Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 22
22 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fullveldi Íslands og Evrópusambandið FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Fullveldishugtakið er mikilvægt í alþjóðarétti og í þröngum skilningi þýðir að enginn utanaðkomandi aðili getur gefið ríkinu fyrirmæli. Því er enginn æðri handhafa fullveldis- ins hvort sem er innanlands eða á erlendum vettvangi. Erlendir aðilar geta því ekki hlutast til um innanríkismál fullvalda ríkja, sem eru þau ríki sem viðurkennd eru af alþjóðasamfélaginu. Þessi skilningur á fullveldi, sem bundinn er landfræðilegri skilgreiningu á ríki, kemur til með Westphalia-samning- unum sem samþykktir voru 1648 og enduðu þar með 30 ára stríðið í Evrópu. Ríki geta verið fullvalda, hvort sem þeim er stjórnað af lýðræði, einræði eða fámenni. Stjórnarfyrirkomulagið segir bara til um hver er handhafi fullveldisins og hefur þar með réttinn til að setja lög og semja við erlenda aðila fyrir hönd ríkisins. Handhafar fullveldisins í lýðræðissamfélagi er fólkið, sem afhendir stjórnmála- mönnum umboð sitt í kosningum. Í konungdæmum miðalda Evrópu var fullveldið hins vegar talið komið frá Guði og konungurinn handhafi fullveldisins fyrir Guðs hönd. Deilt er um hve mikið hægt er að skerða heimildir ríkisvaldsins til sjálfstæðra ákvarðana, til dæmis með alþjóðlegum samningum, en telja ríkið enn fullvalda. Með aukinni samvinnu ríkja, meðal annars vegna alþjóðavæðingar, markaða sem taka ekki tillit til landamæra og umhverf- isverndar sem hugsa þarf í samstarfi ríkja, er ekki hugsað um fullveldi sem einangrun frá alþjóðasamfélag- inu eða alþjóðasamninga sem skerð- ingu á fullveldinu. Frekar er hugsað um slíka samninga sem nauðsyn- leg skref fullvalda ríkja, sem þarf samvinnu annarra ríkja til að vernda sín innri landamæri. Á meðan slíkir samningar eru gerðir fúslega og fela ekki í sér algjört valdaafsal til annarra ríkja eru þeir ekki taldir hættulegir fullveldinu. HVAÐ ER FULLVELDI? Önnur bókin í ritröð um íslenskar laxveiðiár Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Langá á Mýrum Óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni. Ein glæsilegasta bók síðari ára um veiðiár. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson lýsir veiðistöðum af þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessari á í gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða bókina enn frekara lífi. Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is ÓSKABÓK VEIÐIMANNA Ísland varð fullvalda ríki með sambandslögunum sem voru samþykkt hinn 1. desember 1918. Á mánudag hafði Ísland því verið full- valda í 90 ár. Með sambandslögunum var sam- þykkt að Ísland væri frjálst og full- valda ríki í konungsdæminu Dan- mörku. Löndin tvö deildu konungi og Danir fóru með utanríkismál Íslands. 26 árum síðar varð Ísland svo sjálfstætt ríki. Lítil þátttaka var í þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandslögin, einungis 43,8 pró- sent, en þau voru samþykkt með 92,6 prósent atkvæða. „Fyrir einu ári var Ísland öflug þjóð í útrás, en nú er hún smáþjóð í kreppu,“ sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í erindi á málþingi sem Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands boð- aði til á mánudag í tilefni tímamót- anna. Þar ræddu fimm frummælendur um hvort Ísland væri enn fullvalda. Auk Bjargar voru málshefjendur Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísinda- sviðs HÍ, Þorvaldur Gylfason, próf- essor í þjóðhagfræði, Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagn- fræði, og Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Öll komu þau inn á fullveldi Íslands og mögulega fullveldisskerðingu gengi Ísland í Evrópusambandið. Fullveldi eða hraðari bata Það var bara Björg sem kom skýrt fram með að skoða þyrfti aðra kosti en Evrópusambandið nú. Mögulega myndi Ísland fórna hrað- ari efnahagsbata með því að ganga ekki í Evrópusambandið, en á móti hefðum við óskorað fullveldi til framtíðar. Fullveldið væri að taka ákvarðanir í eigin málefnum. Þar með talið að ákveða um nýtingu eigin auðlinda. „Umsókn nú væri afdrifaríkt spor,“ sagði Björg og benti á að vegna efnahagslegrar stöðu Íslands væri samningsstaðan afleit. Er hægt að yfirgefa klúbbinn? „Hjá Íslendingum hefur verið rík tilhneiging til formhyggju,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson og rak orð- ræðu sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga sem hann sagði hafa byggst á því að Íslendingar mættu ekki gefa upp heilagan rétt sinn til sjálfstæð- is, orðræðu sem