Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 62
5. desember 2008 FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 05. desember
➜ Tónleikar
20.30 Gunnar Gunnarson verður með
píanótónleika í tilefni af nýútkomnum
geisladiski í Ketilhúsinu við Kaupvangs-
stræti á Akureyri.
22.00 Þór Breiðfjörð og hljómsveit,
spila á Græna hattinum, Hafnarstræti
96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 21.
22.00 The Viking Giant Show verður
með útgáfutónleika á Hverfisbarnum
við Hverfisgötu.
01.00 Guns N‘Roses tribute band
spilar á Nasa við Austurvöll.
➜ Leiklist
20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik-
húsið sýnir leikverkið 21 manns sakn-
að í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a,
Grindavík. Nánari upplýsingar á www.
gral.blog.is.
Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhús-
ið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó. Í
dag verða tvær sýningar sú fyrri kl. 9 en
hin seinni 10.30.
➜ Opnanir
17.00 Brothætt leðja Samsýning
nemenda á fyrsta og öðru ári í mótun
hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík
verður opnuð í kjallara Iðu-húsins við
Lækjagötu.
➜ Sýningar
Guðríður Halldórsdóttir (Gullý) sýnir
málverk í Café Aroma í Firðinum, Hafn-
arfirði. Sýningu lýkur 8. des. Opið mán.-
mið. 10-00, fim. 10-01, fös.-lau. 10-03
og sun. 13-00.
➜ Markaðir
Íslensk hönnun, handverk og nytjalist
Listmenn og handverksfólk opna mark-
að að Laugavegi 172. Opið föst. 16-20,
lau. 12-18 og sun. 12-18.
Nytjamarkaður til styrktar ABC barna-
hjálp verður í Faxafeni 8, opið virka
daga frá 11-18 og laugardaga 11-16.
➜ Bækur
18.00 Útgáfufögnuður Nykurs
útgáfuforlags verður í Gunnarshúsi að
Dyngjuvegi 8 þar sem höfundar kynna
verk sín og lesa upp úr þeim.
20.30 Vestfirsk bókakynning Á Bóka-
kaffi, Austurvegi 22 á Selfossi, verða
kynntar bækur sem Vestfirska forlagið á
Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. Guðrún
Jónína Magnúsdóttir, Harpa Jónsdóttir
og Hafliði Magnússon munu lesa upp
úr bókum sínum.
➜ Uppákomur
12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna
húsinu við Sturlugötu. Í gær var Högni
úr Hjaltalín í glugganum. Hver skyldi
vera þar í dag?
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Á morgun kl. 18 verða
aðventutónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands
í Íþróttahúsi Glerárskóla
á Akureyri. Einsöngvarar
á tónleikunum eru Dísella
Lárusdóttir og Jóhann
Smári Sævarsson og hefjast
tónleikarnir kl. 18.
Á efnisskránni er jóla- og aðventu-
tónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy
Anderson, Gunnar þórðarson, Jór-
unni Viðar og Jaan Alavera, sem er
jafnframt stjórnandi Kvennakórs
Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurð-
arson leikur einleik á trompet og
einnig kemur fram með hljómsveit-
inni Kvennakór Akureyrar. Stjórn-
andi er Guðmundur Óli Gunnars-
son.
Dísella Lárusdóttir útskrifaðist
úr Söngskólanum í Reykjavík 2002.
Hún stundaði meistaranám við
Westminster Choir College of Rider
University í Princeton í Bandaríkj-
unum þar sem hún útskrifaðist
vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri
keppni Astral Artistic Services
2006 og komst sama ár í undanúrslit
í Lauren S. Zachary National Vocal
Competition og einnig í keppni Plac-
ido Domingo, Operalia. Árið 2007
sigraði hún Philadelphia Orchestra
Greenfield Competition. Dísella
komst í undanúrslit í Metropolitan
Opera National Council Auditions
og fékk í framhaldi starfssamning
hjá Metropolitan-óperunni í hlut-
verki Miss Schlesen í óperunni Sat-
yagraha eftir Philips Glass. Í apríl
hélt hún sína NY debut-tónleika í
Merkin Hall og hlaut einróma góða
dóma fyrir. Dísella býr og starfar í
Bandaríkjunum.
Jóhann Smári Sævarsson hóf
söngnám við Tónlistarskólann í
Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og
við Nýja tónlistarskólann hjá Sig-
urði Demetz. Hann stundaði fram-
haldsnám við sameiginlega óperu-
deild Royal College of Music og
Royal Academy of Music í London.
