Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 5. desember 2008 31 UMRÆÐAN Björg Magnúsdóttir skrifar um kjör stúdenta Á ég að vera eða fara? heyrist spurt á göngum Háskóla Íslands. Eiga stúdentar að vera á Íslandi og byggja það til framtíð- ar eða flytjast á brott og hefja líf á meginland- inu? Margir eru uggandi, þótt vissulega kitli að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins á ný. Sérstaklega ef stjórnvöld átta sig á því að sterkasta and- svar við áföll- um í efnahags- og atvinnulífi er að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun. Fulltrúar háskóla og framhalds- skóla á landinu hafa nú stillt saman strengi sína og sameinast um óskir til menntamálanefndar Alþingis, menntamálaráðherra og ríkis- stjórnar. Samanlagt telur hópur- inn ríflega 20.000 námsmenn og stúdenta, hópur sem enginn stjórn- málaflokkur hefur efni á að hundsa. Á hátíðisdegi stúdenta, 1. desember, voru óskir okkar kynnt- ar á Austurvelli. Þær hverfast aðallega um LÍN, menntakerfi þjóðarinnar, atvinnulíf, háskóla- umhverfi og stuðning stjórnvalda við þjónustueiningar námsmanna. Meðal annars förum við fram á mánaðarlegar greiðslur námslána í staðinn fyrir eftirágreidd lán sem margir neyðast til að fjár- magna á háum vaxtakjörum, hvetjum háskólana til þess að halda úti sumarönnum næsta sumar þegar atvinnuleit verður þrautinni þyngri og krefjum borg- ina um efndir á undirrituðum samningi um uppbyggingu stúd- entaíbúða. Ef vegurinn að heiman á að vera vegurinn heim þurfa íslensk stjórnvöld að gera íslenskum ung- mennum kleift að taka fullan þátt á Nýja-Íslandi. Fyrsta aðgerð ráðamanna væri að kynna sér gaumgæfilega sameiginlegar óskir sem námsmannahreyfing- arnar lögðu fram 1. desember og kanna með hvaða hætti hægt sé að samræma þær við önnur embætt- isverk. Við vitum öll að þjóðarka- kan er ekki matarmikil þessa stundina og lítið er til skiptanna. En ef það er í forgangi hjá stjórn- völdum að halda stúdentum og ungu fólki innan landsteina þurfa þau að búa vel um hnútana. Það þýðir því ekki að tala í gátum og biðja um tíma nú þegar yfirdrifið nóg er af lausum gámum sem hungrar í búslóðir til að flytja til heitari landa. Höfundur er formaður Stúdentaráðs HÍ. Hrekjum stúdenta ekki burt UMRÆÐAN Karítas Guðmundsdóttir skrif- ar um efnahagsástandið Nú þegar við sitjum á rústum hagkerfis okkar fer ekki hjá því að neikvætt tal komi sálarlífi landsmanna illa. Margir eru á barmi gjaldþrots og er biðin eftir aðgerðum forystumanna þjóðfé- lagsins illþolanleg. Þessa dagana er reyndar loksins farið að brydda á einhverjum aðgerðum og er þá ráð- ist meðal annars í niðurskurð, en fyrsta skotmarkið í þeim niður- skurði er heilbrigðiskerfið – þar sem síst skyldi, því þar er þegar búið að skera allt niður sem hægt er. Við vitum að þegar sálin er í lægð – af hvaða ástæðum sem það er – þá fylgir lík- aminn oftast með að ein- hverju leyti. Þess vegna er frumskilyrði að heil- brigðismálin séu í lagi um þessar mundir – að minnsta kosti á að láta mæta afgangi að ráðast til atlögu þar. Brýnast nú er að stappa stálinu í þjóðina, en því miður kemur ekkert slíkt frá yfirvöldum. Þar eru menn upp- teknir af að kenna hver öðrum um ósköpin og gleyma skyldum sínum gagnvart fólkinu – eins og svo oft áður. Hvenær ætla menn að skilja fyrir hvern þeir eru að vinna? Þjóð- in kaus þá af því að hún treysti þeim til að fara með lands- málin en ekki til að leika sér að fjármálum lands- ins. Hvernig hafa þessir menn samvisku til að sitja áfram og ætla sjálfir að rannsaka mistökin – eða misgjörðirnar? Segja má að Alþingi hafi ekki verið sýnd sú virðing sem því ber síð- ustu ca 17 árin, því mörg stjórnarfrumvörp til laga hafa verið lögð fram á síðustu stundu og þeim rennt í gegnum þingið með ofurhraða í skjóli meiri- hluta þings, oft án þess að minni- hlutinn hafi haft tíma til að ígrunda í botn þau lög sem verið var að setja. Eini varnaglinn sem einu sinni var, þ.e. efri deild Alþingis, var afnuminn árið 1991 þannig að enginn möguleiki hefur verið eftir það til að stemma stigu við þessari ruðningsafgreiðslu mála. Á þennan hátt hafa mörg vanhugsuð lög verið sett og tími til kominn að endu- skipuleggja form Alþingis. Mætti þá t.d. setja lög um að ráðherrar megi ekki sitja nema í tvö tímabil í einu. Eitthvað verður að gera til að koma í veg fyrir að einhver flokkur yfirtaki stjórnina í landinu og noti aðra flokka sér til þjónustu, því það er svo einkennilegt að minni sam- starfsflokkarnir breytast yfirleitt um leið og þeir komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og virðast týna aðalmarkmiðum sínum. Ekki er að sjá t.d. að Samfylkingin sé fús til að gefa upp stólana til að réttlæt- ið fái að ná fram að ganga vegna áfallanna nú. Krafan er að kosið verði sem fyrst á nýju ári og stokkað upp í stjórnum allra bankanna, þar á meðal Seðlabankans, því þjóðin treystir þessum aðilum ekki til að fara með þá fjármuni sem við erum að fá að láni erlendis frá á næst- unni. Við þurfum nýja krafta og nýtt hugarfar við stjórnvölinn og skora ég á þá mörgu, mikilhæfu athafna- menn og fræðimenn úti í þjófélag- inu að koma fram á sviðið og taka þátt í að breyta mynstrinu á Alþingi okkar Íslendinga. Höfundur er bókari. Fleiri nýjar hendur á plóginn KARÍTAS GUÐMUNDSDÓTTIR BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Ljós í myrkri Bænagangan 2008 Laugardaginn 6. desember kl.12:00 Bænagangan 2008 Ljós í myrkri Kl. 12.00 Mæting við Hallgrímskirkju Upphafsbæn: Kolbeinn Sigurðsson 12:10 Gengið frá Hallgrímskirkju, Skólavörðustíginn, Lækjartorg inn á Austurvöll Ávarp á Austurvelli og beðið fyrir þjóðinni Ávarp Sr. Magnús Björn Björnsson, Digraneskirkju. Sr. Íris Kristjánsdóttir, Hjallakirkju biður fyrir fjölskyldum. Mike Fitzgerald frá Lindinni, biður fyrir landi og þjóð. Sólveig Wiium Traustadóttir, biður fyrir velferðarmálum. Jón þór Eyjólfsson, biður fyrir atvinnuvegum og ríkisstjórn. Herbert Guðmundsson syngur bænagöngulag í tilefni dagsins Hvetjum alla til að mæta með vasaljós og íslenska fánann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.