leiddi til þess að Íslendingar virkuðu oft óbilgjarnir í samskiptum sínum við Dani. Þá hafi orðræðan einkennst af stóryrðaumræðu og sé helsta dæmi hennar brigsli um landráð í garð þeirra sem hafa samið um einhvers konar skerðingu á fullveldinu. Þetta hafi mátt sjá í umræðu um inngöngu í NATO, EFTA, EES og ESB. Það þarf að gera greinarmun á reynd og formi, sagði Ólafur. Sam- kvæmt forminu þýðir fullveldi að ríkið sé æðsti ákvörðunaraðili inn- anlands og sé fullgildur aðili í sam- skiptum ríkja á alþjóðavettvangi. Þegar litið sé til reyndar snúist fullveldið um að þjóðin ráði örlög- um sínum sjálf. Því þurfi að skoða hvar ákvarðanir séu teknar áður en metið sé hvort ríki sé fullvalda. Áhöld séu til dæmis um hvort hægt hafi verið að telja leppríki Sovét- ríkjanna í Austur-Evrópu til full- valda ríkja, þar sem allar ákvarð- anir hafi í raun verið teknar í Sovétríkjunum. En þýðir það að ríki sem gengur í Evrópusambandið sé ekki lengur fullvalda? „Svo lengi sem hægt er að ganga úr félaginu eru ríki full- valda,“ sagði Ólafur í erindi sínu. Þar sem Evrópusambandið gerir ráð fyrir að hægt sé að ganga úr sambandinu aftur sé innganga í Evrópusambandið ekki fullt fram- sal á fullveldi. Ríki í Evrópusam- bandinu séu öll fullvalda. „Reyndin er sú að það er engin þjóð sem ræður örlögum sínum.“ Öll ríki séu háð öðrum þjóðum og samvinnu. „Eina leiðin til óskoraðs fullveldis er einangrun og sjálfsþurftarbú- skapur.“ Ofríki sérhagsmuna „Við skerðum fullveldið vitandi vits til að vernda fullveldið,“ sagði Þorvaldur Gylfason í sínu erindi. Hann bar aðild við ESB saman við hjónaband, þar sem fram færi gagnkvæm skerðing á fullveldi. „Gagnkvæm fullveldisskerðing er jafnan valin í frjálsum kosning- um,“ sagði hann jafnframt. Undan- tekningin væri þegar sérhagsmun- ir yfirgnæfa almannahag. „Við þurfum að losna undan ofríki sér- hagsmuna,“ sagði hann. Hann sagði að EES-samningur- inn hefði verið umtalsverð og vel- komin fullveldisskerðing, þar sem réttarbót hafi borist að utan eins og sjá mátti á því að með EES- samningnum varð olíusamráðið ólögmætt. Þeir sem hve harðast berðust gegn aðild að Evrópusam- bandinu skelfdust að missa illa fenginn spón úr aski sínum. Aðild að EES-samningnum væri ekki nóg, þar sem þrennt vantaði; lægra matarverð, samkeppnis- stefna Evrópusambandsins og vextir myndu lækka með upptöku evru og þá yrði verðtrygging óþörf. Þorvaldur sagði einnig að þjóð- rækni og heimshyggja væru falsk- ar andstæður. „Við viljum að Ísland gangi inn í sambandið einmitt vegna þess að við elskum Ísland,“ sagði hann. En áður hafði Þorvald- ur sagt að Jón Sigurðsson hefði vafalaust staðið gegn þeirri hugs- un að aðild að Evrópusambandinu gangi gegn fullveldi Íslands. Heiðin eða fjörðurinn? „Fullkomið sjálfstæði er ekki til,“ sagði Guðmundur Hálfdanarson. Samskipti við aðrar þjóðir væri óumflýjanleg staðreynd og menn- ingarleg nauðsyn, auk þess sem samskipti við aðrar þjóðir væri undirstaða velmegunar. Líkt og Ólafur kom Guðmundur inn á orðræðu Íslendinga í sjálf- stæðisbaráttu sinni sem byggði á því að það væri æðsta skylda Íslendinga að vernda fullveldi þjóðarinnar. Þetta birtist meðal annars þegar rætt væri um tíma- bilið eftir 1262 í Íslandssögunni. Það væri niðurlægingarskeið þegar landið hafði glatað fullveldinu. Útlendingar voru vondir við Íslend- inga og ásældust landið og auðlind- irnar, líkt og þorskinn. Með endur- reisninni og fullveldinu 1918 hafi lífskjörin hins vegar batnað. Þetta endurspeglist svo í umræð- unni um aðild að Evrópusamband- inu, þar sem skerðing fullveldis felist í útlendingum sem ásælist auðlindir Íslands. Guðmundur sagði hægt að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness sem allegóríu fyrir íslenskt samfélag, þar sem frelsið er skil- greint af Bjarti í Sumarhúsum sem sjálfstæður maður sem ræður sér sjálfur. Þegar Bjartur verður svo gjaldþrota og þarf að velja milli Urðarsels uppi á heiði eða að flytja í fjörðinn í þéttbýlið. Íslendingar séu nú í svipuðum sporum. Við þurfum að velja milli heiðarinnar þar sem við stöndum utan við Evr- ópusambandið eða fjarðarins, í þéttbýlinu með hinum ríkjum Evr- ópu. „En sættir nútímafólk sig við saltsteinbít í hvert mál?“ Ísland enn fullvalda eftir níutíu ár ER ÍSLAND ENN FULLVALDA? Björg Thorarensen, Ólafur Þ. Harðarson, Kristrún Heimisdóttir, Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Hálfdanarson héldu erindi um íslenskt fullveldi á málþingi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Málþingið var haldið á mánudag í tilefni þess að 90 ár voru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.