Fréttablaðið - 07.12.2008, Page 2

Fréttablaðið - 07.12.2008, Page 2
2 7. desember 2008 SUNNUDAGUR ELDSVOÐI „Ég hef miklar áhyggjur af eiginmanni mínum. Læknirinn sagði mér að honum yrði leyft að sofa í einhvern tíma vegna bruna- sáranna, en mér er ekki leyft að heimsækja hann,“ sagði Daisy Arante Magnússon spítalastarfs- maður, eiginkona Magnúsar Helga Magnússonar valtara- stjóra, sem brenndist illa þegar eldur kom upp í íbúð þeirra hjóna á annarri hæð fjölbýlishúss í Álftamýri laust eftir hádegi í gær. Magnúsi var enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Daisy brenndist lítillega á hendi í elds- voðanum, en leið að eigin sögn ágætlega þegar Fréttablaðið talaði við hana í gær. Að sögn Daisy voru tildrög brunans sú að hún var að elda svínaskanka, og notaði til þess olíu, þegar hún þurfti að bregða sér frá eldhúsinu í skamma stund. Þegar Daisy sneri aftur var kom- inn eldur í pottinn og eldhúsið fullt af reyk. Meðan á þessu stóð svaf Magnús í svefnherberginu. Daisy lét hann vita af eldinum og hófst því næst handa við að opna glugga í stofunni til að hleypa reyknum út, en Magnús hljóp inn í eldhús til að freista þess að slökkva eldinn. Daisy segist því næst hafa heyrt Magnús æpa hátt úr eldhús- inu og hafi hún þá hlaupið þang- að. Þá lá Magnús brenndur á eld- húsgólfinu, en Daisy náði að reisa hann upp og saman komust þau út úr íbúðinni og út á stétt fyrir framan húsið. Á leiðinni létu þau nágranna sína vita af eldinum, og höfðu þeir samband við Neyðar- línuna. Slökkvilið kom á staðinn fimm mínútum síðar og tók þá einungis sex mínútur að ljúka slökkvistarfi. Að sögn varðstjóra var eldurinn staðbundinn í eld- húsi íbúðarinnar, en reyk lagði um alla íbúð og um ganga fjölbýl- isins. Læknir á gjörgæsludeild tjáði Fréttablaðinu í gærkvöldi að Magnús væri alvarlega brenndur en þó ekki í lífshættu. Daisy seg- ist vona það besta. „Það var greinilegt á eiginmanni mínum að sársaukinn var mikill. Ég vona bara að allt fari eins vel og kostur er,“ segir Daisy, sem er frá Filipps- eyjum. Hún hefur búið á Íslandi í tæp þrjú ár og giftist Magnúsi í fyrra. kjartan@frettabladid.is Það var greinilegt á eig- inmanni mínum að sárs- aukinn var mikill. Ég vona bara að allt fari eins vel og kostur er DAISY ARANTE MAGNÚSSON EIGINKONA HINS SLASAÐA Hafrún, eruð þið þá ekki loðnar um lófana? „Jú, og förum vaxandi.“ Hafrún María Zsoldos hjá Cera snyrtihúsi, þar sem brasilískt vax meðal annars er afar vinsælt, segir lítið hafa verið að gera í október og nóvember. Nú sé hins vegar nóg að gera enda jólin að nálgast. KÖNNUN Vinstri græn eru stærsti stjórnmálaflokkur landsins ef marka má nýja skoðanakönnun fyrirtækisins Markaðs og miðlunar. Flokkurinn mælist með þrjátíu prósenta fylgi, Samfylk- ingin með 27 prósent og Sjálf- stæðisflokkur 26. Fylgi Fram- sóknar mælist einungis 4,9 prósent, Frjálslyndir fá þrjú prósent og Íslandshreyfingin 1,6 prósent. Þá sögðust 8 prósent þátttak- enda í könnuninni vilja kjósa annan flokk en þá sem stóðu til boða í síðustu Alþingiskosning- um. Svöruðu 2.500 manns könnuninni. - sh Kjósendur flýja Framsókn: VG mælast enn með