Að námi loknu réði hann sig við
Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár.
Jóhann var einnig fjögur ár á föst-
um samningi við óperuna í Regens-
burg. Jóhann Smári hefur átt einn
glæstasta feril íslenskra óperu-
söngvara í Evrópu um árabil og
hefur á sautján ára ferli sínum
sungið yfir 50 hlutverk í óperuhús-
um víðs vegar um Evrópu. Hann er
nú búsettur hér á landi og starfar
við kennslu og söng.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
hélt sína fyrstu tónleika 24. október
1993 og er því nú á sínu 16. starfs-
ári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur
frá upphafi verið kennarar við Tón-
listarskólann á Akureyri og hópur
hljóðfæraleikara sem býr og starf-
ar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands hefur haldið tón-
leika á Akureyri og víðar á
Norðurlandi og fengið til liðs við sig
kóra, einleikara og einsöngvara frá
Akureyri og úr nágrannabyggðum
og þannig stutt við og auðgað norð-
lenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi
hljómsveitarinnar er Guðmundur
Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is
Aðventutónar á Akureyri
TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína stóru tónleika á morgun í
Íþróttahúsi Glerárskóla. MYND FRÉTTABLAÐIÐ
Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum
kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til
óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli
kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti.
Heiti sýningarinnar er „Bláma“ og er sýningin partur af verkefni
um list í opnu
rými.
„Ég er upptek-
in af list í opnu
rými og þeim
möguleika að
setja upp sýningu
þar sem ekki þarf
að ganga í
gegnum dyr til að
nálgast verkin.
Þess vegna vel ég
að hengja
myndirnar mínar
upp á ljósastaura
í miðbænum. Ég
flutti til Reykja-
víkur fyrir tveim-
ur og hálfu ári.
Ljósmyndirnar
sýna tilfinningu sem ég hef oft fundið fyrir eftir að ég flutti
hingað,“ segir Ellen. Myndirnar munu einungis hanga uppi í einn
dag.
Ellen Marie Fodstad er 32 ára gömul og ættuð frá Ósló. Hún
stundar nú nám í hagnýtri menningarmiðlun í HÍ. Hún hefur
haldið ljósmyndasafarí, stýrt listafélagi og tekið myndir fyrir
ýmsa bæklinga meðfram liststörfum og vann sem kynningarstjóri
í Norræna húsinu. - pbb
Myndir á staurum
LJÓSMYNDIR Verk Ellen Marie Fogstad verða til sýnis í
Austurstræti á morgun. MYND ELLEN MARIE FOGSTAD
www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV
fös. 5/12 örfá sæti laus
lau. 6/12 örfá sæti laus
Aðeins fjórar sýningar eftir
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Verk sem snertir okkur öll.
EB, FBL
fös. 5/12 örfá sæti laus
lau. 6/12 örfá sæti laus
Sala hafin á
sýningar í janúar
Leitin að jólunum
Þorvaldur Þorsteinsson
Aðventusýning Þjóðleikhússins
lau. 6/12 þrjár sýningar, uppselt
sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt
Örfá sæti laus í desember
Klókur ertu
Einar Áskell
Bernd Ogrodnik
Aukasýningar í janúar
sala hafin
Gjafakort á
Kardemommubæinn
Sértilboð til áramóta
Sætið á aðeins 2.000 kr.
(fullt verð 2.800 kr.)
GERÐUBERG
GERÐUBERG Í DESEMBER
www.gerduberg. is – Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik. is
5. desember kl. 20
Kvæðamanna-
félagið Iðunn
Bjóðum alla velkomna
á jólafund félagsins.
Fjölbreytt tónlistar-
dagskrá!
Njáll Sigurðsson
fjallar um harmonikuna
og gömul jólalög.
www.rimur.is
13. desember kl. 13-16
Desember
markaður
Jólastemmning í húsinu;
Ingveldur Ýr & sönghópur
troða upp, upplestur á
ýmsum tungumálum og
alþjóðlegur skiptibóka-
markaður
Þátttaka í markaðnum er ókeypis
Skráning: gerduberg@reykjavik.is
til 10. desember
18. desember kl. 12:15
Klassík
í hádeginu
BRAHMS
Sesselja Kristjánsdóttir
Svava Bernharðsdóttir
Sigurbörn Bernharðsson
Nína Margrét
Grímsdóttir
Sjá nánar á
www.gerduberg.is