Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 54
30 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR AF NETINU UMRÆÐAN Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar um umferðaröryggi Á hverju ári slasast yfir 20 börn sex ára og yngri sem eru far- þegar í bílum. Með réttum örygg- isbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Í 71. grein umferðarlaga segir m.a.: Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkennd- an barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ennfremur segir: Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti örygg- is- og verndarbúnað. Ökumaður sem ekki sinnir skyldum sínum um verndun barna í bíl má búast við að verða sektaður um 15 þús- und krónur og að fá einn refsi- punkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða án viðeig- andi öryggisbúnaðar í bílnum. Umferðarstofa, Forvarnahúsið og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí sl. öryggi leikskóla- barna í bílum. Farið var í 58 leik- skóla og öryggisbúnaður 1.886 barna skoðaður. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd hér á landi frá árinu 1996 og á svo víð- tæk könnun sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum. Óhætt er að segja að mikið hefur áunnist í öryggis- málum barna í bíl. Á fyrstu árum könnunarinnar var öryggisbúnaður barna í bíl óásættanlegur en ljóst er að hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum efnum þótt enn vanti tölu- vert upp á að hægt sé að segja að ástandið sé við- unandi. Í ár kom í ljós að einungis 13,9% barnabíl- stóla voru bakvísandi en mun öruggara er fyrir barn yngra en þriggja ára að nota bakvísandi barnabílstól. Höfuð barns á þess- um aldri er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki full- þroskaðir. Við árekstur eru minni líkur á alvarlegum áverkum á mænu og heila ef barn er í bakvís- andi barnabílstól. Í könn- uninni kom einnig í ljós að 14,2% barna voru í engum búnaði eða einungis í öryggisbelti. Öruggara er að barn noti bílstól eða bílpúða þar til það er orðið 10 til 12 ára (36kg). Beina- grind barns er ekki orðin nægilega þroskuð til að þola það átak sem mynd- ast af hefðbundnu örygg- isbelti við árekstur. Ef beltið situr ekki rétt getur það jafnframt veitt alvarlega áverka á kviðarholi. Loks ber að nefna að barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið og því alltaf öruggara fyrir það að sitja í aftursæti. Í þessu sambandi skiptir engu þótt barnið sé í barna- bílstól eða með annan viðeigandi öryggisbúnað. Höggið sem örygg- ispúðinn gefur þegar hann spring- ur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Hér á landi er einungis leyfilegt að selja öryggis- og verndarbúnað sem uppfyllir öryggisstaðla, hvort sem það er Evrópustaðallinn ECE, bandaríski staðallinn FMVSS eða kanadíski staðallinn CMVSS. Þegar nýr barnabílstóll er keyptur er líka nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í bílinn og henti barninu. Hafa ber í huga að eigin- leikar þeirra efna sem notuð eru í stólum breytast með tímanum og því er almennt ekki mælt með því að nota stóla sem eru eldri en 6 til 8 ára. Ekki má nota stól sem orðið hefur fyrir hnjaski eða skemmd- um. Nánari upplýsingar um öryggi barna í bílum má finna á heima- síðu Umferðarstofu www.us.is og í bæklingnum Öryggi barna í bíl en í honum má finna upplýsingar um flokkaskiptingu öryggisbún- aðar barna í bíl. Einnig má senda fyrirspurn á fraedsla@us.is. Höfundur er fræðslufulltrúi Umferðarstofu. Í hvaða sæti er barnið þitt? ÞÓRA MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR Hvar er verkalýðshreyfingin? Formaður ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, hefur komið fram fyrir hönd lánsfjár- eigenda undanfarnar vikur og borið á borð fyrir félagsmenn sína að verð- trygging húsnæðislána sé gjöf guðs til lántakenda. Þetta hryllilega stýritæki sem veldur því að eignir okkar lands- manna brenna upp á báli sem kynt er af verkum óhæfra stjórnmálamanna og fégráðugra fjárglæframanna. Hvernig stendur á því að verkalýðs- hreyfingin í landinu styður það að hér sé engin þörf á að reka ábyrga efnahagsstefnu? Meðan hér er verðtrygging á húsnæðislánum þurfa menn engar áhyggjur að hafa þó öll verðbólgu- markmið fjúki út í veður og vind, skríllinn borgar brúsann, bankar og lánastofnanirnar tútna út á meðan. Margoft hefur verið bent á að frysting verðbóta húsnæðislána, við t.d. 4%, meðan mesta verðbólguskotið gangi yfir sé klárlega sanngirnismál fyrir okkur sem höfum tekið hér verð- tryggð lán undanfarin ár í þeirri von og trú að hér yrði tekið á fjármálum af ábyrgð og festu og verðbólgumark- mið seðlabanka myndi halda. Forsendur kjarasamninga eru allar löngu brostnar og með hverjum deginum sem líður lækkar kaupmátt- ur „skrílsins” og öll kjör skerðast, en verkalýðsfélögin með alla sína kjörnu fulltrúa, hagfræðinga og lögfræðinga á launaskrá, risavaxið skrifstofu- bákn og greiðan aðgang að flestum stofnunum landsins kýs, í besta falli að þegja þunnu hljóði, í því versta að styðja arðrán alþýðu landsins með beinum stuðningi við verðtryggingu húsnæðislána til almennings. Er ekki kominn tími til að þið, okkar kjörnu fulltrúar standið upp og vinnið fyrir þeim fínu launum sem við greið- um ykkur? Sjáið þið virkilega ekki sóma ykkar í að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast réttlætis og sanngirni, skjólstæðing- um ykkar til handa? Nú er kominn tími til að þið, for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar í landinu, standið upp, hættið að sjúga spenann og sýnið í eitt skipti fyrir öll að þið vinnið fyrir hinn vinnandi mann, ekki ríkið og aðrar fjárglæfra- stofnanir. POTTÞÉTT48 KOMIN Í NÆSTU VERSLUN 2CD Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.