mest fylgi ÁLFTAMÝRI 16 Slökkvistarf gekk vonum framar, enda eldurinn staðbundinn í eldhúsi íbúðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÉIL NOREGUR Norski heilbrigðisráð- herrann Bjarne Håkon Hanssen vill að Norðmenn ræði það hvort rétt sé að dreifa heróíni til þeirra sem eru djúpt sokknir í heróín- neyslu til að hamla gegn eiturlyfja- neyslu í Noregi og hjálpa neytend- um sem eru á botninum og eiga ekki afturkvæmt þaðan. „Sumir hafa verið djúpt sokknir svo lengi að leiðin í edrúmennsku getur orðið of löng. Þá er spurning hvort við getum komið til móts við þetta fólk. Þess vegna held ég að við ættum að ræða hvort rétt sé að dreifa heróíni til þessa hóps,“ segir hann á vefútgáfu Dagbladet. - ghs Norski heilbrigðisráðherrann: Vilja skoða að dreifa heróíni Brenndist illa þegar eldur kviknaði í potti Maður á fimmtugsaldri brenndist illa þegar eldur kom upp í íbúð í Álftamýri í gær. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Eiginkona manns- ins brenndist einnig. Hún var að elda hádegismat þegar kviknaði í olíu í potti. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde segir það koma til greina að ákveðið verði á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í jan- úar að óska eftir aðildarviðræð- um við Evrópu- sambandið að tilteknum skil- yrðum uppfyllt- um. Þetta sagði hann þar sem hann sat fyrir svörum í þætt- inum Vikulokunum á Rás 1 í gær. Geir tók fram að hann vildi alls ekki grípa fram fyrir hendur Evr- ópunefndar flokksins sem væri með þessi mál til skoðunar undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar og Árna Sigfússonar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, sagðist telja að „straum- arnir falli í þá átt að við förum í það að sækja um aðildarviðræður“. - sh Forsætisráðherra segir aðildarviðræður við Evrópusambandið koma til greina: Geir opnar á Evrópuviðræður GEIR H. HAARDE SUMT ÓVIÐEIGANDI Í RÆÐU DAVÍÐS Geir sagði í umræðum um Davíð Oddsson og yfirlýsingar hans að hann hefði ekki verið alls kostar ánægður með ræðu Davíðs á morgunfundi Viðskiptaráðs fyrir skemmstu. „Ég tel að eitt og annað í þeirri ræðu hafi ekki verið viðeigandi og ég hef rætt það við hann,“ sagði Geir og vísaði sérstaklega til orða Davíðs um að hann vissi ástæður þess að Bretar beittu Íslendinga hreðjuverkalögum. Þá sagðist Geir enn fremur ekki minnast þess að Davíð hafi sagt honum að núll prósent líkur væru á að bankarnir stæðu af sér efnahagslægðina, eins og Davíð nefndi á fundi viðskiptanefndar Alþingis. Hann væri minnugur maður og ólíklegt að slíkt hefði runnið honum úr minni. UMDEILDUR Davíð Odds- son hefur verið gagnrýndur fyrir yfirlýsingar sínar, sem mörgum þykja ekki sæma seðlabankastjóra. WASHINGTON, AP Fimm málaliðar bandaríska öryggisþjónustu- fyrir tækisins Blackwater hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið sautján Írökum að bana í Bagdad í fyrra. Þeir skutu fólkið til bana og særðu um þrjátíu til viðbótar á torgi í úthverfi Bagdad. Ekki hefur verið ákveðið hvort mennirnir verða ákærðir fyrir morð eða mann- dráp. Írösk yfirvöld segja árásina hafa verið tilefnislausa, en