Fréttablaðið - 04.12.2008, Síða 71

Fréttablaðið - 04.12.2008, Síða 71
FIMMTUDAGUR 4. desember 2008 51 Brandon Flowers, forsprakki Las Vegas-sveitarinnar The Killers, segist hafa íhugað að fá sér Oasis- húðflúr á sínum yngri árum. „Þegar ég var tvítugur ætlaði ég að fá mér Oasis-húðflúr annað hvort á handlegginn á mér eða bakið en gat ekki ákveðið mig hvor staðurinn væri betri,“ sagði Flowers. „Þegar ég hlustaði á Don´t Look Back In Anger fannst mér ég endurfæðast. Ég hugsaði með mér: „Þetta er málið. Þetta langar mig að gera í lífinu“,“ sagði hann. Þriðja plata The Killers, Day & Age, er að koma út, en tvö ár eru liðin síðan síðasta hljóðversplatan Sam´s Town kom út. Vildi húðflúr með Oasis Þrjár hljómsveitir halda útgáfu- tónleika á næstunni til að fagna sínum nýjustu plötum. Fyrstu tónleikarnir verða á Glaumbar í kvöld þegar hljómsveitin Steini treður þar upp. Sveitin gaf fyrir skömmu út sína aðra plötu sem nefnist Human Comfort. Hefur hún að geyma níu glæný lög og þrjú eldri. Annað kvöld halda The Viking Giant Show og Singapore Sling sína útgáfutónleika. The Viking Giant Show, sem gaf út plötuna The Lost Garden of Hoolingans, verður á Hverfis- barnum á meðan Singapore Sling spilar á Grand Rokk. Sú sveit gaf nýverið út plötuna Perversity, Desperation and Death. Þrjár sveitir fagna útgáfu THE VIKING GIANT SHOW Rokkararnir í The Viking Giant Show halda útgáfutón- leika annað kvöld. Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og und- ankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plöt- una Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Strákarnir tóku plötuna upp alfarið sjálfir en njóta aðstoðar Kimi Records við dreifinguna. „Tóti gítarleikari er búinn að taka sjálfur upp í tvö ár með pro-tools. Nánast öll lögin voru búin til heima hjá honum með tölvu og gítar,“ segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. Agent Fresco er rétt að slíta barnsskónum því hún hóf störf í febrúar, vann Músíktilraunir í mars og eftir það tók við stanslaus spilamennska. „Við æfum aldrei. Það er ekki út af því að við erum svo góðir hljóðfæraleikarar held- ur erum við bara alltaf að spila. Lögin eru búin að þróast á tónleik- unum og þess vegna höfðum við meira sjálfstraust við að gefa þau út,“ segir Arnór. Til marks um þéttleika sveitar- innar fékk hún fullt hús stiga hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwa- ves-hátíðinni í haust. Þar var tón- listinni lýst sem hræringi af poppi, rokki, djassi og þungarokki; nokk- urs konar blöndu af System of a Down og The Dillinger Escape Plan. Úrslitakvöld Battle of the Bands verður haldið í London 15. desem- ber og stefnir Arnór vitaskuld á sigur. „Ég ætla að rústa keppninni og ætla að gefa mig 100% í þetta. Ég ætla að fara út til að koma Íslandi aftur á kortið.“ Síðustu tónleikar Agent Fresco fyrir Lundúnaferðina verða á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21, þar sem nýja EP-platan verður að sjálfsögðu til sölu. - fb Spila stanslaust og æfa aldrei AGENT FRESCO Rokkararnir í Agent Fres- co hafa gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe sem hefur að geyma sex lög. MYND/HÖSKARINN Leikarinn Patrick Swayze hefur neitað fregnum bandarískra slúðurblaða um að hann sé á dánarbeðinum. Í yfirlýsingu sem var birt í tímaritinu People segir hann að ásakanirnar séu rudda- legar og ábyrgðarlausar. Fregnir um að hann sé „á síðasta snúning og kveðji nú fjölskyldu sína með tárin í augunum“, eru að hans sögn helber lygi. Swayze, sem er 56 ára, greindist í mars síðastliðnum með krabbamein í brisi. Segir hann að veikindi sín séu bardagi sem hann sé að vinna enn sem komið er. Fregnir slúðurblaðsins The National Enquirer um að krabba- meinið hafi breiðst út í lifur hans virðast því ekki eiga við rök að styðjast. Swayze ekki á dánarbeði PATRICK SWAYZE Leikarinn góðkunni hefur neitað orðrómi um að hann sé á dánarbeðinum. 2 fyrir 1 í dag, 4.desember kl. 20:00 MasterCard korthafar fá tvo miða á verði eins á sérstaka MasterCard forsýningu fimmtudaginn 4.desember kl. 20:00 í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri, Greiði þeir með kortinu Meira á www.borgun.is/bio SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.