breyttum starfsháttum til að geta mætt þessum hópi sérstaklega en þar höfum við verið í samstarfi við Rafiðn- aðarsambandið, Samiðn og Alþýðusam- bandið í að sinna öflugu vinnustaðaeft- irliti.“ Sigurður nefnir þó að nú fari í hönd annað tímabil þar sem stór hluti af er- lendu vinnuafli sé að snúa aftur til síns heima. „Fjölmargir hafa leitað hing- að til okkar varðandi atriði sem þeir vilja glöggva sig á áður en þeir flytja úr landi,“ segir hann og telur það auð- velda starfið til muna hve stórt félagið er. „Möguleikarnir til að auka réttindin eru meiri og einnig er það mikill styrk- ur fyrir okkar félagslega umhverfi að einstaklingurinn þurfi ekki stöðugt að færa sig á milli félaga. Að geta leitað eftir þjónustu varðandi túlkun kjara- samninga á einum og sama staðnum er mikill munur.“ Einnig verður betri yfirsýn yfir hvernig kjarasamningar þurfa að samstillast og réttindin sam- bærilegri í framhaldinu. „Nú er von á þungri niðursveiflu og þá mun ekki síður reyna á það að inn- viðir félagsins séu sterkir,“ segir Sig- urður en nýlega var gengið frá sam- komulagi við Reykjavíkurborg um framlengingu á kjarasamningi. „Þetta voru kjarasamningar sem gerðir voru við erfiðar aðstæður en ég tel niður- stöðuna góða miðað við það.“ hrefna@frettabladid.is EFLING STÉTTARFÉLAG: TÍU ÁR LIÐIN FRÁ ÞVÍ STÉTTARFÉLAGIÐ TÓK TIL STARFA Nú reynir á sterka innviði TÍMI SAMFELLDRA BREYTINGA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir tíu ára sögu Eflingar hafa verið farsæla og að mikill árangur hafi náðst. „Á þessum tíma var mikil uppsveifla í sam- félaginu. Nú förum við í annan tíma þar sem verður þung niðursveifla og þá mun ekki síður reyna á að innviðir félagsins séu sterkir,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINRÆÐISHERRANN FRANC- ISCO FRANCO FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1892. „Ég ber aðeins ábyrgð gagnvart guði og mann- kynssögunni.“ Francisco Franco var leiðtogi fasista í spænsku borgara- styrjöldinni og einvaldur á Spáni frá 1939 til dánardags árið 1975. timamot@frettabladid.is Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnlaugs Magnússonar Fellaskjóli Grundarfirði. Þuríður Jóna Gunnlaugsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson Helle Martensen Valur N. Gunnlaugsson Sigurbjörg Hoffrits Jónína Gunnlaugsdóttir Magnús Árni Gunnlaugsson Sigríður Halldórsdóttir Benjamín S. Gunnlaugsson Þóra Soffía Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og systir, Sigrún Sigurðardóttir Eyrarholti 4, Hafnarfirði, lést á nýrnadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. des. kl. 13.00. Sigurður Halldór Bjarnason Ágústa Árnadóttir Guðrún Magnea Gunnarsdóttir Gunnar Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Guðjónsson Ægisíðu 66, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Neskirkju, föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Inga Jóelsdóttir Þorvarður Ellert Björnsson Steingerður Steindórsdóttir Sigrún Björk Björnsdóttir Örlygur Sigurðsson Guðrún Gerður Björnsdóttir Jóhann Þórarinsson Guðjón Jóel Björnsson Helena Þuríður Karlsdóttir Ásgeir Björnsson Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Eiríksdóttir verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Ágúst Magnússon Sigríður Eiríksdóttir Lilja Magnúsdóttir Jóhann Víglundsson Jenný Magnúsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörleifur Hafliðason Rauðumýri 3, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Júlíana Hinriksdóttir Sigurður Hinrik Hjörleifsson Sjöfn Ragnarsdóttir Elísabet Hjörleifsdóttir Guðmundur Heiðar Frímannsson Hjörleifur Árnason Þórhalla Sigurðardóttir Kristján Sigurðsson Lárus Arnór Guðmundsson Þóra Sif Ólafsdóttir Jóhann Guðmundsson Valgerður Guðmundsdóttir og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Garðar Rafn Ásgeirsson Svarfhóli, Stafholtstungum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þann 24. nóvember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Ragnhildur Einarsdóttir Jósef Jóhann Rafnsson Líney Traustadóttir Sólrún Anna Rafnsdóttir Jón Finnsson Ásgeir Rafnsson Rebekka Guðnadóttir Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir Nelson Patricio De Brito barnabörn og barnabarnabörn. Elskaður sonur okkar, bróðir og barnabarn, Þórir Árni Jónsson, Lautasmára 12, Kópavogi, lést 24. nóvember sl. Jarðarför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Kolbrún Þórisdóttir Jón B. Guðlaugsson Axel Helgi Jónsson Herdís Brá Jónsdóttir Þórhildur Helgadóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.