Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 4
4 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR Í blaðinu í gær var ranglega sagt að leikmenn úr skautafélaginu Birninum hefðu verið við æfingar á ísilagðri Tjörninni. Leikmennirnir eru úr Skautafélagi Reykjavíkur. LEIÐRÉTTING Fyrirsagnir eru blaðsins Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrirsagnir fréttar um svör Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem birtist í gær voru ekki sóttar í orð hans heldur voru blaðsins. ÁRÉTTING SJÁVARÚTVEGSMÁL Íslenska hval- kjötið sem sent var til Japans í sumar er komið í dreifingu á mark- aði. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals, telur æski- legt að gefinn verði út kvóti til „alvöru hvalveiða“ án tafar. Sjávar- útvegsráðherra segir allar efnis- legar forsendur til að hefja hval- veiðar til staðar. Kristján segir að dreifing á kjöt- inu á milli einstakra markaða í Japan standi nú yfir. Kaupmenn séu ánægðir með kjötið og aðeins tímaspursmál hvenær dreifingu á landsvísu verði lokið. „Þetta eru 65 tonn af kjöti af þeim sjö langreyð- um sem við veiddum haustið 2006. Nú er verið að kynna þetta á mark- aðnum og vonandi bara vísirinn að því sem koma skal.“ Kristján minnir á að rökin gegn hvalveiðum hafi ávallt verið að enginn markaður sé fyrir kjötið. Nú sé annað komið í ljós og hann kallar eftir því að gefinn verði út kvóti. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra treystir sér ekki til að segja neitt um hvort gefinn verði út kvóti til hvalveiða í ljósi þeirra frétta að kjötið sé komið í hendur neytenda í Japan. „Þetta er öðrum þræði pólitísk ákvörðun og menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvalveiðar. Mín afstaða er þó þekkt og óbreytt. Ég tel að allar efnislegar forsendur til að hefja hvalveiðar séu til staðar.“ Aðspurð- ur hvort ráðherrar Samfylkingar- innar séu eina fyrirstaðan svarar Einar að hann vilji ekkert gefa sér fyrirfram um skoðun þeirra. Málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn. Ástæðan fyrir töfum á afgreiðslu afurðanna segir Kristján vera að matvælaeftirlit í Japan sé afar strangt. Hvalkjötið hafi verið tekið tvívegis í sýnatökur og þrjú ráðu- neyti hafi komið að afgreiðslu þess. Það sé hins vegar eðlilegt þar sem langreyðarkjöt hefur ekki komið inn á japanska markaðinn síðan 1991, en þá var síðasta kjötið úr veiðum ársins 1989 selt þar í landi. Hafrannsóknastofnun hefur gefið út að sjálfbærar veiðar á langreyði séu 150 dýr á ári. Kristj- án vill að sá kvóti verði gefinn út strax. „Ég þarf nokkra mánuði til að undirbúa veiðar og vinnslu.“ svavar@frettabladid.is Forsendur fyrir hval- veiðum eru til staðar Dreifing á íslensku langreyðarkjöti stendur yfir í Japan. Kjötið fer á markaði um allt landið. Kristján Loftsson vill að kvóti verði gefinn út sem fyrst. Sjávar- útvegsráðherra segir allar efnislegar forsendur til að hefja hvalveiðar til staðar. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur -4 0 0 -4 -3 0 -1 1 -3 0 -10 2 2 2 2 2 5 5 4 2 2 3 19° 8° 6° 6° 6° 8° 5° 3° 5° 5° 21° 7° 5° 23° 1° 8° 15° 4° Á MORGUN 5-13 m/s. SUNNUDAGUR 5-10 m/s 4 4 3 1 1 3 1 -2 -1 -3 HLÝNAR Á MORGUN Sé rýnt í veður morg- undagsins má sjá hlýindi koma upp að landinu núna í nótt og að víða verði orðið frostlaust sunnan- og vestanlands um hádegi á morgun. Smám saman verður mildara annars staðar. Rigning eða slydda verður sunnan til og vestan en hætt við slyddu eða snjókomu norðanlands og á há- lendinu. Úrkomulítið verður austast. