Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 62
 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 05. desember ➜ Tónleikar 20.30 Gunnar Gunnarson verður með píanótónleika í tilefni af nýútkomnum geisladiski í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti á Akureyri. 22.00 Þór Breiðfjörð og hljómsveit, spila á Græna hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 21. 22.00 The Viking Giant Show verður með útgáfutónleika á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. 01.00 Guns N‘Roses tribute band spilar á Nasa við Austurvöll. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns sakn- að í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík. Nánari upplýsingar á www. gral.blog.is. Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhús- ið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó. Í dag verða tvær sýningar sú fyrri kl. 9 en hin seinni 10.30. ➜ Opnanir 17.00 Brothætt leðja Samsýning nemenda á fyrsta og öðru ári í mótun hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík verður opnuð í kjallara Iðu-húsins við Lækjagötu. ➜ Sýningar Guðríður Halldórsdóttir (Gullý) sýnir málverk í Café Aroma í Firðinum, Hafn- arfirði. Sýningu lýkur 8. des. Opið mán.- mið. 10-00, fim. 10-01, fös.-lau. 10-03 og sun. 13-00. ➜ Markaðir Íslensk hönnun, handverk og nytjalist Listmenn og handverksfólk opna mark- að að Laugavegi 172. Opið föst. 16-20, lau. 12-18 og sun. 12-18. Nytjamarkaður til styrktar ABC barna- hjálp verður í Faxafeni 8, opið virka daga frá 11-18 og laugardaga 11-16. ➜ Bækur 18.00 Útgáfufögnuður Nykurs útgáfuforlags verður í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 þar sem höfundar kynna verk sín og lesa upp úr þeim. 20.30 Vestfirsk bókakynning Á Bóka- kaffi, Austurvegi 22 á Selfossi, verða kynntar bækur sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Harpa Jónsdóttir og Hafliði Magnússon munu lesa upp úr bókum sínum. ➜ Uppákomur 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í gær var Högni úr Hjaltalín í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventu- tónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jór- unni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurð- arson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveit- inni Kvennakór Akureyrar. Stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunnars- son. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkj- unum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Plac- ido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlut- verki Miss Schlesen í óperunni Sat- yagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sig- urði Demetz. Hann stundaði fram- haldsnám við sameiginlega óperu- deild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föst- um samningi við óperuna í Regens- burg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperu- söngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhús- um víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfs- ári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tón- listarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starf- ar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands hefur haldið tón- leika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norð- lenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is Aðventutónar á Akureyri TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína stóru tónleika á morgun í Íþróttahúsi Glerárskóla. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti. Heiti sýningarinnar er „Bláma“ og er sýningin partur af verkefni um list í opnu rými. „Ég er upptek- in af list í opnu rými og þeim möguleika að setja upp sýningu þar sem ekki þarf að ganga í gegnum dyr til að nálgast verkin. Þess vegna vel ég að hengja myndirnar mínar upp á ljósastaura í miðbænum. Ég flutti til Reykja- víkur fyrir tveim- ur og hálfu ári. Ljósmyndirnar sýna tilfinningu sem ég hef oft fundið fyrir eftir að ég flutti hingað,“ segir Ellen. Myndirnar munu einungis hanga uppi í einn dag. Ellen Marie Fodstad er 32 ára gömul og ættuð frá Ósló. Hún stundar nú nám í hagnýtri menningarmiðlun í HÍ. Hún hefur haldið ljósmyndasafarí, stýrt listafélagi og tekið myndir fyrir ýmsa bæklinga meðfram liststörfum og vann sem kynningarstjóri í Norræna húsinu. - pbb Myndir á staurum LJÓSMYNDIR Verk Ellen Marie Fogstad verða til sýnis í Austurstræti á morgun. MYND ELLEN MARIE FOGSTAD www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 5/12 örfá sæti laus lau. 6/12 örfá sæti laus Aðeins fjórar sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 5/12 örfá sæti laus lau. 6/12 örfá sæti laus Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins lau. 6/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt Örfá sæti laus í desember Klókur ertu Einar Áskell Bernd Ogrodnik Aukasýningar í janúar sala hafin Gjafakort á Kardemommubæinn Sértilboð til áramóta Sætið á aðeins 2.000 kr. (fullt verð 2.800 kr.) GERÐUBERG GERÐUBERG Í DESEMBER www.gerduberg. is – Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik. is 5. desember kl. 20 Kvæðamanna- félagið Iðunn Bjóðum alla velkomna á jólafund félagsins. Fjölbreytt tónlistar- dagskrá! Njáll Sigurðsson fjallar um harmonikuna og gömul jólalög. www.rimur.is 13. desember kl. 13-16 Desember markaður Jólastemmning í húsinu; Ingveldur Ýr & sönghópur troða upp, upplestur á ýmsum tungumálum og alþjóðlegur skiptibóka- markaður Þátttaka í markaðnum er ókeypis Skráning: gerduberg@reykjavik.is til 10. desember 18. desember kl. 12:15 Klassík í hádeginu BRAHMS Sesselja Kristjánsdóttir Svava Bernharðsdóttir Sigurbörn Bernharðsson Nína Margrét Grímsdóttir Sjá nánar á www.gerduberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.