Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 63
40 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallar- innar heldur en í fyrra. Það stóð fremur tæpt að af jóla- tónleikum Björgvins Halldórs- sonar yrði þetta árið. „Við feng- um náttúrlega frábærar móttökur í fyrra og við tókum þá ákvörðun að gera þetta bara að árvissum viðburði,“ útskýrir Björgvin. En síðan reið efnahagsfárviðrið yfir þjóðfélagið. Björgvin og sam- starfsfólk hans hjá Bravó fór ekki varhluta af þeirri stemningu sem virtist ríkja í samfélaginu og veltu því alvarlega fyrir sér að slaufa þessu bara. „Við settum saman smá hóp og fórum yfir málið enda bakslagið alveg rosa- legt. Við fengum hins vegar bara svo mikla hvatningu alls staðar úr þjóðfélaginu að við slógum bara til,“ segir Björgvin. Niðurstaðan var sú að bjóða miðana á sama verði og í fyrra en að sama skapi reyna að halda eins mikið aftur af kostnaði. „Hins vegar lítur bara allt út fyrir að þetta verði glæsilegra heldur en í fyrra,“ segir Björgvin sem viður- kennir að það verði væntanlega allt öðruvísi að syngja á þessum tónleikum heldur en á þeim fyrir ári síðan. „Já, það eru allt öðru- vísi tilfinningar í gangi. Auðvitað lifir minningin frá því í fyrra en við tókum líka meðvitaða ákvörð- un um að haga lagavalinu svolítið eftir stemningunni í þjóðfélag- inu. Jólalög eru ekkert alltaf eitt- hvað hó hó hó og dansað í kring- um jólatréð. Jólalög kalla fram hlátur, grátur og samheldni. Við erum samt ekkert að reyna að kalla fram einhverjar skrýtnar tilfinningar heldur langar okkur bara til að syngja inn í þær aðstæður sem nú eru,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hefur ólíkt mörgum öðrum listamönnum ekki haft sig mikið í frammi í þjóðmálaumræð- unni. Hann segir að þessir jóla- tónleikar kristalli kannski hvað best hvernig hann sjái stöðu sína í íslensku þjóðfélagi. „Mitt hlut- verk er einfaldlega að reyna að skemmta fólki og þessir tónleikar er kjörið tækifæri til að láta sjálf- um sér en ekki hvað síst öðrum líða vel í smástund.“ Björgvin er jafnframt sannfærður um að jóla- hald landsmanna verði frábrugð- ið frá jólum undanfarinna ára. „Það er öðruvísi jólahugur í fólki, ég held að Íslendingar eigi eftir að þjappa sér meira saman og læra að meta þessa hluti sem okkur hefur kannski fundist vera sjálfgefnir.“ Jólatónleikar Björg- vins eru sem fyrr segir á morgun, laugardag, og hefjast tónleikarn- ir klukkan fjögur en þeir seinni klukkan átta. freyrgigja@frettabladid.is Mitt hlutverk að skemmta STÓRSTJÖRNUR Páll Óskar verður meðal gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Hér eru þeir á æfingu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > EKKI AÐ HÆTTA Hljómsveitin Coldplay ætlar ekki að hætta eftir tvö ár þrátt fyrir orð róm þess efnis. „Við höldum áfram eins og þetta sé okkar síðasta vegna þess að það er eina leiðin til að ná framförum,“ sagði söngv- arinn Chris Martin. „Maður verður að setja á sig þrýsting. Það þýðir að við verðum að setja allt okkar í næsta ár og hugsa ekki um framhaldið. Ég held að við munum aldrei hætta störfum.“ „Já, hinir nýju Stuðmenn hafa heldur betur fengið andlitslyftingu. Og ég er ekki frá því að þeir líti miklu unglegri út en áður,“ segir Jakob Frímann kíminn. Stuðmenn þræða sig nú um næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins áður en þeir leggja af alvöru á þjóðveginn. Og hafa látið sérhanna plakat þar sem getur að líta hljómsveitina í núverandi mynd í líki dúkka eða action-manna. Jakob Frímann fékk auglýsingastofuna Vatikanið til að hanna myndina og verður ekki annað sagt en hinir nýju Stuðmenn séu vígalegir. Þar getur að líta nýju meðlimina, þær Hara-systur, Hildi og Rakel Magnúsdætur, Jónsa og hinn nýbakaða gítarsláttumeistara Stuðmanna, Ómar Guðjónsson, auk þeirra sem fyrir voru á fleti: Jakob, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson og Eyþór Gunnarsson. „Það er alltaf stemning þegar þessi hópur kemur saman. Við vorum í Reykjanesbæ um síðustu helgi, vorum á Akranesi og nú í kvöld í Kópavogi. Á Players. Við erum að feta slóðina í kringum landið og presentera hina nýju Stuðmenn,“ segir Jakob Frímann. Það flaug fyrir að Birgitta Haukdal myndi koma fram í Kópavogi í stað þeirra Harasystra nú um helgina en það er úr lausu lofti gripið. Jakob segir nýja Stuðmenn og hið nýja Ísland fara saman sem flís við rass. „Við höfum fengið góð viðbrögð. Og stefnum á Austfirði og Suðurland síðar á aðventunni. Nýtt lag er væntanlegt innan tíðar frá Stuðmönnum en að sögn þeirra sem til þekkja eru ár og aldir síðan hljómsveitin hefur verið jafn þétt á velli, þétt í lund og þrautgóð á raunastund,“ segir Jakob Frímann. - jbg Stuðmenn unglegri en nokkru sinni Í TAKT VIÐ TÍMANN Nýir Stuðmenn á nýju vegg- spjaldi sem Vatikanið hannaði. Jakob Frímann segir nýtt lag væntanlegt innan tíðar. Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 19 9 k r/s ke yt ið. 9. H VER VIN NU R! VINNUR ÞÚPS3TÖLVU? V E F V E R S L U N E L K O . i s SENDU SMS EST PS3 Á NÚMERIÐ 1900 AÐALVINNINGUR PLA YSTATION 3 ÁSAMT ÞREMUR LEIK JUM! I I I I ! AÐEINS Á Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.