Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 24
24 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 85 644 +0,75% Velta: 136 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA +30,95% BAKKAVÖR +6,1% ATLANTIC PETR. +3,13% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -2,26% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,75% MAREL -0,65% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,55 +30,95% ... Bakkavör 3,48 +6,10% ... Eimskipafélagið 1,32 -0,75% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 76,10 -0,65% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 95,20 +2,70% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 239,9 -4,04% MARKAÐSPUNKTAR Össur hf. hefur gert samkomulag við Nýja Kaupþing banka um framleng- ingu á brúarláni sem tekið var vegna kaupa á franska félaginu Gibaud í árs- lok 2006. Lánið hefur verið framlengt til 30. júní 2009. Eftirstöðvar nema 48,8 milljónum Bandaríkjadala (37,9 milljónum evra). Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera hefur gert aðgengilega forútgáfu af næstu tegund netvafra félagsins, Opera 10. Í útgáfunni er aukinn stuðningur við nýja veftækni. Danska flugfélagið Cimber Air segist hafa keypt nafn, flugrekstrarleyfi og vefsíður Sterling fyrir ótilgreinda fjárhæð. Sterling, sem var í eigu Fons, varð gjaldþrota í októberlok. Flugvélar og starfsfólk fylgdu ekki í kaupunum að því er fram kemur í frétt AP. Byr, Sparisjóðurinn í Kefla- vík og Spron vilja skoða kosti þess að ganga í eina sæng. Ekki neyðarráðstöf- un, segja sparisjóðsstjór- arnir. „Við erum að horfa á þær erfiðu aðstæður sem komnar eru upp í íslensku efnahagslífi. Sameinaðir sparisjóðir geta nýtt sér betur þau sóknarfæri sem skapast þegar markaðir komast í eðlilegt horf,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, spari- sjóðsstjóri Byrs. Sparisjóðurinn hefur skrifað undir viljayfirlýsingu ásamt Spron og Sparisjóði Keflavíkur að hefja undirbúning og vinnu sem miði að sameiningu sparisjóðanna. Sparisjóðirnir þrír hafa skuld- bundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sam- einingu á meðan að viðræður standa yfir. Stefnt er að því að nið- urstaða liggi fyrir eins fljótt og hægt er en stofnfjáreigendur og hluthafar verða boðaðir til fundar í febrúarmánuði á nýju ári þar sem tillögur að samruna verði á borðinu. Gangi málið í gegn verð- ur samruninn afturvirkur og tekur gildi á nýársdag. Þeir Ragnar og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, hafna því báðir að þrýst hafi verið á sameininguna. Þeir segja sparisjóðina sjálfa hafa átt frumkvæði að þreifingunum eftir þær erfiðu aðstæður sem komu upp hér á landi í kjölfar hruns við- skiptabankanna þriggja fyrir tveimur mánuðum. Um það leyti var vinna langt komin með yfirtöku Kaupþings á Spron en Fjármálaeftirlitið átti eftir að samþykkja samrunann. Auk þess hafði Glitnir lýst yfir vilja til sam- runa við Byr. Ekki leið nema um vika frá því yfirlýsingin var gefin út og þar til ríkið tók Glitni yfir. Þreifingar voru komnar skammt á veg og viðræð- ur um samruna ekki hafnar. Þeim var slitið í kjölfarið. Byr er ekki ókunnur samruna- þreifingum en sparisjóðurinn varð til á fyrri hluta síðasta árs með sameiningu Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Kópavogs en Sparisjóð- ur Norðlendinga varð hluti af Byr á vordögum. Ekki náðist í Guðmund Hauks- son, sparisjóðsstjóra Spron við vinnslu fréttarinnar. Þeir Geirmundur og Ragnar segja viljayfirlýsinguna fyrsta skrefið í samrunaátt og eigi eftir að þróa áætlanir frekar auk þess sem enn eigi eftir að skoða sam- legðaráhrif. Farið verði í málið af krafti bráðlega. „Menn þurfa að vera opnir fyrir því að hugsa hlut- ina upp á nýtt eftir breytingar í þjóðfélaginu,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson. jonab@markadurinn.is Sterkir saman í breyttu ástandi RAGNAR Z. GUÐJÓNSSON „Yfirlýsingar um að eignir íslensku bankanna lendi ekki á brunaútsölu komu of seint. Slælega horfir fyrir björgun verðmæta,“ segir í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Credit Sights. Í henni er fjallað um fall íslensku bankanna þriggja, Landsbankans, Glitnis og Kaup- þings, og farið yfir nýbirtan bráða- birgðaefnahagsreikning þeirra. Yfirskrift skýrslunnar er: „Tiplað gegnum rústirnar.