Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 60
36 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > ekki missa af … Nú eru síðustu forvöð að sjá sviðsetn- ingu Lab Loka í Hafnarfjarðarleikhús- inu á Steinar úr djúpinu. Sýningin hlaut á þessu ári stærsta styrkinn frá leiklistarráði og nú eru tvær sýningar eftir. Leikstjóri og höfundur leik- gerðar á brotum úr verkum Steinars Sigurjónssonar er Rúnar Guðbrands- son. Miðasala er á midi.is en síðasta sýning er á laugardagskvöld. Á morgun verða tónleikar í Lang- holtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvur- um, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratorí- unni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokks- ins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldurs- ári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándan- um. Verkið var frumflutt í Nikul- ásarkirkjunni í Leipzig og endur- flutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsileg- asta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tón- smíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oft- ast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskon- ungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyr- inkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikil- vægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flyt- ur þrjár fyrstu kantöturnar í Lang- holtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Ein- söngvarar eru Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Sesselja Kristj- ánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is JÓLAÓRATORÍAN Á MORGUN TÓNLIST Jólaguðspjallið túlkað af guðlegum innblæstri Bach. Dómkórinn verður í stuði á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ Í tengslum við sýningu Mat- hilde ter Heijne í Gallery 101 Projects (gömlu smiðjunni bak við Alþjóðahúsið á Hverf- isgötu) hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir ráðist í að skipuleggja uppákomur næstu vikur fyrir hátíðir. Fyrsta uppákoman er í dag kl. 17 en þá mun Guðrún Eva Mínervudóttir lesa upp úr skáldsögu sinni, Skapar- anum, í sýningarrýminu og hefst upplesturinn kl. 17. Þess má geta að bók Guðrúnar, Skaparinn, er tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna 2008. Sýning ter Heijne ber titilinn „Woman to go“ en um er að ræða innsetningu sem samsett er af 180 mismunandi póstkortum, með ljósmyndum af konum frá öllum heimshornum á framhlið en á bakhlið er nafn, ártal og æviágrip kvenna, sem voru á sínum tíma (á árabilinu 1839- 1920) kvenskörungar og frumherjar á ýmsum sviðum, sem konur í karlastörfum. Til jóla mun sýningarrýmið 101 Projects, auk sýningar Mathilde ter Heijne, bjóða gestum að hlýða á erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns Jafnréttisráðs, starfsmann Kvennasögu- safns og fyrrum þingkonu, svo og erindi Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, myndlistarkonu, listfræðinema og borgarfulltrúa. Erindin verða flutt í beinum tengslum við sýninguna og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verða tímasetningar á framlagi þeirra Kristínar og Guðrúnar Erlu tilkynntar síðar. - pbb Skapari í innsetningu BÓKMENNTIR Guðrún Eva les úr Skap- aranum í innsetningu helgaðri konum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ath kl. 12. Í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, stofu 101, verður í dag opinn fyrirlestur með nýjum lektor deildarinnar, dr. Huldu Þórisdóttur, sem er nýdoktor við Princeton-háskóla. Hún fjallar um hlutverk ótta, jafnt meðal almennings og stjórnmálamanna, meðvitað og ómeðvit- að. Hún greinir frá hvernig ótti stýri hugsun í átt að vissu og öryggi með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Að lokum verður rætt hvernig niðurstöður þessara rannsókna og annarra af sama meiði hafa átt sér hliðstæðu í atburðum undanfarinna vikna á Íslandi. Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjöl- breyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöru- hönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum. Margir af hönn- uðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Þeirra á meðal er Áróra sem sýnir margrómaða kraga, í nýjum og eldri útsetningum, Eygló sýnir fatnað, m.a. útfærslur af jólakjól sem er til sýnis á jólakjólasýningu í Listasafni ASÍ, Helicopter sýnir auka- hluti, klúta og fleira. Hidden goods býður upp á sínar undurfögru töskur, einnig í nýjum útsetningum sem ekki hafa sést áður. Hildur Yeoman selur jólakortin sín og útsaumaðar tískuteikningar. Einnig er hún með heklaðar púðluhundatöskur í nýjum litum, klúta og fatn- að á góðu verði. María Kristín býður upp á yndisfagra skartgripi sem ekki hafa sést áður, hnýtta á ýmsa vegu. Svo nokkrir hönnuða séu nefndir sem verða með vörur sínar á basarnum. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn; „verð á floti, fjárfesting til framtíðar“ lofa þeir Klingar- ar. Einnig mun Útúrdúr, myndlistar- og bókaverslun, selja vörur og bókverk frá ýmsum íslenskum listamönnum. Tónlist er ekki undan- skilin á jólabasar Kling og bang. Hljómsveitir á vegum Kimi records munu spila og selja plötur sínar. Þar á meðal eru Mr. Silla and Mongoose, Rósa Birgitta úr Sometime og jazzstrákarnir munu flytja okkur jólalög í djassútsetn- ingum. Þau hyggja á útgáfu jólaplötu fyrir jólin. Jón Svavar Jósepsson mun einnig spila jólaslagara á nikk- una sína. Kling og Bang café verður með smákökur, gluhwein, kaffi og kakó á boðstólum. Eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, sýna samstöðu og styrkja miðbæinn og íslenska fram- leiðslu fyrir jólin. - pbb Jólabasar listaspíra LISTIR Markaður Kling og Bang er opinn á morgun í gamla Samhjálpar- húsinu við Hverfis- götu. Jólagjafir Skeifunni 3j · Sími 553 8282Opið mánudaga - föstudaga 10-18 • laugardaga og sunnudaga 10-16 Frábært verð! Handgerðir Kínverskir listmunir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.