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HVALSTÖÐIN 2006 Sjö langreyðar voru veiddar haustið 2006 af níu dýra kvóta. Dreifing á 65 tonnum af kjöti stendur yfir í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest sextán ára fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir Þórarni Gíslasyni. Þórarinn var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í maí síð- astliðnum fyrir að hafa ráðið Borg- þóri Gústafssyni bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra. Þórarinn veitti Borgþóri, þrjú högg í höfuðið með duftslökkvi- tæki. Við það brotnaði höfuðkúpa Borgþórs á þremur stöðum þannig að það blæddi inn á hana og hann lést í kjölfarið. Þórarinn neitaði sök fyrir dómi. Í dómi héraðsdóms, sem stað- festur var í Hæstarétti, sagði að sannað væri að Þórarinn hefði á þeim tíma sem hér um ræðir verið að langmestu leyti í óminnisástandi. Því væri ekki byggjandi á reikulum framburði hans. Með vísan til blóð- bletta á fatnaði Þórarins, blóðs úr hinum látna á slökkvitækinu, tækni- rannsóknar lögreglu og til vitnis- burðar nánar tilgreindra vitna, var talið sannað að Þórarinn hefði sleg- ið fórnarlambið að minnsta kosti þremur þungum höggum í höfuðið með slökkvitækinu sem sannað var með áliti réttarmeinafræðings að hefði leitt hann til dauða. Þá var talið að Þórarni hefði ekki getað dulist að höfuðhöggin myndu leiða manninn til dauða. - jss Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur: Sextán ár fyrir manndráp HRINGBRAUT Verknaðurinn var framinn í húsi við Hringbraut. REYKJAVÍK Eftir að hætt var að rukka í almenningssalerni í Reykjavík hefur notkun þeirra aukist töluvert. Tæplega 1.000 fleiri notuðu salernin í nóvember í ár en í fyrra. Gerð var tilraun í október um að fella niður gjald í salernin, sem var 10 krónur. Töluvert var um kvartanir vegna þess að fólk var ekki með klink á sér þegar mest reið á. Salernin eru mest notuð yfir sumartímann. Fimm almenningssalerni eru í miðbæ Reykjavíkur; við Frakka- stíg, í Mæðragarði, við Vegamóta- stíg, Ingólfstorg og Hlemm, en það er mest notaða salernið. - kóp Frítt í almenningssalerni: Almenningssal- ernin vinsælli VIÐ HLEMM Almenningssalernið við Hlemm er langvinsælast, 1.200 höfðu þar viðdvöl í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN SJÁVARÚTVEGSMÁL Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra sagði í ræðu á þingi Sjómannasambands Íslands í gær, að það væri dapurlegt að standa frammi fyrir þeirri óvissu sem sýking í síldinni hefði skapað. Sérstaklega eftir að síldarstofn- inn hefði verið byggður upp með varkárri nýtingarstefnu á undanförnum árum. Tekjutapið verður umtalsvert fyrir útgerðina og þjóðfélagið, sagði Einar en alvarlegra er ef sýkingin skaðar stofninn til lengri tíma litið. - shá Sjávarútvegsráðherra um síld: Dapurleg óvissa framundan ALÞINGI Fjórir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið til starfa í forsætisráðuneytinu eftir hrun bankanna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, for- manns Framsóknarflokksins. Samkvæmt svarinu hafa samtals 34 starfsmenn tíma- bundna ráðningu í átta ráðuneyt- um stjórnarráðsins. Í þremur ráðuneytum eru engar tíma- bundnar ráðningar. Ekki eru upplýsingar um tímabundnar ráðningar í utanrík- isráðuneytinu segir í svari forsætisráðherra. - bþs Tímabundnar ráðningar: Fjölgun eftir bankahrunið ÁSTRALÍA, AP Paul Watson, forsprakki herskáu hvalverndar- samtakanna Sea Shepherd, tjáði áströlskum fjölmiðlum að hann myndi ekki skirrast við að láta sverfa til stáls í hinni árlegu viðureign samtakanna við hvalveiðiflota Japana í Suður- Íshafi. Watson stýrði flaggskipi Sea Shepherd, Steve Irwin, er það lét úr höfn í Brisbane í Ástralíu í gær áleiðis á hvalamiðin. Í hinni 45 manna áhöfn skipsins er meðal annarra Hollywood-leikkonan Daryl Hannah. Japanar ætla sér að veiða allt að 935 hrefnur og 50 langreyðar á þessari vertíð. - aa Sea Shepherd-samtökin: Halda vígreif á hvalamiðin PAUL WATSON Neyðarástand vegna kóleru Stjórnvöld í Simbabve lýstu yfir neyðarástandi í landinu í gær vegna kólerufaraldurs og hruns heilbrigðis- kerfisins. Á miðvikudag réðst óeirðalögregla gegn mótmælagöngu heilbrigðisstarfsfólks sem mótmælti aðgerðarleysi stjórnvalda. SIMBABVE GENGIÐ 04.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 243,8797 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 144,58 145,28 209,69 210,71 182,20 183,22 24,453 24,597 20,085 20,203 17,258 17,36 1,5588 1,568 213,61 214,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.