“ Credit Sights kemst að þeirri niðurstððu að óvissa um mat á verðmæti eigna, tímasetningar og lagaflækjur geri að verkum að ómögulegt sé að spá fyrir um hversu mikil verðmæti sé að finna í þrotabúum gömlu bankanna og þar af leiðandi hversu miklum afföllum kröfuhafar eigi að gera ráð fyrir. „Jafnvel þótt nýju bankarnir séu í ríkiseigu getur íslenska ríkið tæp- ast talist öflugur bakhjarl og á þessu stigi virðist ólíklegt að gömlu bankarnir geti átt viðskipti með skuldabréf. Með öðrum orðum má segja að afrakstur eignasölu sé lík- legur til að vera smávægilegur í hlutfalli við skuldir og erlendir skuldabréfaeigendur ættu því að búa sig undir mikil afföll,“ segir í greiningu Credit Sights. Fyrirtækið segir hins vegar þá sem eigi kröfur á dótturfélög gömlu íslensku bankanna, svo sem FIH, sem Kaupþing átti, og Glitni ASA í Noregi, vera í betri stöðu, því staða þeirra virðist nokkuð góð, hvort sem þau hafi verið seld eða séu í greiðslustöðvun. - óká Tiplað gegn um bankarústirnar Credit Sights segir mikla óvissu um hve mikil verðmæti leynist í gömlu bönkunum. EFTIR FELLIBYL Í BANDARÍKJUNUM Rústir íslenskra fjármálafyrirtækja eru ekki jafn áþreifanlegar og eftir náttúruhamfarir. Greiningarfyrirtæki segir erfitt að átta sig á hve mikil verðmæti sé í þeim að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Við notum tækifærið til þess að fjalla um hvað er hér í gangi og útskýra efnahagsástandið,“ segir Stefán Haukur Jóhannes- son, sendiherra Íslands í Brus- sel, spurður um nýleg lög um gjaldeyrishöft og viðbrögð við þeim úti í Evrópu. Stefán Haukur segir að í dag verði haldinn reglulegur fundur EES-nefndarinnar, en þar sitja fulltrúar EFTA-ríkja, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og full- trúar Evrópusambandsins (ESB), það er sameiginlega EES-nefnd- in. Íslendingar hafa þegar gert öðrum aðildarríkjum EES-samn- ingsins viðvart um gjaldeyris- höftin og var það gert skriflega. Percy Westerlund, sendiherra ESB gagnvart Íslandi, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Frjálst flæði fjármagns er ein fjögurra grunnstoða samnings- ins um Evrópska efnhagssvæðið (EES). Í samn- ingnum er einn- ig undanþága til aðgerða af þessu tagi. Inge Hausk- en Thygesen, upplýsingafull- trúi Eftirlits- stofnunar EFTA, segir að málið þurfi að fara fyrir sam- eiginlegu EES-nefndina, sem í framhaldinu meti hvort aðgerðir Íslendinga falli undir undanþág- una. Stefán Haukur segir að engin formleg viðbrögð hafi borist frá öðrum ríkjum. Óformlega hafi hins vegar verið spurt um hvers eðlis gjaldeyrishöftin séu, hversu lengi þau eigi að standa, hversu margir verði fyrir áhrif- um af lögunum og hversu miklar upphæðir séu til umræðu. - ikh, aa Útskýra höftin fyrir ESB STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON EFNAHAGSREIKNINGUR Á FYRRI HLUTA ÁRS* Sparisjóður Eignir Eigið fé Eiginfjárhl Byr 226,1 45,3 23,5% Spron 246,7 13,5 12,1% SpKef 90,5 12,0 10,3 * Allar tölur í milljörðum króna Evrópski seðlabankinn, Englandsbanki og sá sænski lækkuðu allir stýrivextir verulega í gær. Menn eru sammála um að aðgerðirnar hafi verið neyðarúrræði þar sem fyrri aðgerðir bankanna hafi ekki náð að slá á áhrif efna- hagskreppunnar sem liðið hefur yfir alþjóð- legt hagkerfi síðastliðið ár. Sænski seðlabankinn reið á vaðið og skar vextina niður í tvö prósent. Englandsbanki greip til sömu ráða en evrópski bankinn færði þá niður í 3,25 prósent. Ákvörðun evrópska seðlabankans olli nokkrum vonbrigðum, að sögn Financial Times. Menn hafi vonast eftir snarpari lækkun til að slá á áhyggjur manna af kreppueinkennum á evrusvæðinu. Stýrivextir bankanna hafa ekki verið lægri í áraraðir. Englandsbanki leiðir þar lestina en vextir þar í landi hafa ekki verið jafn lágir síðan árið 1951. - jab BANKASTJÓRI OG FORSÆTISRÁÐHERRA Stýrivextir í Bretlandi hafa ekki verið lægri síðan árið 1951. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Snarpar lækkanir Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 3.495kr. áður 6.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 990kr. áður 1.980 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 03.12.08 til 08.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.