talsmenn Blackwater segja að þeir hafi verið að bregðast við umsátri. Mennirnir eru allir fyrrverandi liðsmenn Banda- ríkjahers. - sh Skutu sautján Íraka til bana: Blackwater-liðar sóttir til saka UMHVERFISMÁL Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Náttúrufræðistofnun- ar er hlutfall ungfugla af heildar- veiði rjúpu á nýafstöðnu veiðitíma- bili 78 prósent. Að því er kemur fram á veiðivefnum lax-a.is óskaði Náttúrufræðistofnun eftir því við skotveiðimenn að þeir kæmu öðrum vængnum af veiddum rjúpum til stofnunarinnar svo hægt væri að aldursgreina rjúpnastofn- inn auk þess að meta stærð hans. Þegar sé búið að aldursgreina 599 fugla. Um 60 prósent þeirra sé af Norðausturlandi. „Stefnt er að því að aldursgreina 400−500 fugla úr hverjum landshluta, þannig að mikið vantar enn uppá fullt sýni,“ segir á lax-a.is. - gar Rannsaka rjúpur veiðimanna: Hátt hlutfall af ungfugli í veiði RJÚPA Náttúrufræðistofnun biður veiði- menn um sýni. BANDARÍKIN, AP Fulltrúar úr Hvíta húsinu og demókratar af Banda- ríkjaþingi hafa hafið viðræður um að veita bílarisum í Detroit fimmtán milljarða dollara lán til að forða þeim frá falli. Forstjórar bandarísku bílaris- anna GM, Ford og Chrysler komu fyrir þingnefnd í Washington á föstudag, annan daginn í röð, til að færa rök fyrir því að fyrir- tækjunum yrði veitt neyðarfjár- hagsaðstoð úr ríkissjóði upp á samtals 34 milljarða dala, and- virði um 5.000 milljarða króna. Nú segja fulltrúar Hvíta húss- ins að „uppyggilegar viðræður“ hafi átt sér stað um hjálpar- aðgerðir við þingmenn beggja flokka. Skriður komst á málið þegar þingforsetinn Nancy Pelosi samþykkti loks tillögu Bush forseta þess efnis að hjálpin yrði sótt í sjóð sem lagður hafði verið til hliðar fyrir þróun umhverfis- vænna bíla. Pelosi hefur verið höll undir umhverfisverndarsjón- armið. Það fór illa í menn er forstjór- arnir mættu til sams konar funda í síðasta mánuði á einkaþotum. Á fundinum á föstudag lækkuðu þeir upphæðina sem þeir fóru fram á og hétu róttækri endur- skipulagningu, auk þess sem þeir lýstu sig reiðubúna til að starfa fyrir einn táknrænan dal á ári, verði fyrirtækjunum veitt fyrir- greiðsla á kostnað skattborgar- anna. - aa / - sh Viðræður hafnar um fimmtján milljarða dollara lán til fallvaltra bílarisa: Detroit-forstjórar á hnjánum EKKERT SELST Óseldir bílar standa í röðum á þessari bílasölu í Kaliforníu, sem nú hefur verið lokað vegna fjár- hagsvandræða. FRÉTTABLAÐIÐ / AP STJÓRNSÝSLA Símreikningur forsetaembættisins á fyrstu tíu mánuðum ársins var 5,7 milljón- ir króna. Gerir það um nítján þúsund krónur á dag, alla daga vikunnar. Þetta kom frá á Vísi. is í gær. Í frétt Vísis kemur einnig fram að forsetaembætt- ið hafi kostað íslenska skattgreiðend- ur um sextíu milljónir króna það sem af er ári. Þar hafi 1,6 milljónir króna farið í myndatökur og 1,4 milljónir króna í leigubíla kostnað. Bensín á bíl forsetans kostaði rúma milljón og um níu milljónir fóru í risnufé, eða veisluhöld ýmiss konar, samkvæmt frétt Vísis. - kg Símreikningur forseta: Nítján þúsund krónur á dag ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.